
Ferjukot.
Vatn byrjað að seytla inn í kjallara í Ferjukoti
Í kjölfar leysinga undanfarinn sólarhring og mikilla flóða í Hvítá er vatn nú byrjað að seytla inn í kjallara gamla hússins í Ferjukoti. Í ljósi þess að lítið hefur enn borist af ísjökum niður Hvítá búast þær Heba Magnúsdóttir og dætur hennar Elísabet og Heiða Dís Fjeldsteð við að vatnshæð árinnar eigi eftir að hækka í kvöld eða næstu daga.