
Leiklistarklúbburinn Melló í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi æfir stíft þessa dagana fyrir uppsetningu á söngleiknum Gauragangi sem byggður er á skáldsögu eftir Ólaf Hauk Símonarson. Einar Viðarsson er leikstjóri, Elfa Margrét Ingvadóttir sér um tónlistarstjórn og Sandra Ómarsdóttir um öll dansatriði. Æfingar hófust um miðjan febrúar og frumsýning er áætluð föstudaginn 28. mars í Bíóhöllinni.…Lesa meira








