
Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson var valinn besti leikmaður Knattspyrnufélags Kára og Tómas Týr Tómasson efnilegasti leikmaður félagsins. Þetta var tilkynnt á sameiginlegu lokahófi Kára og ÍA sem haldið var á laugardagskvöldið. Jafnframt fékk markahæsti leikmaður Kára í sumar, Matthías Gunnarsson, verðlaun fyrir sína frammistöðu.Lesa meira








