Fréttir
Ingi Hans Jónsson og Björg Ágústsdóttir fara yfir skipulagsmál í Ölkeldudalnum en þar er verið að skipuleggja nýjar og fjölbreyttar íbúðarlóðir. Ljósm. tfk

Setti upp skyndiskrifstofu í Kjörbúðinni

Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, setti upp svokallaða pop-up skrifstofu eða skyndiskrifstofu í Kjörbúðinni í Grundarfirði í morgun. Hugmyndina hafði hún fengið á spjalli í búðinni þar sem góður maður hafði komið að tali við hana og barst í tal að flest stór mál væru oft leyst fyrir framan kjötkælinn í verslun bæjarins.