
Sjóvá að nýju með útibú í Ólafsvík
Tryggingafélagið Sjóvá hefur að nýju opnað útibú í Ólafsvík, en því var lokað 2024 og starfsemin flutt í Stykkishólm. Sjóvá deilir nú húsnæði með Hampiðjunni við Ólafsbraut 19 og er opið á skrifstofunni fyrri hluta dags, frá klukkan 8:30 til 12:30. Jón Haukur Hilmarsson stendur vaktina. Bæjarblaðið Jökull greindi frá.