Fréttir

true

FVA frumsýnir söngleikinn Gauragang í lok mars

Leiklistarklúbburinn Melló í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi æfir stíft þessa dagana fyrir uppsetningu á söngleiknum Gauragangi sem byggður er á skáldsögu eftir Ólaf Hauk Símonarson. Einar Viðarsson er leikstjóri, Elfa Margrét Ingvadóttir sér um tónlistarstjórn og Sandra Ómarsdóttir um öll dansatriði. Æfingar hófust um miðjan febrúar og frumsýning er áætluð föstudaginn 28. mars í Bíóhöllinni.…Lesa meira

true

Áhöfn og útgerð Ólafs Bjarnasonar SH styrkti krabbameinsfélagið

Áhöfn og útgerð Ólafs Bjarnasonar SH 137 gaf Krabbameinsfélagi Snæfellsness höfðinglega gjöf í gær, 500.000 krónur, sem ætlað er til stuðnings félaginu. Áhöfnin gaf helming fjárins og útgerðin hinn hlutann. Fram kom við þetta tækifæri að áhöfnin byrjaði í gríni að safna mottu eftir áramótin og þegar leið á febrúar langaði þeim að gera eitthvað…Lesa meira

true

Borgarverk að hefja framkvæmdir á Dynjandisheiði

Vegagerðin og Borgarverk hafa skrifað undir verksamning um þriðja áfanga Dynjandisheiðar á Vestfjörðum. Verkið felst í nýbyggingu Vestfjarðarvegar á um 7,2 km kafla, ásamt um 0,8 km kafla á Dynjandavegi. Vegurinn verður að mestu leyti byggður í nýju vegstæði en að hluta til í núverandi vegstæði. Inn í verkinu er einnig gerð keðjunarplans og gerð…Lesa meira

true

Bæjarstjórn Stykkishólms ályktar um neyðarástand á vegum

„Íbúar búi í raun við skert athafna- og ferðafrelsi á Snæfellsnesi“ Á fundi bæjarstjórnar Stykkishólms 27. febrúar síðastliðinn var bágborið ástand þjóðvega á Snæfellsnesi til umræðu. „Bæjarstjórn Stykkishólms ítrekar að viðhald og ástand Snæfellsnesvegar nr. 54, Stykkishólmsvegar nr. 58 og Vestfjarðarvegar nr. 60 er langt frá því að vera boðlegt. Sveitarfélögin á Vesturlandi hafa ítrekað…Lesa meira

true

Heimildamyndaþættir um Grundarfjörð

Rætt við Dögg Mósesdóttur kvikmyndagerðakonu um verkefnið Þorp verður til Verkefnið Þorp verður til fékk á dögunum styrk ur Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Verkefnið er í höndum kvikmyndagerðakonunnar Daggar Mósesdóttur. Þorp verður til fjallar um upphafsár Grundarfjarðar, frá sjónarhorni frumbyggja í firðinum. Blaðamaður heyrði hljóðið í Dögg og forvitnaðist um verkefnið. Margt í pípunum Dögg er á…Lesa meira

true

Þorsteinn Logi syngur fyrir hönd MB

Söngvakeppni Menntaskóla Borgarfjarðar 2025 fór fram í síðustu viku en um 70 manns mættu til að hlusta á fimm góð atriði. Söngvakeppnin í ár var hluti af Góðgerðarviku MB en í ár er safnað fyrir Birtu Björk, fyrrum nemenda í MB, sem tekst á við illvígt krabbamein. Þorsteinn Logi sigraði í keppninni og varð Þórey…Lesa meira

true

Bílarnir hífðir upp úr höfninni

Nú rétt í þessu náðist fyrri bíllinn af tveimur upp sem fóru í Akraneshöfn á mánudagsmorgun. Undirbúningur hefur verið í gangi í dag. Kafari var búinn að koma böndum á bílinn og hífði upp silfurgráan Toyota Land cruiser jeppa. Síðari bíllinn, sem er jepplingur, verður svo í beinu framhaldi tekinn upp með sama hætti. Björgunarfélag…Lesa meira

true

Stemning á öskudegi á Skaganum – Myndasyrpa

Það var heilmikil litadýrð sem mætti blaðamanni Skessuhorns í morgun þegar hann heimsótti Brekkubæjarskóla og Grundaskóla á Akranesi. Hann kom einnig við á leikskólunum Teigaseli og Vallarseli auk þess að kíkja í nokkur fyrirtæki. Stemningin var mjög góð alls staðar og allir voru meira en til í myndatöku. Smellt var af nokkrum myndum og reynt…Lesa meira

true

Færa bílana nær bryggju

Frá því í morgun hefur verið unnið við að færa bílana tvo sem eru á botni Akraneshafnar nær bryggju. Eins og kunnugt er fóru bílarnir í höfnina síðastliðinn mánudagsmorgun þegar öldur gengu yfir hafnargarðinn og tveir menn að auki. Annar mannanna liggur enn þungt haldinn á spítala. Krani mun síðan verða notaður til að hífa…Lesa meira

true

Öskudagurinn tekinn snemma

Í dag er öskudagur með tilheyrandi skemmtan fyrir unga sem aldna. Blaðamaður Skessuhorns stoppaði við í leik- og grunnskólum í Borgarnesi í morgun til að fanga stemninguna og sjá öskudagsbúninga hjá börnum bæjarins. Eins og sjá má á myndunum tók fullorðna fólkið einnig þátt í gleðinni og mátti sjá mikin metnað á nokkrum stöðum.Lesa meira