Íþróttir

true

UMFG setur upp píluaðstöðu

Ungmennafélag Grundarfjarðar vinnur nú hörðum höndum við að setja upp glæsilega píluaðstöðu í kjallaranum að Grundargötu 30. Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, formaður UMFG, fékk hugmyndina og Tryggvi Hafsteinsson stjórnarmaður hefur keyrt þetta verkefni áfram og fengið liðsinni margra sjálfboðaliða og áhugamanna um píluíþróttina. Ungmennafélagið hefur fengið nokkra styrki fyrir uppbyggingunni eins og frá ÍSÍ og Lions…Lesa meira

true

Skagamenn úr leik í bikarnum

Lið ÍA og Keflavíkur mættust í 16 liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfuknattleik í AvAir höllinni á Akranesi í gærkvöldi. Leikurinn varð aldrei spennandi eins og oft gerist í bikarleikjum, slíkir voru yfirburðir Keflavíkur. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 18-29 og í hálfleik 36-49. Í leikslok höfðu liðsmenn Keflavíkur skorað 102 stig gegn 71…Lesa meira

true

Góður sigur Skallagríms á Meistaravöllum

Lið Skallagríms í körfuknattleik gerði góða ferð í Vesturbæ höfuðborgarinnar á föstudagskvöldið. Þar mættust lið Skallagríms og KV í 1. deild karla. Skallagrímsmenn mættu mun ákveðnari til leiks og voru með frumkvæðið megnið af leiknum. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 25-14 Skallagrími í vil og í hálfleik var staðan 40-51. Í þriðja leikhluta jókst forysta…Lesa meira

true

Jólasveinar briddsfélagsins

Áratuga hefð er fyrir því hjá Bridgefélagi Borgarfjarðar að koma saman á föstudagskvöldi á aðventu og spila jólasveinatvímenning. Þá gerir fólk jafnan vel við sig í mat og drykk. Jón bóndi á Kópareykjum og formaður leggur meðal annars til tvíreykt, furukryddað sauðalæri auk þess sem kökur og kruðerí er á borðum. Kerfið er brotið upp…Lesa meira

true

Stjarnan skein skært á Akranesi

Íslandsmeistarar Stjörnunnar í körfuknattleik mættu nýliðum Skagamanna í gærkvöldi í Bónus-deildinni í körfuknattleik í AvAir höllinni á Jaðarsbökkum. Lið ÍA skoraði fyrstu tvö stig leiksins en síðan var leikurinn í stuttu máli sagt Stjörnunnar. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 19-36 og í hálfleik var staðan 43-67. Leiknum lauk svo með sigri Stjörnunnar sem skoraði…Lesa meira

true

Héldu Jólamót í pútti

Pútthópur eldri borgara í Borgarbyggð hélt jólamót í pútti í morgun í aðstöðu sinni í kjallara Menntaskóla Borgarfjarðar, sem kölluð er Púttheimar. Til leiks mættu 12 konur og 13 karlar. Keppnin var jöfn og spennandi. Í kvennaflokki varð Guðrún Helga Andrésdóttir hlutskörpust á 58 höggum. Önnur varð Rannveig Finnsdóttir á 59 höggum og þriðja Ásdís…Lesa meira

true

Greiðslur úr Ferðasjóði íþróttafélaga halda ekki í við verðlag

Greiðslur úr Ferðasjóði íþróttafélaga halda ekki í við aukinn ferðaskostnað á árunum 2018-2024. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Mennta- og barnamálaráðuneytið lét vinna og hefur kynnt. Ferðasjóðurinn hefur frá árinu 2007 veitt styrki til íþrótta- og ungmennafélaga í landinu vegna keppnisferða innanlands. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hafa…Lesa meira

true

Snæfell beið lægri hlut gegn ÍR

Lið Snæfells í 1. deild körfuknattleiks kvenna mætti ÍR í Skógarseli í Breiðholti á laugardaginn. Leikurinn var nokkuð jafn á köflum en frumkvæðið var oftar í höndum leikmanna ÍR. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 16-11 og í hálfleik var staðan 28-21 og leiknum lauk með sigri ÍR sem skoraði 64 stig gegn 57 stigum…Lesa meira

true

Fyrsta kvennamót Pílufélags Akraness

Fyrsta 501 kvennamót Pílufélags Akraness fór fram í gær í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu. Sautján konur tóku þátt en spilað var í fjórum riðlum og útsláttarkeppni. „Viktoría stóð uppi sem sigurvegari og hlaut ekki bara glæsilegan verðlaunagrip heldur einnig gjafabréf í Kallabakaríi. Dísa tók annað sætið, ásamt silfurpening og gjafabréfi í Kallabakaríi. Það var svo…Lesa meira

true

Búið er að setja upp golfhermi í Grundarfirði

Grundfirskir golfiðkendur geta glaðst yfir framtakssemi eigenda flutningafyrirtækisins Ragnars og Ásgeirs ehf en þeir hafa nýverið sett upp glæsilegan golfhermi á athafnasvæði fyrirtækisins. Nú er hægt að æfa sveifluna við frábærar aðstæður yfir vetrartímann og þegar ekki viðrar til æfinga utan dyra. Golfhermirinn var opnaður föstudaginn 5. desember en þá var áhugasömum boðið að koma…Lesa meira