Snæfell og Haukar mættust í tíundu umferð Subway deildar kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og var viðureignin í Hólminum. Fyrir leik var Snæfell á botni deildarinnar enn án stiga á meðan Haukar voru í sjöunda sæti með átta stig. Liðin skiptust á að ná forystu í fyrsta leikhluta og munurinn var mest fimm stig í…Lesa meira
Aðaltvímenningi Bridgefélags Borgarfjarðar lauk í gærkvöldi. Keppnin stóð yfir í fjögur kvöld en þrír bestu árangrar giltu til verðlauna. Fyrir lokakvöldið var ljóst að stefndi í spennandi úrslit þar sem að minnsta kosti fimm pör gátu hreppt gullið. Úrslitin urðu þau að Jón Eyjólfsson og Baldur Björnsson höfðu sigur, með 177,6 stigum. Í öðru sæti,…Lesa meira
Snæfell tók á móti Breiðabliki í Subway deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í íþróttahúsinu við Borgarbraut í Stykkishólmi. Fyrir leik höfðu bæði lið tapað öllum sínum leikjum á tímabilinu og því alveg ljóst að tapliðið myndi sitja eitt á botni deildarinnar að leik loknum. Gestirnir úr Kópavoginum byrjuðu betur í leiknum…Lesa meira
Íslandsmót félagsliða 2023 í pílu fór fram með pompi og prakt um síðastliðna helgi á Bullseye Reykjavík en átta aðildarfélög ÍPS í karlaflokki tóku þátt og fimm af þeim sendu einnig inn kvennalið. Keppt var því um tvo Íslandsmeistaratitla; í karla- og kvennaflokki. Á laugardag var keppt í tvímenningi og einmenningi og á sunnudag var…Lesa meira
Borgnesingarnir Jósep Magnússon og Kristinn Óskar Sigmundsson kepptu um helgina í rúmlega 100 km fjallahlaupi á Spáni, nánar tiltekið hlaupi sem nefnist Costa Blanca Trails 103. Hlaupið byrjar og endar í Finestrat skammt norður af Alicante. Hlaupaleiðin er afar stórgrýtt og liggur um stórskorið fjalllendi með giljum og gljúfrum utan í snarbröttum hlíðum. Samanlögð hækkun…Lesa meira
Kraftlyftingafélag Akraness hélt Íslandsmót unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum síðasta laugardag. Félagið var í góðu samstarfi við Ægi Gym, sem sá um að útvega húsnæði fyrir mótið í aðstöðu þeirra að Hafnarbraut 8 á Akranesi, ásamt því að sjá um skipulag og uppsetningu mótsins. Met þátttaka var á mótinu en 81 keppandi var skráður…Lesa meira
Síðasti sunnudagur var ansi góður hjá Keilufélagi Akraness en dagurinn hófst á æfingu ungmenna og var mikil leikgleði að venju og miklar mælanlegar framfarir. Félagsfólk var í salnum frá því um tíu leytið að morgni til um klukkan 22. Fyrst var æfingin, svo deildarleikur ÍA og síðan var Pepsi mótið um kvöldið. Það er mót…Lesa meira
Það er óhætt að segja að leikmenn Snæfells hafi ekki riðið feitum hesti í gærkvöldi þegar þær mættu Njarðvík í áttundu umferð Subway deildar kvenna í körfuknattleik. Síðasti leikur Snæfells var í lok október og því um þrjár vikur síðan og má segja og skrifa að þær hafi verið smá ryðgaðar í byrjun leiks. Heimakonur…Lesa meira
Síðasta föstudagskvöld ferðuðust leikmenn Snæfells á Meistaravelli í Vesturbæinn til að spila við KR í 1. deild karla í körfuknattleik. Það var ekki að sjá í fyrri hálfleik að liðin væru á sitt hvorum enda deildarinnar og líklega kom mótstaða Snæfells heimamönnum mjög á óvart. Í byrjun leiks skiptust liðin á að ná forystu, eftir…Lesa meira
Skallagrímur og Fjölnir tókust á í sjöundu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn í Fjósinu í Borgarnesi. Fyrir leik voru gestirnir taplausir á toppi deildarinnar með tólf stig en Skallagrímur um miðja deild með sex stig. Fjölnir byrjaði betur í fyrsta leikhluta og náði 7:12 forskoti og virkuðu hraðir og…Lesa meira