
Samkvæmt reglugerð um veiðar á ígulkerum (skollakopp) eru nú leyfðar veiðar á ígulkerum á afmörkuðum svæðum í Ísafjarðardjúpi, Húnaflóa og á Austurlandi. Krókaflamarksbátum með leyfið er heimilt að veiða ígulker með plógi. Gefinn hefur verið út heildarafli fyrir hvert svæði. Þegar leyfilegum heildarafla hvers svæðis er náð mun Fiskistofa loka því svæði fyrir frekari veiðum.…Lesa meira








