Íþróttir

true

Gylfi og Magnús sigurvegarar í aðaltvímenningi BB

Í gærkvöldi lauk aðaltvímenningi Bridgefélags Borgarfjarðar í Logalandi. Keppnin var fjögurra kvölda en árangur þriggja bestu kvölda gilti til verðlauna. Eftir drengilega baráttu urðu úrslit þau að Gylfi Sveinsson og Magnús Magnússon báru sigur úr býtum með 62,11% skori. Í öðru sæti urðu Jón Eyjólfsson og Heiðar Árni Baldursson með 57,35%, í þriðja sæti Gísli…Lesa meira

true

Skallagrímur vann en Snæfell tapaði

Sjöunda umferð 1. deildar karla í körfuknattleik fór fram á föstudaginn. Skallagrímsmenn fengu botnlið Þórs frá Akureyri í heimsókn. Gestirnir fóru betur af stað í leiknum og að loknum fyrsta leikhluta voru þeir yfir með 22 stigum gegn 19 stigum heimamanna. Í öðrum leikhluta náðu heimamenn að klóra aðeins í bakkann en voru samt einu…Lesa meira

true

Stór stund þegar Skagamenn unnu sinn fyrsta sigur í höllinni

Á föstudaginn mættust lið ÍA og ÍR í Bónus deild karla í AvAir höllinni á Akranesi. Mikiðvar í húfi fyrir heimamenn þar sem þeir gátu með sigri jafnað ÍR og Stjörnuna að stigum í 8. – 10. sæti deildarinnar. ÍR-ingar eygðu hins vegar tækifæri á því að jafna við liðin sem voru um miðbik deildarinnar.…Lesa meira

true

Átta verkefni hljóta styrk úr Hvatasjóði UMFÍ

Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar hefur úthlutað 52 styrkjum á landsvísu að andvirði 27,8 milljónir króna. Í Hvatasjóðinn geta sótt stuðning íþróttahéruð ÍSÍ og UMFÍ, íþróttafélög og deildir innan ÍSÍ og UMFÍ, sérsambönd í samstarfi við íþróttahéruð, félög eða deildir félaga. Átta verkefni á Vesturlandi hlutu styrk að þessu sinni, alls 4,1 milljón króna. Flesta styrki úr Hvatasjóðnum…Lesa meira

true

Yngri blakiðkendur UMFG fóru mikinn um helgina

Íslandsmót yngri flokka í blaki fór fram um helgina í Kórnum í Kópavogi og í Laugardalnum. Ungmennafélag Grundarfjarðar sendi lið í U16 kvenna, U14 kvenna og tvö lið U12 í karla og eitt U12 lið kvenna. Ekki var spilað í U16 karla en drengir frá UMFG fóru í hæfileikabúðir á vegum Blaksambands Íslands þar sem…Lesa meira

true

Skammt stórra högga á milli hjá UMFG

Kvennalið Ungmennafélag Grundarfjarðar í blaki hefur staðið í ströngu undanfarna daga. Mjög þétt hefur verið spilað í vetur og hefur liðið spilað tvo leiki síðan um miðja síðustu viku. Miðvikudaginn 12. nóvember tóku stelpurnar á móti liði HK-U20 sem er skipað ungum og efnilegum leikmönnum HK. Leikurinn var nokkuð jafn þó að lið UMFG hafi…Lesa meira

true

Öruggur sigur Snæfells á Njarðvík

Lið Snæfells fékk lið Njarðvíkur b í heimsókn í leik 1. deild kvenna í körfuknattleik á föstudagskvöldið. Það var aðeins í fyrsta leikhluta sem segja má að jafnræði hafi verið með liðunum því í lok hans var staðan 18-17. Eftir það var leikurinn Snæfells. Staðan í hálfleik var 35-25 og leiknum lauk með öruggum sigri…Lesa meira

true

Misjafnt gengi Vesturlandsliðanna í fyrstu deild

Sjötta umferð 1. deildar karla í körfuknattleik hófst á föstudagskvöldið með fjórum leikjum. Lið Snæfells fékk lið KV í heimsókn í Stykkishólm. Leikurinn var í járnum í fyrsta leikhluta en honum lauk 27-26. Sömu sögu var að segja í öðrum leikhluta því í hálfleik var staðan jöfn 51-51. Í þriðja leikhluta náðu gestirnir að sigla…Lesa meira

true

Kolbeinn Tumi orðinn Víkingur

Lið Víkings í Ólafsvík í knattspyrnu fékk liðsauka í gær þegar Kolbeinn Tumi Sveinsson skrifaði undir samning um að spila með liðinu næsta sumar. Þessi tvítugi framherji er Skagamaður en hélt á slóðir forfeðra sinna í vor og lék með Tindastóli. Með þeim skoraði hann 16 mörk í 21 leik. Í gær var jafnframt gengið…Lesa meira

true

Keppt í bringusundi og skriðsundi á Landsbankamóti

Í gær fór Landsbankamót Sundfélags Akraness fram í Bjarnalaug. Þar ríkti mikið fjör og frábær stemning. Þátttakendur stóðu sig með stakri prýði en alls tóku 40 krakkar þátt á mótinu, á aldrinum 6–12 ára. Keppt var í tveimur sundgreinum; bringusundi og skriðsundi. Sundfólk úr afrekshópi sýndi yngri krökkunum sund á mótinu, en þau unnu til…Lesa meira