
Ásmundur Einar undirritar nýja reglugerð um afrekssjóð í skák. Ljósm. stjornarradid.is
Nýtt fyrirkomulag styrkveitinga í skák
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur undirritað nýja reglugerð um afrekssjóð í skák. Reglugerðin tilgreinir með hvaða hætti styrkveitingar til skákmanna munu fara fram. Ný lög um skák taka gildi 1. febrúar 2025. Þá verða störf og föst laun stórmeistara lögð niður. Auk styrkja til stórmeistara verður einnig hægt að úthluta styrkjum til framúrskarandi eða efnilegra skákmanna úr nýjum afrekssjóði. Stórmeistarar á launum frá ríkinu njóta forgangs til styrkja árið 2025.