Fréttir

Kynnir í dag bókina Rokið í stofunni

Bókin Rokið í stofunni eftir Guðrúnu J. Magnúsdóttur kom nýverið út. Fjallað er um hersetuna í Reykjavík árið 1942. Þrettán ára stúlka var handtekin og handjárnuð úti á götu. Færð með lögreglubifreið í varðhald. Næst var stúlkan dæmd til dvalar á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Þar voru vistaðar stúlkur er gefið var að sök að hafa átt náið samneyti við erlent setulið í landinu. Sagan segir frá stuttu og erfiðu lífi þessarar stúlku og byggir á dagbókum forstöðukonu á Kleppjárnsreykjum, lögregluskýrslum, dómum, bréfum, kirkjubókum og munnlegri frásögn þolenda.

Kynnir í dag bókina Rokið í stofunni - Skessuhorn