Fréttir

true

Patryk í bæjarstjórn í stað Michaels

Á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar 2. september síðastliðinn tók Patryk Zolobow sæti í bæjarstjórn í stað Michael Gluszuk, sem nú er að flytjast búferlum. Patryk starfar sem sjúkraflutningamaður hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Ólafsvík. Hann hefur verið fyrsti varamaður í bæjarstjórn fyrir J-lista, Bæjarmálasamtök Snæfellsbæjar, undanfarin ár ásamt því að sitja í nefndum á vegum bæjarins. Michael…Lesa meira

true

Sjóvá að nýju með útibú í Ólafsvík

Tryggingafélagið Sjóvá hefur að nýju opnað útibú í Ólafsvík, en því var lokað 2024 og starfsemin flutt í Stykkishólm. Sjóvá deilir nú húsnæði með Hampiðjunni við Ólafsbraut 19 og er opið á skrifstofunni fyrri hluta dags, frá klukkan 8:30 til 12:30. Jón Haukur Hilmarsson stendur vaktina. Bæjarblaðið Jökull greindi frá.Lesa meira

true

Ökumenn í allskyns veseni

Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af 65 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í liðinni viku. Sá sem hraðast ók mældist á 142 km hraða á klst. Einnig voru meint hraðabrot mynduð hjá 257 ökumönnum með færanlegri hraðamyndavél embættisins. Tveir ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur og einn til viðbótar grunaður um akstur undir áhrifum…Lesa meira

true

Höfði fær að gjöf seglalyftara frá Kvenfélaginu Lilju

Í byrjun mánaðarins fékk Höfði, hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi, að gjöf glæsilegan Minstrel Standard seglalyftara. Gefandinn er Kvenfélagið Lilja í Hvalfjarðarsveit. „Komið er að nauðsynlegri endurnýjun á lyfturum á heimilinu og er þessi gjöf því afar kærkomin og mun nýtast bæði íbúum og starfsfólki til framtíðar,“ segir Valdís Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri Höfða. Seglalyftarar, eða sjúkralyftarar,…Lesa meira

true

Göngur og réttir á næstu dögum

Framundan eru göngur og réttir í flestum sveitum landsins, sbr. lista hér að neðan. Stærsta réttahelgin fer í hönd og dagarnir þar um kring. Glögglega má sjá þetta í viðburðaskrá Skessuhorns vikunnar. Eitthvað er um að fjárrekstrar muni þveri þjóðvegi á næstu dögum og eru ökumenn hvattir til að hafa það í huga. Oddsstaðarétt í…Lesa meira

true

Rafmagnstruflanir í dag

Í tilkynningu frá Rarik kemur fram að komið gæti til rafmagnstruflana á öllu Snæfellsnesi frá Álftafirði að Fíflholtum í dag, miðvikudaginn 10. september frá klukkan 7:00 til 20:00, vegna vinnu Landsnets á Vegamótum. Verður svæðið keyrt í eyjarekstri á varaafli á meðan. Meðfylgjandi kort sýnir áhrifasvæðið, en nánari upplýsingar veitir stjórnstöð Rarik í síma 528-9000.Lesa meira

true

Eldur og útafakstur

Eldur kviknaði í vélarhúsi bifreiðar á Snæfellsnesi í vikunni. Bifreiðinni hafði verið lagt skömmu fyrr eftir notkun. Búið var að slökkva í með handslökkvitækjum þegar lögregla kom á vettvang en einhverjar skemmdir urðu á bifreiðinni. Þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni er hann ók framúr öðrum bifreiðum með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði utan…Lesa meira

true

Helgi gefur út bókina Bóhem úr Bæjarsveit

Bóhem úr Bæjarsveit er heiti bókar sem Helgi Bjarnason blaðamaður hefur tekið saman og gefur nú út, en hún er þriðja í ritröð sem nefnd er; „Sagnaþættir úr Borgarfirði“. Í henni er tekin saman saga eftirtektarverðs einstaklings úr samfélagi Borgarfjarðar og Reykjavíkur í upphafi tuttugustu aldar. Þorsteinn Björnsson, guðfræðingur, skáld og rithöfundur, kenndi sig ávallt…Lesa meira

true

Sjávarútvegssýningin hefst á morgun í Laugardalshöllinni

Sjávarútvegssýningin „Sjávarútvegur / Iceland fishing expo 2025“ verður opnuð á morgun í Laugardalshöllinni og stendur fram á föstudag. Sýningin er sú fjórða og stærsta til þessa, var síðast haldin fyrir þremur árum. Um skipulagningu sér sýningarfyrirtækið Ritsýn sf. Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri þess segist finna fyrir miklum áhuga á sýningunni bæði hér innanlands og víða…Lesa meira

true

Kornskurður í fullum gangi

Veðráttan á Vesturlandi í sumar hefur verið afar hagfelld þeim bændum sem rækta korn. Raunar má segja það sama um alla landshluta. Áætlað er að sáð hafi verið korni í fjögur þúsund hektara á landinu í vor og er búist við ágætri uppskeru, víða frá fjórum og upp í sjö tonn af hektara. Kornið er…Lesa meira