Fréttir

Gómsætar kótelettur fyrir Gleðistjörnuna

Um síðustu helgi hélt pilta-hluti Club71 árlegt jólakótelettukvöld. Club71 er félagsskapur úr árgangi fólks fæddum 1971 á Akranesi og ýmsum fylgifiskum þeirra. Markmiðið er að sameina það að gleðjast og láta gott af sér leiða í leiðinni. Kvöldið tókst ljómandi vel þó með árunum séu félagar farnir að sofa töluvert fyrr en gert var á árum áður.

Gómsætar kótelettur fyrir Gleðistjörnuna - Skessuhorn