
Ungmennafélag Grundarfjarðar vinnur nú hörðum höndum við að setja upp glæsilega píluaðstöðu í kjallaranum að Grundargötu 30. Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, formaður UMFG, fékk hugmyndina og Tryggvi Hafsteinsson stjórnarmaður hefur keyrt þetta verkefni áfram og fengið liðsinni margra sjálfboðaliða og áhugamanna um píluíþróttina. Ungmennafélagið hefur fengið nokkra styrki fyrir uppbyggingunni eins og frá ÍSÍ og Lions…Lesa meira







