Íþróttir

true

Breiðablik lagði Snæfell í miklum baráttuleik

Lið Snæfells og Breiðabliks áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik í miklum baráttuleik í Stykkishólmi í gærkvöldi. Lið Breiðabliks hefur verið við topp deildarinnar undanfarið en lið Snæfells í neðri hlutanum. Fyrirfram voru því líkurnar á sigri Breiðabliksmegin. En líkur duga lítt er á reynir eins og sannaðist í Hólminum. Fyrri hluti leiksins…Lesa meira

true

Fyrsti leikurinn í milliriðli á EM spilaður í dag

Landslið karla í handbolta spilar í dag sinn fyrsta leik í milliriðli II á EM þegar það mætir Króatíu. Leikurinn hefst klukkan 14:30 og verður sýndur í beinni útsendinu í Ríkissjónvarpinu. Annar leikur í milliriðli verður á sunnudaginn klukkan 17 þegar spilað verður við fyrnasterkt lið Svíþjóðar. Þriðji leikurinn er svo á dagskrá á þriðjudaginn…Lesa meira

true

Skagamenn töpuðu á Álftanesi

Lið ÍA í Bónus deild karla í körfuknattleik hélt á Álftanes í gærkvöldi þar sem það mætti heimamönnum í Kaldalónshöllinni. Skagamenn hófu leikinn af krafti og höfðu frumkvæðið nánast allan fyrsta leikhlutann. Höfðu þegar best lét 13 stiga forystu en í lok leikhlutans var staðan Skagamönnum í vil 22-28. Leikmenn Álftaness snéru taflinu við í…Lesa meira

true

Kristín Eir valin í landsliðshóp U21 í hestaíþróttum

Sigvaldi Lárus Guðmundsson landsliðsþjálfari U21 landsliðs Íslands í hestaíþróttum hefur valið 19 manna landsliðshóp sinn fyrir næsta starfsár. Verkefni hópsins er m.a. Norðurlandamót í Svíþjóð í ágúst. Þar gefst ungum landsliðknöpum tækifæri til að ná sér í gríðarlega mikilvæga reynslu á alþjóðlegu móti, en svo verður markið sett á Heimsmeistaramót 2027 sem verður haldið í…Lesa meira

true

Stjörnuleikar á sunnudaginn

Stjörnuleikar verkefnisins „Allir með“ verða haldnir í íþróttahúsinu á Vesturgötu í samstarfi við ÍA næstkomandi sunnudag, klukkan 11:00–13:00. Viðburðurinn er ætlaður börnum og ungmennum allt að 18 ára aldri sem hafa sérþarfir, sem og þeim sem ekki hafa fundið sig innan hefðbundins íþróttastarfs. „Lögð er áhersla á jákvætt, öruggt og styðjandi umhverfi þar sem allir…Lesa meira

true

48 ára aldursmunur á elsta og yngsta leikmanninum

Lið Grundarfjarðar í meistaraflokki kvenna í blaki lagði land undir fót um liðna helgi til að spila við lið Sindra frá Höfn í Hornafirði. Lagt var af stað á föstudaginn en leikurinn sjálfur var svo spilaður á laugardag. Lið Grundarfjarðar var þunnskipað og vantaði nokkra leikmenn. Af þeim sökum ferðaðist hin 12 ára gamla Ellen…Lesa meira

true

Sætir sigrar hjá Vesturlandsliðunum í 1. deild

Fjórtánda umferð 1. deildar karla í körfuknattleik hófst á föstudaginn. Lið Snæfells hélt til Akureyrar þar sem það mætti Þór í Höllinni. Leikurinn var afar jafn frá upphafi til enda og liðin skiptust á forystunni nánast allan leikinn. Eftir fyrsta leikhluta höfðu Snæfellingar yfirhöndina 16-18 en á hálfleik voru það heimamenn sem leiddu 36-33. Að…Lesa meira

true

Selfyssingurinn sterki gengur til liðs við ÍA

Guðmundur Þórarinsson hefur skrifað undir samning við Knattspyrnufélag ÍA til næstu tveggja ára. Guðmundur hefur um þrettán ára skeið leikið sem atvinnumaður erlendis, nú síðast með armenska félaginu FC Noah. Hann hefur leikið á undanförnum árum í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Bandaríkjunum og Grikklandi. Á ferlinum hefur hann orðið deildar- og bikarmeistari í Noregi, meistari í…Lesa meira

true

ÍA tapaði gegn Njarðvík og vermir botnsætið

Lið ÍA og Njarðvíkur mættust í Bónus deild karla í körfuknattleik í IceMar-höllinni í Njarðvík á föstudagskvöldið. Bæði liðin hafa átt erfitt uppdráttar í vetur. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og að honum loknum höfðu heimamenn yfir 19-17. Í öðrum leikhluta jókst forskot Njarðvíkur og í hálfleik var staðan 44-36. Enn jókst munurinn…Lesa meira

true

Tómas spilaði fullkominn leik í keilunni

Í gær fór fram deildarleikur í annarri deild í keilu. Spilað var í keilusalnum við Vesturgötu á Akranesi. Ellefu lið spila í deildinni og þar af koma þrjú af Akranesi. Í gær kepptu ÍA-B og ÍA-C. Það fyrrnefnda bar sigur úr býtum, en það skipa þau Jóhanna Nína Karlsdóttir, Anton Kristjánsson og Tómas Freyr Garðarsson.…Lesa meira