EuroBasket bikarinn kynntur í Kringlunni á morgun – laugardag

EuroBasket, eða EM í körfuknattleik karla 2025, fer fram í haust og munu íslensku strákarnir spila í Katowice í Póllandi. „EuroBasket bikarinn er nú á ferð um Evrópu í „trophy tour“ og stoppar hjá átta þjóðum af þeim 24 sem komast á mótið. Það verður í þeim fjórum þjóðum þar sem lokakeppnin fer fram ásamt…Lesa meira

Elizabeth Bueckers með þrennu í góðum sigri ÍA

Lið ÍA og Fylkis mættust í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Fyrir leikinn sátu bæði lið við botninn með sex stig. Skemmst er frá því að segja að Elizabeth Bueckers og stöllur hennar í liði ÍA fóru mikinn strax í upphafi leiks. Elizabeth skoraði fyrsta markið á 17. mínútu og Erna Björt Elíasdóttir bætti…Lesa meira

Sundfélag Akraness í öðru sæti í liðakeppni SSÍ

Um helgina fór fram Sumarmeistaramót Sundsambands Íslands í Hafnarfirði, sem jafnframt markar lok sundtímabilsins. Sundfélag Akraness átti frábært mót og hafnaði í öðru sæti í stigakeppni 16 ára og eldri. Á mótinu var einnig keppt í svokölluðu SKINS-sundi í 50 metra greinum. Þar keppa átta hröðustu sundmenn úr undanrásum í röð útsláttarumferða. Fyrst fara fjórir…Lesa meira

Einar Margeir Ágústsson í áttunda sæti á EM

Einar Margeir Ágústsson, sundmaður úr Sundfélagi Akraness, var einn af sex keppendum sem kepptu fyrir hönd Íslands á Evrópumeistaramótinu í 23 ára og yngri flokki, sem fram fór í Slóvakíu. Mótið var afar sterkt, með yfir 360 þátttakendum frá öllum hornum Evrópu. Einar Margeir náði glæsilegum árangri og synti sig inn í úrslit í 100…Lesa meira

Víkingur fór létt með Káramenn

Það var sannkallaður Vesturlandsslagur í Akraneshöllinni á sunnudaginn þegar leikmann Víkings í Ólafsvík sóttu Káramenn heim í tíundu umferð annarrar deildarinnar i knattspyrnu. Skemmst er frá því að segja að liðsmenn Kára sáu aldrei til sólar í leiknum. Luis Alberto Diez Ocerin skoraði fyrir Víking á 21. mínútu og annað mark á 37. mínútu. Luke…Lesa meira

Þorsteinn og Sara Íslandsmeistarar í götuhjólreiðum

Íslandsmót í Götuhjólreiðum (RR) fór fram í gær í Hvalfirði og Kjós. Keppnin hófst við Félagsgarð í Kjós en hjólaðir voru um 23 kílómetra langir hringir um Kjós og var endað á sama stað. Mótið í ár var haldið af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur (HFR). Sigurvegarar í Elíte flokkum, eftir æsispennandi keppnir, voru þau Þorsteinn Bárðarson og…Lesa meira

Baráttusigur ÍA í fyrsta leik undir stjórn Lárusar Orra

Lið Skagamanna gerði góða ferð á Ísafjörð í gær þar sem liðið mætti heimamönnum í Vestra. Fyrir leikinn má segja að liðin hafi í raun haft sætaskipti miðað við spár spekinga við upphaf móts. Lið Vestra í efri helmingi deildarinnar en lið ÍA sat á botninum. Leikurinn var fyrsti leikur ÍA undir stjórn nýráðins þjálfara…Lesa meira

Úrtaka Dreyra fyrir Fjórðungsmót

Hestamannafélagið Dreyri á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit hélt nýverið gæðingakeppni og úrtöku fyrir Fjórðungsmót. Glæsilegasti hestur mótsins var Jaki frá Skipanesi en hæst dæmda hryssa mótsins var Elja frá Birkihlíð. Eftirtaldir eru á leið á FV sem fulltrúar Dreyra: A flokkur gæðinga Styrmir frá Akranesi, knapi Sigurður Sigurðarson 8,58 Orfeus frá Efri Hrepp, knapi Auðunn…Lesa meira

Stóðu sig vel á aldursflokkamóti í sundi

Sundfélag Akraness prúðasta liðið og Karen Anna Orlita Íslandsmeistari aldursflokka Helgina 20.–22. júní fór fram Íslandsmeistaramót aldursflokka í sundi sem að þessu sinni var haldið á Akureyri. Sundmótið var fyrir 15 ára og yngri og alls tóku um 210 keppendur frá tíu félögum um land allt þátt í mótinu. Til að öðlast keppnisrétt þurftu sundmenn…Lesa meira

Enn syrtir í álinn hjá ÍA

Dean Martin fékk það erfiða hlutverk að stýra liði ÍA í tólftu umferð Bestu-deildar karla þegar lið Stjörnunnar mætti á Elkem-völlinn í gærkvöldi. Leikurinn fór vel af stað og liðin áttu sín færi. Það voru hins vegar Stjörnumenn sem skoruðu mörkin að þessu sinni. Það var Benedikt V. Warén sem kom Stjörnunni yfir á 41.…Lesa meira