
Yrðlingur í sigtinu. Ljósm. úr safni: Skotfélagið Skyttur.
Bannað er að bera út hræ af jórturdýrum til að egna fyrir ref
Matvælastofnun vekur athygli á því að sækja þarf um leyfi til Matvælastofnunar til útburðar á hræjum til refaveiða. Sótt er um í þjónustugátt á heimasíðu stofnunarinnar með rafrænum skilríkjum. „Jafnframt er athygli vakin á því að útburður á sauðfjárhræjum sem og hræjum af öðrum jórturdýrum er algjörlega bannaður.“