Fréttir

true

Grind risin og yleiningar taka að rísa

Búið er að reisa límtréssperrur frá Límtré Vírneti í nýtt 1600 fermetra iðngarðahús við Melabraut 4a og 4b á Hvanneyri. Húsið er 28 metra breitt og 57 metrar að lengd. Það stendur austast í þorpinu, við hlið húsnæðis Jörva ehf. Unnið er þessa dagana við að flytja yleiningar í húsið frá Flúðum og notaðir þrír…Lesa meira

true

Tveir íbúar á eyðibýli á kjörskrá í Skorradalshreppi

Líkt og kom fram í frétt Skessuhorns í morgun varð talsverð umræða á íbúafundi í Borgarnesi um kjörskrá þá er liggur til grundvallar í Skorradalshreppi vegna íbúakosningar um tillögu að sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Var meðal annars nefnt að íbúar væru skráðir til lögheimilis á eyðibýli í hreppnum. Í dag eru 63 íbúar í Skorradalshreppi…Lesa meira

true

Lokafrestur í dag til að gera athugasemdir við aðalskipulag

Á skipulagsgátt er að finna fjölmargar upplýsingar um endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar fyrir árin 2025-2037. Lokafrestur til að gera athugasemdir við það rennur út í dag, 28. ágúst. „Tilgangurinn með endurskoðun aðalskipulagsins er að laga skipulagið að breyttum forsendum, lögum, reglugerðum, áætlunum og  stefnumörkun stjórnvalda svo hægt verði að takast á við þær áskoranir sem fyrir…Lesa meira

true

Tvíburasystur áfram í landsliðshópi U-16

Aldís Ylfa Heimisdóttir, landsliðsþjálfari U-16 kvenna, hefur valið leikmannahóp til æfinga dagana 9. og 10. september næstkomandi. Æfingarnar fara fram á Avis vellinum hjá Þrótti í Reykjavík. Fulltrúar ÍA í hópnum eru tvíburasysturnar Nadía Steinunn og Elía Valdís Elísdætur. En þær voru einnig báðar í æfingahópi U-16 fyrr í þessum mánuði. Þess má geta að…Lesa meira

true

Djúpstæð gjá milli íbúa Skorradalshrepps

Á sameiginlegum íbúafundi um tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps, sem haldinn var í Borgarnesi í gærkvöldi, kom skýrt fram hversu djúpstæð gjá er á milli íbúa Skorradalshrepps í afstöðu til sameiningar. Þung orð féllu á milli fylkinga þeirra er sameinast vilja Borgarbyggð og þeirra er andvígir eru sameiningu. Brigsl eru uppi um að…Lesa meira

true

Helena hætt við að taka starf íþróttafulltrúa

Helena Ólafsdóttir, sem í vor var ráðin íþrótta- og tómstundafulltrúi Grundarfjarðarbæjar, hefur sagt starfi sínum lausu af fjölskylduástæðum. Helena var ráðin til starfans í apríl eftir ráðningarferli þar sem alls bárust níu umsóknir um starfið. Bæjarráð Grundarfjarðar fjallaði á dögunum um uppsögn Helenu dögunum og ákvað að veita bæjarfulltrúunum Davíð Magnússyni og Lofti Árna Björgvinssyni…Lesa meira

true

Sveitarstjórn svarar pistli Vilhjálms fullum hálsi

„Það kemur á óvart og eru veruleg vonbrigði að lesa pistil Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, þar sem ekki er rétt farið með fjölda staðreynda og forsendur ýmissa verkefna og málefna Hvalfjarðarsveitar,“ segir í aðsendri grein Sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar hér á vefnum. „Betra hefði verið að Vilhjálmur hefði haft réttar upplýsingar um þau málefni sem hann…Lesa meira

true

Úrval gjafavöruverslana til sölu

Athygli vekur að nú eru að minnsta kosti þrjár gjafaverslanir á Akranesi og í Borgarnesi auglýstar til sölu. Verslunin Brúartorg í Borgarnesi er ein þeirra, en þar er að baki áratuga farsæll og fjölbreyttur rekstur. Lífsstíls- og fataverslunin Fok er í verslunarmiðstöðinni Hyrnutorgi á sama stað og þar er um sjö ára rekstur að baki.…Lesa meira

true

Atvinnuleysi var 3,2% í júlí

Samkvæmt mælingu Vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar var atvinnuleysi meðal fólks á aldrinum 16 til 74 ára 3,2% í júlí 2025. Fjöldi atvinnulausra var um 7.800. Hlutfall starfandi var 80,3%, sem samsvarar tæplega 233.000 einstaklingum og atvinnuþátttaka var 83%, eða um 240.800 manns á vinnumarkaði.Lesa meira

true

Sjávarútvegssýning í Laugardalshöll 10.-12. september

Sjávarútvegssýningin „Sjávarútvegur / Iceland fishing expo 2025“ verður haldin dagana 10. – 12. september næstkomandi í Laugardalshöll. Er sýningin sú fjórða og sú stærsta til þessa. Að sýningunni stendur sýningarfyrirtækið Ritsýn sf. Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri þess segist finna fyrir miklum áhuga á sýningunni bæði hér innanlands og víða um heim. „Sýningin stækkar með hverju…Lesa meira