Fréttir

true

Hægt að sækja um nafnskírteini á Ísland.is

Nýlega var opnað fyrir umsóknir um nafnskírteini á Ísland.is en nafnskírteini er ein af þremur tegundum persónuskilríkja sem hægt er að nota til auðkenningar á Íslandi. Persónuskilríkin eru nafnskírteini og vegabréf, auk ökuskírteina. Nafnskírteini eru gild persónuskilríki sem auðkenna handhafann og ríkisfang hans. Tvær gerðir eru af nafnskírteinum, annars vegar aðeins til auðkenningar og hins…Lesa meira

true

Gjaldfrjáls leikskóli

Sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps hefur ákveðið að leikskóli verði gjaldfrjáls fyrir öll leikskólabörn í sveitarfélaginu frá og með 1. janúar 2025 miðað við 8 klst. vistun að hámarki. Það var Herdís Þórðardóttir varaoddviti sem lagði fram tillögu þessa efnis á síðasta fundi sveitarstjórnar og var hún samþykkt samhljóða. Þess má einnig geta að máltíðir leikskólabarna…Lesa meira

true

Góðgerðardagur Grundaskóla haldinn á Jaðarsbökkum – Myndasyrpa

Undanfarna daga og vikur hafa nemendur og starfsfólk Grundaskóla á Akranesi verið að undirbúa góðgerðardag til styrktar hjálparstarfi eða svokallaðan Malavímarkað. Fór hann fram í íþróttasalnum að Jaðarsbökkum um hádegisbilið í dag. Yfirskriftin að viðburðinum var „Breytum krónum í gull.“ Til sölu var fjölbreytilegur varningur sem búinn var til af nemendum Grundaskóla en allur ágóði…Lesa meira

true

Nýtt fyrirkomulag styrkveitinga í skák

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur undirritað nýja reglugerð um afrekssjóð í skák. Reglugerðin tilgreinir með hvaða hætti styrkveitingar til skákmanna munu fara fram. Ný lög um skák taka gildi 1. febrúar 2025. Þá verða störf og föst laun stórmeistara lögð niður. Auk styrkja til stórmeistara verður einnig hægt að úthluta styrkjum til framúrskarandi…Lesa meira

true

Ófarir hnýðings og hnúfubaks

Dauðan hnýðing hefur rekið á land við Langasand á Akranesi. Hann er um tveggja metra langur og virðist eitthvað laskaður á sporði. Samkvæmt vef Náttúrufræðistofnunar eru hnýðingar útbreidd og algeng tegund í Norður Atlantshafi en þó mun algengari austan hafs en vestan. Hann er algengur allt umhverfis Ísland að sumarlagi og er mest af honum…Lesa meira

true

Loftgæðum í skólum er víða ábótavant

Loftgæðum innandyra í skólabyggingum á Íslandi er ábótavant. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og heitirKortlagning á innilofti í skólum og leikskólum á Íslandi. Fjölmörg úrbótatækifæri eru til staðar m.a. með aukinni samræmingu vinnubragða, heildstæðra mælinga í föstum verkferlum, endurskoðun regluverks, meiri fræðslu og…Lesa meira

true

Góð aðsókn á tjaldsvæði Snæfellsbæjar í sumar

Tjaldsvæði Snæfellsbæjar í Ólafsvík og á Hellissandi njóta mikilla vinsælda og eykst fjöldi gesta með hverju ári. Þegar fjöldi gesta á tjaldsvæðunum á liðnu sumri er tekinn saman kemur í ljós að þeim hefur fjölgað frá síðasta ári og tímabilið að lengjast. Í heild dvöldu 19.471 gestir á tjaldsvæðunum tveimur í sumar og hefur farið…Lesa meira

true

Hundraðasti skólanefndarfundurinn í FSN

Þriðjudaginn 26. nóvember síðastliðinn var fundur hjá skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Það er svo sem ekkert merkilegt nema fyrir þær sakir að þetta var hundraðasti fundur nefndarinnar en fyrsti fundurinn var árið 2003 og sá hundraðasti í nóvember 2024. Það var Björg Ágústsdóttir formaður nefndarinnar sem setti fundinn. Hlutverk skólanefndar er að marka áherslur í starfi…Lesa meira

true

Smørrebrød pop-up í Stykkishólmi

Annað árið í röð mun Sjávarborg í Stykkishólmi breytast í Smørreborg og í þetta skiptið verður það fyrstu helgina í desember, nánar tiltekið frá 5. – 8. desember. Markmiðið er göfugt og viðeigandi, að færa danska smurbrauðs jólastemningu til Stykkishólms. Skessuhorn heyrði hljóðið í einum af skipuleggjendum viðburðarins, Sigþóri Steini Ólafssyni. „Ég fæ smurbrauðsáhugann í…Lesa meira

true

Myndapistill 2 frá Halla Bjarna

Hér kemur annar myndapistillinn minn úr gömlu myndasafni. Nú hverfum við fimmtíu til sextíu ár aftur í tímann með myndum af æskuslóðunum á Vesturgötunni á Akranesi. M.a. myndum af því þegar reynitré var fjarlægt við húsið Garðbæ, sem var nr 105 við Vesturgötu, beint niður af Merkigerðinu. Þegar hér var komið sögu, líklega 1968-70 eða…Lesa meira