
Afhending gjafarinnar fór fram 1. september síðastliðinn. Hér tekur Þorbjörg Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri við gjafabréfi frá fulltrúum kvenfélagsins.
Höfði fær að gjöf seglalyftara frá Kvenfélaginu Lilju
Í byrjun mánaðarins fékk Höfði, hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi, að gjöf glæsilegan Minstrel Standard seglalyftara. Gefandinn er Kvenfélagið Lilja í Hvalfjarðarsveit. „Komið er að nauðsynlegri endurnýjun á lyfturum á heimilinu og er þessi gjöf því afar kærkomin og mun nýtast bæði íbúum og starfsfólki til framtíðar,“ segir Valdís Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri Höfða.