Fréttir

true

Skallagrímur með mikilvægan sigur í fallbaráttunni

Skallgrímur tók á móti Hamri frá Hveragerði í næstsíðustu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik á föstudaginn. Skallagrímur sat fyrir leikinn á botni 1. deildar með 10 stig á meðan lið Hamars var í þriðja sæti með 28 stig. Heimamenn byrjuðu leikinn vel og var mikil stemning í varnarleik þeirra á upphafsmínútunum. Í stöðunni 8-8…Lesa meira

true

Ríkisstjórnin ákveður að eitt sýslumannsembætti verði í landinu

Ríkisstjórnin hefur fyrir sitt leyti samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um sameinað embætti sýslumanns. Skrifstofa sýslumannsins á Vesturlandi er nú í Stykkishólmi, en auk þess er aðsetur embættisins í Borgarnesi, Akranesi og Búðardal auk útibús á skrifstofu Snæfellsbæjar. „Markmið með sameiningu eru skýr um framfarir, hagræðingu og að efla byggðir landsins,“ segir í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. „Með…Lesa meira

true

Snæfell tapaði í framlengdum leik

Snæfell tók á móti Breiðabliki í næstsíðustu umferð 1. deildar karla í körfubolta á föstudaginn. Fyrir leikinn voru liðin jöfn með 16 stig hvort, í 7.-8. sæti deildarinnar og því mikilvægur leikur um hvar liðin enda fyrir úrslitakeppnina. Bæði lið mættu áræðin en á sama tíma yfirveguð til leiks og skiptust á forystu í upphafi.…Lesa meira

true

Víkingur með góðan sigur í Lengjubikarnum

Víkingur Ólafsvík tók á móti Árborg í Lengjubikarnum í B deild karla í knattspyrnu á laugardaginn en spilað var á Ólafsvíkurvelli. Heimamenn í Víkingi byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu að komast yfir þegar níu mínútur voru liðnar af leiknum. Brynjar Vilhjálmsson skoraði þá laglegt mark fyrir heimamenn og áhorfendur á Ólafsvíkurvelli voru kampakátir.…Lesa meira

true

Kári tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar

Kári og Haukar tókust á í Lengjubikarnum í B deild karla í knattspyrnu á föstudaginn en leikið var á gervigrasvellinum Birtu í Hafnarfirði. Með sigri gat Kári tryggt sér efsta sæti riðilsins og þar með sæti í undanúrslitum Lengubikarsins. Hektor Bergmann Garðarsson kom gestunum frá Kára yfir á 17. mínútu en Magnús Ingi Halldórsson jafnaði…Lesa meira

true

Frumvarpi ætlað að koma böndum á heimagistingu í ferðaþjónustu

Í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Með því er verið að boða aðgerðir til að leita jafnvægis á húsnæðismarkaði til að fleiri íbúðir nýtist sem heimili fólks, en séu ekki til skammtíma útleigu í ferðaþjónustu, eða svokölluð air-bnb leiga. Frumvarpið er…Lesa meira

true

Námskeið í snemmgrisjun í boði FsV

Félag skógarbænda á Vesturlandi stendur fyrir snemmgrisjunarnámskeiði næstkomandi laugardag frá klukkan 10 til 17. Verður það haldið á Oddsstöðum í Lundarreykjadal í skógræktinni hjá þeim hjónum Guðmundi og Sigrúnu. Leiðbeinandi verður Valdimar Reynisson skógfræðingur. Þátttakendur taka með sér trjáklippur og greinasagir og klæða sig að sjálfsögðu eftir veðri. Kaffi og meðlæti og súpa í hádegi…Lesa meira

true

Flaggað þegar sperrurnar voru komnar á sinn stað

Á föstudaginn voru þrír fánar dregnir að húni á nýreistri viðbyggingu við hafnarhúsið í Grundarfirði. Góður gangur hefur verið á framkvæmdunum til þessa en eftir að veggirnir voru reistir var steypt og svo þaksperrum komið fyrir. Húsið verður tekið í notkun 20. maí eins og áður hefur komið fram og er ekki annað að sjá…Lesa meira

true

Auglýsingaskilti skal fjarlægja

Síðastliðinn fimmtudag kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp þann úrskurð að led-auglýsingaskilti í landi Kirkjubóls í Hvalfjarðarsveit sem er í eigu S-23 skuli víkja. Var með úrskurðinum staðfest ákvörðun byggingafulltrúa Hvalfjarðarsveitar frá 29. nóvember síðastliðnum um að umrætt skilti stæðist ekki byggingareglugerð. Margir þekkja til skiltisins sem undanfarin tvö ár hefur verið nokkuð áberandi norðan…Lesa meira

true

Setti upp skyndiskrifstofu í Kjörbúðinni

Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, setti upp svokallaða pop-up skrifstofu eða skyndiskrifstofu í Kjörbúðinni í Grundarfirði í morgun. Hugmyndina hafði hún fengið á spjalli í búðinni þar sem góður maður hafði komið að tali við hana og barst í tal að flest stór mál væru oft leyst fyrir framan kjötkælinn í verslun bæjarins. Björg tók hann…Lesa meira