Mánudaginn 14. apríl var haldið bocciamót í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Sextán lið tóku þátt og komu þau frá fjórum félögum í Húnaþingi-vestra, Mosfellsbæ, Akranesi og úr Borgarbyggð. Keppt var í fjórum fjögurra liða riðlum og spilaðir 24 leikir. Sigurvegarar í hverjum riðli kepptu svo í milliriðli og að síðasta léku sigurvegarar til úrslita. Alls voru…Lesa meira
Rætt við Pétur Má Sigurðsson, þjálfara Skallagríms í 1. deild karla í körfubolta um tímabilið sem endaði í liðnum mánuði Skallagrímur í Borgarnesi spilaði í 1. deild karla í körfubolta á nýliðnu tímabili en Pétur Már Sigurðsson skrifaði síðasta sumar undir tveggja ára samning um þjálfun liðsins. Lið Skallagríms hefur verið í 1. deild karla…Lesa meira
Stjarnan og ÍA áttust við í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á Samsungvellinum í Garðabæ. Áhorfendur sem komu á leikinn voru rétt um þúsund og aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki góðar, frekar kalt var á leiknum og mikill vindur. Leikurinn var frekar tíðindalaus fyrstu tuttugu mínúturnar, liðin voru…Lesa meira
Átta sundmenn frá Sundfélagi Akraness kepptu á Íslands- og Unglingameistaramóti Íslands (IM50) sem fram fór í Laugardalslaug um helgina. Þeir stóðu sig með mikilli prýði og unnu til fjölda verðlauna, settu ný Akranesmet og náðu landsliðslágmörkum. Alls unnu keppendur ÍA Íslandsmeistaratitil, fjögur silfurverðlaun og fimm bronsverðlaun. Þrjú landsliðslágmörk náðust, og sett voru sjö ný Akranesmet…Lesa meira
Snæfell heimsótti Hamar á sunnudagskvöldið í hreinum úrslitaleik um hvort lið færi áfram í fjögurra liða úrslit 1. deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginu var 2-2 fyrir kvöldið. Fyrstu mínútur leiksins einkenndust að örlitlum taugatrekkingi þar sem liðin voru ekki að nýta opin skot og mátti sjá nokkra tapaða bolta. Þegar fyrsti leikhluti var…Lesa meira
Víkingur Ólafsvík tók á móti liði Smára í 2. umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á gervigrasvellinum í Ólafsvík. Víkingur spilar í 2. deild á Íslandsmótinu í sumar á meðan Smári spilar í fimmtu og neðstu deild. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi mæta Úlfunum í 32-liða úrslitum en þeir…Lesa meira
Snæfell tók á móti Hamri í Hveragerði í gær í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta. Fyrir leikinn var Hamar með 2-1 forystu en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit. Þéttsetið var í áhorfendastúkunni í Fjárhúsinu, íþróttahúsi Stykkishólms og mikil spenna. Liðin skiptust á körfum í byrjun leiks…Lesa meira
Lokamót Vesturlandsdeildarinnar í hestaíþróttum fór fram í Faxaborg í gærkvöldi. Keppt var í tölti og skeiði í gegnum höllina og var mikil spenna i loftinu þar sem mjög mjótt var á munum í bæði einstaklings- og liðakeppninni. Það fór svo þannig að Guðmar Þór Pétursson skaust fram úr keppinautum sínum eftir góða skeiðspretti og náði…Lesa meira
Það var stór dagur hjá Pílufélagi Akraness á sunnudaginn þegar fyrsta Akranes meistaramót U-18 fór fram í aðstöðu félagsins á Vesturgötunni. Mörg flott tilþrif sáust og eitt er víst að framtíðin er björt í pílunni á Skaganum. Spilað var í tveimur riðlum og svo beinn útsláttur. Það var Arnar Gunnarsson sem stóð uppi sem sigurvegari…Lesa meira
Lokamótið í KB mótaröðinni í hestaíþróttum fór fram síðastliðinn laugardag í Faxaborg. Keppt var í gæðingakeppni í öllum flokkum. KB mótaröðin er einnig liða- og einstaklingskeppni og telja öll þrjú mótin til stiga. Stigahæsta liðið var Devold en liðsstjóri þar var Ámundi Sigurðsson. Stigahæsti keppandi deildarinnar var Kristín Eir Hauksdóttir á Skáney. Einnig er valinn…Lesa meira