Margt var um manninn á Hvanneyri á sunnudaginn en þá fór fram Sverrismót í knattspyrnu. Mótið er árlegt, haldið af Ungmennafélaginu Íslendingi, til minningar um Sverri Heiðar Júlíusson íþrótta- og æskulýðsleiðtoga á Hvanneyri. Mótið var fyrst sett á laggirnar árið 2009 og hefur síðan fest sig í sessi að frátöldu einu ári. Ungir sem aldnir…Lesa meira
ÍA og Grótta tókust á í síðustu umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn í Akraneshöllinni. Mikilvægi leiksins var mismunandi hjá liðunum, ÍA var um miðja deild en Grótta var í hörkubaráttu við Fram um að komast upp í Lengjudeildina ásamt FHL. Fyrsta færi leiksins átti Arnfríður Auður Arnarsdóttir leikmaður Gróttu strax…Lesa meira
Kári og Augnablik áttust við í 3. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og var viðureignin í Akraneshöllinni. Fyrir leik gat Kári með sigri í leiknum tryggt sér sigur í deildinni á meðan Augnablik var úr leik í toppbaráttunni. Vel var mætt í Akraneshöllina og fá sæti laus enda tilhlökkun að Kári gæti tekið á…Lesa meira
Ægir og Víkingur mættust í næstsíðustu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu í gær og var leikurinn á GeoSalmo vellinum í Þorlákshöfn. Aðstæður voru ágætar til knattspyrnuiðkunar, yfir tíu gráður og smá vindur og völlurinn í ansi góðu ásigkomulagi. Með sigri gátu Ólsarar komist upp í annað sæti deildarinnar að því gefnu að Völsungur og…Lesa meira
Árborg og Skallagrímur áttust við í lokaumferð 4. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var viðureignin á Jáverk-vellinum á Selfossi. Það var ansi mikið undir í þessum leik hjá báðum liðum. Skallagrímur gat með sigri tryggt sæti sitt í deildinni á meðan lið Árborgar er í harðri toppbaráttu við Ými og um sæti í…Lesa meira
Drífa Harðardóttir frá Akranesi náði þeim frábæra árangri að verða þrefaldur Evrópumeistari í badminton á Evrópumótinu í flokki 35 ára og eldri sem fram fór í Belgíu 25. til 31. ágúst síðastliðinn. Drífa keppti í öllum þremur greinunum; einliða- tvíliða- og tvenndarleik, og sigraði í þeim öllum. Á vef Badmintonsambands Íslands kemur fram að í…Lesa meira
Skagamaðurinn og hinn næstum fimmtugi Hjörtur Júlíus Hjartarson fór á dögunum holu í höggi á Garðavelli á Akranesi. Hjörtur, sem er félagsmaður í Golfklúbbnum Leyni, náði draumahögginu á þriðju holu vallarins og er þar með orðinn félagi í Einherjaklúbbi Íslands. Hjörtur er þriðji kylfingurinn sem fer holu í höggi á Garðavelli í sumar. Sveinbjörn Rögnvaldsson,…Lesa meira
Íslandsmót golfklúbba 2024 í 2. deild karla í flokki 50 ára og eldri fór fram á Vestmannaeyjavelli 22.-24. ágúst. Golfklúbburinn Leynir frá Akranesi sendi vaska sveit til leiks sem gerði sér lítið fyrir og landaði gullinu við erfiðar aðstæður og hörku keppni. Sveitin var skipuð þeim Pétri Vilbergi Georgssyni, Kristvini Bjarnasyni, Þórði Má Jóhannessyni, Þórði…Lesa meira
Sunnudaginn 8. september verður haldið Sverrismót í knattspyrnu á Hvanneyri. Mótið er haldið árlega og er til minningar um Sverri Heiðar Júlíusson íþrótta- og æskulýðsleiðtoga á Hvanneyri. Leikið verður á Sverrisvelli og hefst mótið klukkan 13. Skipt verður í eftirfarandi aldursflokka (miðað við fæðingarár): 9 ára og yngri, 10-14 ára og 15 ára og eldri.…Lesa meira
Búið er að stofna lyftingadeild fyrir ólympískar lyftingar undir merkjum Kraftlyftingafélags Akraness. Lyftingadeild Akraness hefur verið skráð hjá Lyftingasambandi Íslands LSÍ og er æfingaaðstaða deildarinnar í húsakynnum Ægis Gym á Akranesi. „Með stofnun deildarinnar bætist í flóru þeirra fjölda íþróttagreina sem hægt er að iðka á Akranesi og leysir þann vanda að núverandi iðkendur í…Lesa meira