
Jón Bjarnason í Garðbæ, með Moggapoka á öxlinni, líklega nýkominn frá að bera út blaðið í forföllum einhvers blaðberans en hann var umboðsmaður Morgunblaðsins og sá um dreifingu þess á Akranesi. Við því embætti tók hann af Oddi Sveinssyni í Brú. Hér er Jón með Þórði Árnasyni (Þórði á Höfðanum) nágranna sínum af Merkigerðinu að virða fyrir sér reynitréð þegar tönn bæjarýtunnar nálgast. Ljósmyndir: HB
Myndapistill 2 frá Halla Bjarna
Hér kemur annar myndapistillinn minn úr gömlu myndasafni. Nú hverfum við fimmtíu til sextíu ár aftur í tímann með myndum af æskuslóðunum á Vesturgötunni á Akranesi. M.a. myndum af því þegar reynitré var fjarlægt við húsið Garðbæ, sem var nr 105 við Vesturgötu, beint niður af Merkigerðinu.