Fréttir

true

Ístex í vanda og bændur ekki að fá gert upp fyrir ull

Bændablaðið, sem kom út í dag, greinir frá því að vegna viðvarandi rekstrarvanda hjá Ístex síðasta árið hafi ekki tekist að gera upp við sauðfjárbændur fyrir ullarinnlegg á þessu ári. Haft er eftir Sigurði Sævari Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Ístex, að sala á síðustu 12 mánuðum hafi minnkað um rúmar 400 milljónir króna miðað við sama tímabil…Lesa meira

true

Viðurkenningar við setningu sjávarútvegssýningar

Í gær var sjávarútvegssýningin 2025 formlega opnuð í Laugardalshöllinni. Verður hún einnig opin í dag og á morgun. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra ávarpaði gesti og opnaði sýninguna. Eins og jafnan við upphaf sýningarinnar voru veittar viðurkenningar til fólks og fyrirtækja sem staðið hafa uppúr í sjávarútvegi. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi veittu starfsmönnum í sjávarútvegi í…Lesa meira

true

Jörð skalf í morgun á Suðurlandi

Klukkan 08:39 í morgun mældist skjálfti af stærðinni 3,7 í Holtum í Rangárvallasýslu, við Ketilsstaðaholt. Skjálftinn varð á þekktri jarðskjálftasprungu og fannst víða á Suður- og Suðvesturlandi. Nokkur eftirskjálftavirkni hefur fylgt. Þetta er stærsti skjálfti á þessu svæði síðan í maí 2014 þegar skjálfti af stærðinni 4,2 mældist á sprungunni.Lesa meira

true

Tveir fjárfestingarstyrkir til kornræktar á Vesturland

Atvinnuvegaráðuneytið úthlutaði fyrr í sumar fjárfestingastuðningi í kornrækt, samtals að fjárhæð 229,5 milljónir króna. Stuðningurinn er veittur til fjárfestinga í kornþurrkun, korngeymslum og tilheyrandi tækjabúnaði og er einn þáttur aðgerðaáætlunar þar sem gert er ráð fyrir að verja um tveimur milljörðum króna til átaks í kornrækt á árunum 2024-2028. Alls bárust 13 umsóknir, þar af…Lesa meira

true

Stofnfundur í Fluguhnýtingarfélagi Vesturlands verður 4. október

Eftir sex vel heppnuð fluguhnýtingarkvöld á Vesturlandi á síðasta vetri; þrjú á Akranesi og þrjú í Borgarnesi, fóru félagarnir Jóhann Ólafur Björnsson og Valdimar Reynisson að velta fyrir sér hvernig best væri að virkja og helst auka áhuga fyrir fluguhnýtingum hjá Vestlendingum. Niðurstaðan var sú að þeir ákváðu að stofna félag fyrir fluguhnýtingarfólk á Vesturlandi.…Lesa meira

true

Er þegar farin að nota „heim“ um Snæfellsbæ

Rætt við Guðna Eirík Guðmundsson aðstoðarskólastjóra í Grunnskóla Snæfellsbæjar Hann er yfirvegaður þegar hann gengur inn, nýi aðstoðarskólastjórinn í Snæfellsbæ. Þiggur kaffi með örlítilli mjólk. Ekki upp á bragðgæðin heldur litinn og til að styrkja íslenskan landbúnað. Blaðamaður hefur mælt sér mót við Guðna Eirík Guðmundsson sem komin er af kennurum og skólastjórnendum langt aftur…Lesa meira

true

Patryk í bæjarstjórn í stað Michaels

Á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar 2. september síðastliðinn tók Patryk Zolobow sæti í bæjarstjórn í stað Michael Gluszuk, sem nú er að flytjast búferlum. Patryk starfar sem sjúkraflutningamaður hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Ólafsvík. Hann hefur verið fyrsti varamaður í bæjarstjórn fyrir J-lista, Bæjarmálasamtök Snæfellsbæjar, undanfarin ár ásamt því að sitja í nefndum á vegum bæjarins. Michael…Lesa meira

true

Sjóvá að nýju með útibú í Ólafsvík

Tryggingafélagið Sjóvá hefur að nýju opnað útibú í Ólafsvík, en því var lokað 2024 og starfsemin flutt í Stykkishólm. Sjóvá deilir nú húsnæði með Hampiðjunni við Ólafsbraut 19 og er opið á skrifstofunni fyrri hluta dags, frá klukkan 8:30 til 12:30. Jón Haukur Hilmarsson stendur vaktina. Bæjarblaðið Jökull greindi frá.Lesa meira

true

Ökumenn í allskyns veseni

Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af 65 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í liðinni viku. Sá sem hraðast ók mældist á 142 km hraða á klst. Einnig voru meint hraðabrot mynduð hjá 257 ökumönnum með færanlegri hraðamyndavél embættisins. Tveir ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur og einn til viðbótar grunaður um akstur undir áhrifum…Lesa meira

true

Höfði fær að gjöf seglalyftara frá Kvenfélaginu Lilju

Í byrjun mánaðarins fékk Höfði, hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi, að gjöf glæsilegan Minstrel Standard seglalyftara. Gefandinn er Kvenfélagið Lilja í Hvalfjarðarsveit. „Komið er að nauðsynlegri endurnýjun á lyfturum á heimilinu og er þessi gjöf því afar kærkomin og mun nýtast bæði íbúum og starfsfólki til framtíðar,“ segir Valdís Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri Höfða. Seglalyftarar, eða sjúkralyftarar,…Lesa meira