Oliver Stefánsson knattspyrnumaður í ÍA hefur verið seldur til pólska félagsins GKS Tychy og hefur því spilað sinn síðasta leik með ÍA, í bili að minnsta kosti. GKS Tychy leikur í I liga í pólsku deildakeppninni sem er önnur efsta deildin. Keppnistímabil deildarinnar er að hefjast þessa dagana. GKS Tychy endaði í sjöunda sæti deildarinnar…Lesa meira
Körfuknattleiksfélag ÍA undirbýr nú næsta keppnistímabil þar sem liðið mun leika í Bónusdeildinni og þar að auki í nýrri íþróttahöll. Á dögunum var gengið frá samningi við Gojko Sudzum um að leika með ÍA. Gojko er 204 cm fram- og miðherji sem lék síðasta vetur með KK Jahorina Pale í efstu deild körfuboltans í Bosníu…Lesa meira
Í gær voru spilaðir leikir í 16 liða úrslitum fotbolti.net bikarsins, en það er eins og kunnugt er bikarmót karlaliða í neðri deildum. Þetta er þriðja tímabilið sem þessi skemmtilega keppni, yngsta og sprækasta bikarkeppni landsins, fer fram. Víðir í Garði varð fyrst félaga til að lyfta bikarnum á Laugardalsvelli og í fyrra var það…Lesa meira
Lið ÍA í Lengjudeild kvenna sótti Aftureldingu heim í Malbiksstöðina að Varmá í Mosfellsbæ í gærkvöldi í tíundu umferð deildarinnar. Fyrir leikinn var lið Aftureldingar eitt og yfirgefið á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig. Heimakonur náðu forystunni á 16. mínútu með marki Hlínar Heiðarsdóttur en Skagastúlkum tókst að jafna metin með marki Ernu Bjartar…Lesa meira
Lana Sif Harley og Bjarki Pétursson stóðu uppi sem sigurvegarar á meistaramóti Golfklúbbs Borgarness sem lauk um liðna helgi. Í meistaraflokki kvenna var það eins og áður sagði Lana Sif Harley sem sigraði með nokkrum yfirburðum á 346 höggum. Bjarki Pétursson vann meistaraflokk karla einnig með talsverðum yfirburðum og spilaði á 285 höggum. Í fyrsta…Lesa meira
Tristan Freyr Einarsson stóð uppi sem sigurvegari í meistaraflokki karla á meistaramóti Golfklúbbsins Leynis sem lauk um liðna helgi. Hann lauk keppni á 306 höggum eftir mjög harða keppni við Stefán Orra Ólafsson sem var á 307 höggum. Skammt undan voru Guðlaugur Þór Þórðarson og Kári Kristinvinsson sem luku báðir keppni á 308 höggum. Elín…Lesa meira
Meistaramót golfklúbbsins Vestarr fór fram á dögunum á Bárarvelli í Grundarfirði. Í 1. flokki karla sigraði Heimir Þór Ásgeirsson og hlaut með því nafnbótina klúbbmeistari ársins 2025. Í 1. flokki kvenna var Hugrún Elísdóttir sem ber sigur úr býtum og nafnbótina klúbbmeistari ársins 2025. Þá vann Helga Ingibjörg Reynisdóttir 2. flokk kvenna og Ágúst Jónsson…Lesa meira
Meistaramót Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi fór fram á Víkurvelli á dögunum. Í fyrsta flokki karla bar Margeir Ingi Rúnarsson sigur úr býtum með 284 högg. Í öðrum flokki karla varð Vignir Sveinsson hlutskarpastur á 352 höggum. Kvennakeppnin var níu holu punktakeppni og þar bar sigur úr býtum Gerður Silja Kristjánsdóttir með 56 stig.Lesa meira
Skagamenn lyftu sér upp úr botnsæti Bestu-deildarinnar í knattspyrnu eftir sigur á liði KR á Elkem-vellinum á Akranesi í gærkvöldi. Heimamenn mættu mjög einbeittir til leiks og virtust staðráðnir í að halda hreinu í leiknum. KR-ingar voru mun meira með boltann en þá sjaldan að þeir komu sér í færi mættu þeir Árna Marínó Einarssyni…Lesa meira
Ef hægt er að tala um erkifjendur í keppni íþróttaliða þá kemst samband ÍA og KR í knattspyrnu karla næst því. Áratugum saman börðust þessi lið um alla titla sem hægt var að vinna í íslenskri knattspyrnu og leikir liðanna hafa ávallt dregið að sér mikinn fjölda áhorfenda. Í kvöld mætast liðin á Elkem-vellinum á…Lesa meira