Fréttir

true

Lásu upp fyrir leikskólabörnin

Á dögunum fóru nemendur í 3. bekk Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit í heimsókn í leikskólann Skýjaborg í Melahverfi og lásu upp fyrir leikskólabörnin. Þetta er árlegur viðburður í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar og fer ávallt fram í kringum Dag íslenskrar tungu. Börnin höfðu æft sig vel fyrir upplesturinn og leikskólabörnin hlustuðu af athygli.Lesa meira

true

Kynnir í dag bókina Rokið í stofunni

Bókin Rokið í stofunni eftir Guðrúnu J. Magnúsdóttur kom nýverið út. Fjallað er um hersetuna í Reykjavík árið 1942. Þrettán ára stúlka var handtekin og handjárnuð úti á götu. Færð með lögreglubifreið í varðhald. Næst var stúlkan dæmd til dvalar á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Þar voru vistaðar stúlkur er gefið var að sök að hafa…Lesa meira

true

Hvað get ég gert til að borga til baka?

Rætt við Smára Jónsson, skipuleggjenda listamarkaðarins Gefum Ljós en markaðurinn er til styrktar Ljósinu, endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda einstaklinga. Smári greindist með krabbamein snemma á þessu ári og við tóku geisla- og lyfjameðferðir en hann er nú í endurhæfingu hjá Ljósinu. Ljósið Starfsemi Ljóssins byggir á hugmyndafræði iðjuþjálfunar en hún hefur frá upphafi byggt á þeirri…Lesa meira

true

Hafrannsóknastofnun fær 40 milljónir til rannsókna í Hvalfirði

Hafrannsóknastofnun hefur fengið 40 milljónir króna styrk til að framkvæma grunnrannsóknir á líffræði Hvalfjarðar. Styrkveitandinn er Röst sjávarrannsóknasetur og kemur upphæðin til viðbótar við 60 milljóna króna styrk sem Röst veitti stofnuninni fyrr á þessu ári til rannsókna á haffræði Hvalfjarðar. Þar með hefur Röst styrkt Hafrannsóknastofnun um samtals 100 milljónir króna á þessu ári…Lesa meira

true

Iðgjald hækkar um áramótin til Náttúruhamfaratryggingar

LANDIÐ: Alþingi samþykkti nýverið breytingu á lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) sem felur í sér heimild stofnunarinnar til þess að hækka iðgjöld tímabundið um 50%. Atburðirnir, sem átt hafa sér stað á Reykjanesi undanfarið, hafa haft veruleg áhrif á fjárhagslega stöðu NTÍ. Stofnunin þarf á hverjum tíma að eiga fjármuni til að greiða bætur vegna…Lesa meira

true

Jólagleði á Hvanneyri 29. – 30. nóvember

Það verður notaleg jólastemning á Hvanneyri dagana 29. – 30. nóvember en þá fer fram viðburðurinn „Jólagleði á Hvanneyri“. Hátíðin hefst á hinu árlega jólabingói Kvenfélagsins 19. júní sem haldið verður í matsal Landbúnaðarháskóla Íslands kl 20:00 á föstudagskvöldinu. Margir góðir vinningar verða eins og vant er og allur ágóði mun renna til góðgerðar- og…Lesa meira

true

Gómsætar kótelettur fyrir Gleðistjörnuna

Um síðustu helgi hélt pilta-hluti Club71 árlegt jólakótelettukvöld. Club71 er félagsskapur úr árgangi fólks fæddum 1971 á Akranesi og ýmsum fylgifiskum þeirra. Markmiðið er að sameina það að gleðjast og láta gott af sér leiða í leiðinni. Kvöldið tókst ljómandi vel þó með árunum séu félagar farnir að sofa töluvert fyrr en gert var á…Lesa meira

true

Grafið fyrir götum á Sementsreit

Gatnaframkvæmdir hófust í lok júlí í sumar á Sementsreitnum á Akranesi. Þar er verið að vinna að gatnagerð fyrir lóðir á austurhluta svæðisins. Gatnagerðin er á vegum Akraneskaupstaðar en lagnir eru á vegum Veitna. Aðalverktaki er jarðvinnufyrirtækið Þróttur ehf. á Akranesi. Að sögn Lárusar Ársælssonar, umhverfisstjóra Akraneskaupstaðar, hefur verkið tafist vegna breytinga sem þurfti að…Lesa meira

true

Vítahringur frumsýndur í Grundaskóla

Söngleikurinn Vítahringur verður frumsýndur næstkomandi föstudag í Grundaskóla á Akranesi. Að þessu sinni eru það nemendur í árgangi 2009 sem sjá um túlkun á verkinu. Söngleikurinn er byggður á samnefndri sögu Kristínar Steinsdóttur, en sú saga er byggð á Harðar sögu Grímkelssonar sem gerist að mestu leyti í næsta nágrenni Akraness og í Hvalfirði á…Lesa meira

true

Nauðsynlegt að jafna tækifærin og aðstöðu fólks

Rætt við Stefán Vagn Stefánsson oddvita Framsóknarflokks í NV kjördæmi Skessuhorn hefur undanfarnar vikur rætt við oddvita allra þeirra framboða sem bjóða fram í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum um næstu helgi. Það er ekki tilviljun að síðastur í röðinni er Stefán Vagn Stefánsson, oddviti Framsóknarflokks. Stefán hefur undanfarin þrjú ár setið á þingi, verið fyrsti þingmaður…Lesa meira