Fréttir

true

Íþróttaannáll ársins 2024

Samantekt af því helsta sem gerðist í íþróttum á Vesturlandi árið 2024 og fjallað var um á íþróttasíðum Skessuhorns á árinu. Boltaíþróttum hefur áður verið gerð skil á þessum vettvangi. Íþróttamenn ársins valdir Í byrjun ársins voru valdir þeir íþróttamenn sem höfðu skarað fram úr á Vesturlandi á árinu 2023. Anna María Reynisdóttir sem stundar…Lesa meira

true

Vinningshafar í krossgátu og myndagátu í Jólablaði

Nú hafa nöfn tveggja heppinna þátttakenda verið dregin út fyrir réttar innsendar lausnir í krossgátu og myndagátu sem birtist í Jólablaði Skessuhorns 18. desember sl. Að venju var mjög góð þátttaka meðal lesenda og margir sem sendu inn lausnir ýmist í bréfpósti eða tölvupósti. Lausnin á myndagátunni var þessi: „Íslendingar fengu tvisvar að klæða sig…Lesa meira

true

Árnar ryðja sig og klakastíflur hlaðast upp

Árnar í uppsveitum Borgarfjarðar eru nú hver af öðrum að ryðja sig eftir asahláku og úrkomu síðustu daga. Meðfylgjandi myndir voru teknar fyrr í dag og sýna m.a. hvernig er umhorfs við Grímsá, Norðurá, Þverá og Örnólfsdalsá og Ferjukotssíkin þar sem engin brú er lengur. Við þessar aðstæður hlaðast upp klakastíflur með tilheyrandi flóðum ofan…Lesa meira

true

Vatn byrjað að seytla inn í kjallara í Ferjukoti

Í kjölfar leysinga undanfarinn sólarhring og mikilla flóða í Hvítá er vatn nú byrjað að seytla inn í kjallara gamla hússins í Ferjukoti. Í ljósi þess að lítið hefur enn borist af ísjökum niður Hvítá búast þær Heba Magnúsdóttir og dætur hennar Elísabet og Heiða Dís Fjeldsteð við að vatnshæð árinnar eigi eftir að hækka…Lesa meira

true

Bannað er að bera út hræ af jórturdýrum til að egna fyrir ref

Matvælastofnun vekur athygli á því að sækja þarf um leyfi til Matvælastofnunar til útburðar á hræjum til refaveiða. Sótt er um í þjónustugátt á heimasíðu stofnunarinnar með rafrænum skilríkjum. „Jafnframt er athygli vakin á því að útburður á sauðfjárhræjum sem og hræjum af öðrum jórturdýrum er algjörlega bannaður.“ Þá segir að samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma,…Lesa meira

true

Snæfell styrkir sitt lið

Snæfell frá Stykkishólmi hefur styrk lið sitt í 1. deild karla í körfubolta en liðið hefur samið við írska leikmanninn Matt Treacy. Matt er hávaxinn framherji sem mun koma til með að hjálpa liðinu í frákasta baráttunni en hann spilaði fyrir áramót með liði Tarragona á Spáni og hefur einnig spilað í Danmörku, á Írlandi…Lesa meira

true

Flóð í öllum ám og gul viðvörun í gildi

Veðurstofan varar með gulri viðvörun við hættu á grjóthruni, skriðum og krapaflóðum, samhliða mikilli úrkomu og vatnavöxtum. Á þetta við um sunnanverða Vestfirði auk Suður- og Vesturlands. Samhliða gríðarlegri úrkomu og hlýindum frá því í gær eru ár um allt Vesturland í miklum vexti og eru að ryðja sig. Það leiddi meðal annars til þess…Lesa meira

true

Ferðafólk hætt komið í flóði nærri Kattarhrygg

Klukkan 04:34 í nótt voru björgunarsveitir í Borgarfirði kallaðar út vegna tilkynningar frá ferðamönnum sem voru í vandræðum við Kattarhrygg í Norðurárdal, á þjóðvegi 1 á Holtavörðuheiði. Þar hafði vegræsi stíflast svo flæddi yfir veginn á stórum kafla. Ferðafólk á tveimur bílum hafði lent í vatninu og komst út úr bílunum og upp á þak…Lesa meira

true

Brúin yfir Ferjukotssíkin hrundi í morgun

Mikil flóð eru víða í ám og lækjum í Borgarfirði í kjölfar úrhellisrigningar og hlýinda. Í morgun gerðist það svo að brúin yfir Ferjukotssíkin hrundi vegna flóða og klakaburðar um ána. Meðfylgjandi myndir tók Kristín Jónsdóttir ljósmyndari og félagi í Björgunarsveitinni Ok í Borgarfirði. Sveitin fór í nótt til aðstoðar ferðafólki á þjóðveginum við Kattarhrygg…Lesa meira

true

Ásþungi færður niður í tíu tonn á nokkrum vegum á Snæfellsnesi

Vegna hættu á slitlagsskemmdum hefur Vegagerðin ákveðið að lækka ásþungi niður í 10 tonn á nokkrum vegum á Snæfellsnesi frá hádegi í dag. „Frá kl. 12:00 miðvikudaginn 15. janúar á eftirtöldum vegum: Snæfellsnesvegi 54 frá Borgarnesi, Útnesvegi 574 á Snæfellsnesi og Stykkishólmsvegi 58.“Lesa meira