Bogfimiæfingar hafnar á Reykhólum

Í Reykhólahreppi hefur undanfarið vaknað töluverður áhugi á bogfimi. Miðvikudaginn 15. mars síðastliðinn komu í heimsókn þau Guðmundur Guðjónsson og Valgerður Einarsdóttir Hjaltested frá Bogfimisambandi Íslands og voru þau að kenna undirstöðuatriði í bogfimi og meðferð og umhirðan búnaðarins. Stefnan er að allir sem hafa áhuga á bogfimi geti mætt á vikulegar æfingar í greininni…Lesa meira

Víkingur Ólafsvík vann ÍH í Lengjubikarnum

ÍH og Víkingur Ólafsvík áttust við í riðli 1 í B deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í gær og var leikurinn í knattspyrnuhöllinni Skessunni í Hafnarfirði. Ein deild er á milli liðanna á Íslandsmótinu, Víkingur leikur í annarri deild í sumar en ÍH í þeirri þriðju. Guðbjörn Smári Birgisson kom Víkingi yfir á tíundu mínútu…Lesa meira

Snæfell tapaði með minnsta mun fyrir deildarmeisturunum

Stjarnan og Snæfell mættust í síðustu umferð 1. deildar kvenna í körfuknattleik á þessu tímabili á laugardaginn og fór leikurinn fram í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Fyrir leik var ljóst að Stjarnan var deildarmeistari og að Snæfell myndi enda í þriðja sæti þannig að það var lítið undir í leiknum, nema stoltið. Leikurinn fór rólega af…Lesa meira

Keppt í tvígangi á götuleikum Dreyra

Hestamannafélagið Dreyri hélt götuleika númer tvö veturinn 2023 í gær. Keppt var tvígangi sem samanstendur af fegurðartölti og brokki. 18 keppendur voru skráðir til leiks og gekk keppni vel auk þess sem fjölmenni var á áhorfendapöllunum. Götumót Dreyra er stillt upp sem stigakeppni og skrá keppendur sig í lið eftir staðsetningu; efri,- neðri- eða sveitagatan.…Lesa meira

Skagamenn skelltu nýkrýndum deildarmeisturum

Álftanes og ÍA áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var viðureignin á Álftanesi. Eftir leik fengu heimamenn deildarmeistarabikarinn afhentan en á mánudaginn tryggðu þeir sér sæti í Subway deildinni með sigri á Skallagrími. Svo virtist sem Álftnesingar væru ekki alveg búnir að jafna sig eftir fagnaðarlætin í byrjun vikunnar því…Lesa meira

ÍA vann ÍH í Lengjubikarnum

ÍA og ÍH mættust í riðli 1 í C deild kvenna í Lengjubikarnum í gærkvöldi og var leikurinn í Akraneshöllinni. Það var hin unga og efnilega Sunna Rún Sigurðardóttir sem er fædd árið 2008 sem skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mínútu. Hún fékk þá sendingu frá Selmu Dögg Þorsteinsdóttur á miðjum velli, sólaði tvo…Lesa meira

Álftanes komið í Subway deildina eftir sigur á Skallagrími

Álftanes og Skallagrímur áttust við á Álftanesi í gærkvöldi og með sigri gátu heimamenn tryggt sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins. Heimamenn virtust yfirspenntir og smá taugaveiklaðir í byrjun leiks því Skallagrímur komst í 4:9 eftir tæpan tveggja mínútna leik. Álftanes náði þó fljótlega áttum og staðan 15:15 um miðbik…Lesa meira

Fimm Akranesmet hjá sundmönnum ÍA um helgina

Tólf sundmenn frá Sundfélagi Akraness tóku þátt á Ásvallamóti Sundfélags Hafnarfjarðar um helgina. Mótinu lauk á sunnudag en alls tóku 240 keppendur frá 15 félögum þátt. Sundfólk ÍA stóð sig mjög vel. Eitt gull, átta silfur og fjögur brons var niðurstaðan hjá sundfólkinu. Akranesmet var sett í 4×50 metra fjórsundi, blandaðri sveit en hana skipuðu…Lesa meira

Skallagrímur tapaði fyrir SR í Lengjubikarnum

Skallagrímur tók á móti Skautafélagi Reykjavíkur í riðli 4 í C deild Lengjubikars karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn í Akraneshöllinni. Gestirnir komust yfir með marki frá Luis Cabambe á 41. mínútu og þannig var staðan í hálfleik, 0-1 fyrir SR. Það var aldeilis fjör í seinni hálfleik og alls voru skoruð sex…Lesa meira

Magnús Sigurjón valinn í landsliðið í keilu

Karlalandslið Íslands í keilu, sem tekur þátt í EMC-2023, hefur verið valið. Mótið verður haldið í Wittelsheim í Frakklandi í byrjun júní og er úrtökumót fyrir HM í Kuwait síðar á árinu en tólf stigahæstu Evrópuþjóðirnar komast á HM. Meðal þátttakenda eru Skagamennirnir Magnús Sigurjón Guðmundsson úr Keilufélagi ÍA og Skúli Freyr Sigurðsson sem spilar…Lesa meira