Íþróttir
Leikmenn Víkings í baráttu við framherja Árborgar. Ljósm. af

Víkingur með góðan sigur í Lengjubikarnum

Víkingur Ólafsvík tók á móti Árborg í Lengjubikarnum í B deild karla í knattspyrnu á laugardaginn en spilað var á Ólafsvíkurvelli. Heimamenn í Víkingi byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu að komast yfir þegar níu mínútur voru liðnar af leiknum. Brynjar Vilhjálmsson skoraði þá laglegt mark fyrir heimamenn og áhorfendur á Ólafsvíkurvelli voru kampakátir. Leikurinn róaðist eftir mark heimamanna en engu að síður var mikill barningur út hálfleikinn.