
Námskeið í snemmgrisjun í boði FsV
Félag skógarbænda á Vesturlandi stendur fyrir snemmgrisjunarnámskeiði næstkomandi laugardag frá klukkan 10 til 17. Verður það haldið á Oddsstöðum í Lundarreykjadal í skógræktinni hjá þeim hjónum Guðmundi og Sigrúnu. Leiðbeinandi verður Valdimar Reynisson skógfræðingur. Þátttakendur taka með sér trjáklippur og greinasagir og klæða sig að sjálfsögðu eftir veðri. Kaffi og meðlæti og súpa í hádegi verður í boði FsV. Ekkert þátttökugjald, segir í tilkynningu.