Fréttir

Rafmagnstruflanir í dag

Í tilkynningu frá Rarik kemur fram að komið gæti til rafmagnstruflana á öllu Snæfellsnesi frá Álftafirði að Fíflholtum í dag, miðvikudaginn 10. september frá klukkan 7:00 til 20:00, vegna vinnu Landsnets á Vegamótum. Verður svæðið keyrt í eyjarekstri á varaafli á meðan. Meðfylgjandi kort sýnir áhrifasvæðið, en nánari upplýsingar veitir stjórnstöð Rarik í síma 528-9000.

Rafmagnstruflanir í dag - Skessuhorn