Fréttir

Frumvarpi ætlað að koma böndum á heimagistingu í ferðaþjónustu

Í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Með því er verið að boða aðgerðir til að leita jafnvægis á húsnæðismarkaði til að fleiri íbúðir nýtist sem heimili fólks, en séu ekki til skammtíma útleigu í ferðaþjónustu, eða svokölluð air-bnb leiga. Frumvarpið er jafnframt hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar á húsnæðismarkaði. Til að ná framangreindu markmiði eru í frumvarpinu gerðar ýmsar efnisbreytingar, svo sem hert skilyrði til skammtímaleigu í heimagistingu, rekstrarleyfi fyrir gististarfsemi í íbúðarhúsnæði innan þéttbýlis gerð tímabundin og opnuð er heimild fyrir miðlun upplýsinga vegna eftirlits frá ríkisskattstjóra til sýslumanna.