Íþróttir

true

Hlutu viðurkenningar á lokahófi 2. flokks KFÍA

Nýverið fór fram lokahóf 2. flokks karla og kvenna hjá Knattspyrnufélagi ÍA. Veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur, efnilegustu leikmenn og fyrirmyndarleikmenn flokkanna. Á sama tíma var úrskrifaðir elstu leikmenn flokkanna sem ganga nú upp úr 2. flokki og hafa því lokið sínum yngri flokka ferli. Fyrirmyndarleikmenn 2. flokks Í ár var það Benedikt Ísar…Lesa meira

true

Sprækir Skagamenn fagna tímamótum

Um þessar mundir er eitt ár síðan verkefnið Sprækir Skagamenn 60+ hóf göngu sína. Raunar er orðið ganga í þessu sambandi rangnefni um þetta hreystiverkefni sem fangað hefur hug fólks á virðulegum aldri að undanförnu. Verkefnið er afrakstur samstarfs Íþróttabandalags Akraness og Akraneskaupstaðar og er ætlað fólki 60 ára og eldra. Þrisvar í viku kemur…Lesa meira

true

Góð frammistaða sundfólks SA á Nettómóti Ægis

Nettómót Ægis fór fram um síðustu helgi. 24 sundmenn á aldrinum 8–14 ára frá Sundfélagi Akraness tóku þátt í mótinu, sem var fyrsta keppni haustsins fyrir yngri iðkendur eftir sumarfríið. Fjölmargir tóku þátt í sínu fyrsta sundmóti og stóðu sig með prýði. Einnig voru margar góðar bætingar hjá öllum og frábær stemning í hópnum allan…Lesa meira

true

Dregið í VÍS bikarnum í körfunni

Dregið var í 32 liða úrslit VÍS bikars karla í Laugardalnum í dag. Dregið verður í 16 liða úrslit karla og kvenna mánudaginn 3. nóvember. Eins og kom fram í bikardrættinum þá fer leikur Hattar og Tindastóls fram 26.-27. október vegna þátttöku Tindastóls í ENBL deildinni. Alls voru 26 lið skráð til leiks og því…Lesa meira

true

Kristín stimplaði sig rækilega inn að nýju í lyftingunum

Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona úr Borgarfirði, sem keppir fyrir ÍA, varð um helgina Íslandsmeistari í klassískum lyftingum. Kristín gjörsigraði í 84 kílóa flokknum með því að lyfta samanlagt 570,5 kílóum. Jafnfram náði hún besta árangri á mótinu, fékk 107,9 stig en engin önnur kona komst yfir 86 stigin. Kristín var með þátttöku á mótinu að stimpla…Lesa meira

true

Snæfellskonur með sigur í fyrsta leik

KV tók á móti Snæfelli á Meistaravöllum í fyrstu umferð 1. deildar kvenna í körfuknattleik á laugardaginn. Leikar fóru þannig að Snæfell knúði fram nauman sigur; 64-62.  Þær Anna Soffía Lárusdóttir og Valdís Helga Alexandersdóttir voru atkvæðamestar hjá Snæfelli, gerðu báðar 22 stig fyrir gestina, Adda Sigríður Ásmundsdóttir setti tíu stig, Natalía Mist Þráinsdóttir 6,…Lesa meira

true

Fimmti sigurinn í röð og Skagamenn nálgast markmiðið

Karlalið ÍA í Bestu deildinni í knattspyrnu hélt til Eyja í gær og spilaði þýðingarmikinn leik í þræsingsvindi á Hásteinsvelli gegn ÍBV. Ferðin var til fjár í ljósi 2-0 sigurs gestanna sem með þessum úrslitum eru langt komnir með að tryggja veru sína í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Þetta er þó engan veginn…Lesa meira

true

Magnaður sigur Skagaliðsins í fyrsta leik í Bónusdeildinni

Í gærkveldi hófst keppni í Bónus deild karla í körfubolta með fjórum leikjum. KR sigraði Íslandsmeistara Stjörnunnar, Álftanes rúllaði yfir Ármann og Keflavík sigraði ÍR. Nýliðar ÍA fengu Þór Þorlákshöfn í heimsókn. Leikurinn var spilaður í Íþróttahúsinu við Vesturgötu, en ráðgert er að næsti heimaleikur liðsins verði spilaður í framtíðar húsnæði þess í nýja íþróttahúsinu…Lesa meira

true

Jón Þór kemur Vestra til aðstoðar

Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson mun taka við þjálfun Vestra og stýra liðinu í síðustu þremur leikjum liðsins í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Hann stýrði liðinu síðast hluta leiktíðar síðsumars 2021. Nú tekur hann við liðinu af Davíð Smára Lamude sem var rekinn sem þjálfari í gær. Vestri birti tilkynningu á Facebook-síðu sinni…Lesa meira

true

Körfuboltinn tekur flugið

Þessa dagana minnir haustið á sig með ýmsu móti. Eitt af skemmtilegri merkjum þess er að keppnir í hinum svokölluðu inniíþróttum landsmanna hefjast. Það á ekki síst við um körfuknattleikinn. Spennan fyrir komandi keppnistímabili er án efa einna mest á Akranesi þar sem lið ÍA mun etja kappi í deild þeirra bestu í vetur, Bónus…Lesa meira