Fréttir
Ávísun var afhent um borð í Ólafi Bjarnasyni SH. Til að taka við styrknum frá útgerðinni og áhöfninni voru fyrir hönd Krabbameinsfélags Snæfellsness mættar þær Eygló Kristjánsdóttir formaður og Guðrún Þórðardóttir varamaður í stjórn. Ljósm. af

Áhöfn og útgerð Ólafs Bjarnasonar SH styrkti krabbameinsfélagið

Áhöfn og útgerð Ólafs Bjarnasonar SH 137 gaf Krabbameinsfélagi Snæfellsness höfðinglega gjöf í gær, 500.000 krónur, sem ætlað er til stuðnings félaginu. Áhöfnin gaf helming fjárins og útgerðin hinn hlutann.