
Mynd tekin á mánudaginn af Sementsreitnum. Ljósm. hig
Grafið fyrir götum á Sementsreit
Gatnaframkvæmdir hófust í lok júlí í sumar á Sementsreitnum á Akranesi. Þar er verið að vinna að gatnagerð fyrir lóðir á austurhluta svæðisins. Gatnagerðin er á vegum Akraneskaupstaðar en lagnir eru á vegum Veitna. Aðalverktaki er jarðvinnufyrirtækið Þróttur ehf. á Akranesi. Að sögn Lárusar Ársælssonar, umhverfisstjóra Akraneskaupstaðar, hefur verkið tafist vegna breytinga sem þurfti að gera en horfur eru á að verkinu ljúki næsta vor.