Fjáröflunarleikur í Borgarnesi á morgun

Það verður mikið um dýrðir á morgun þegar fjáröflunarleikur í körfubolta verður spilaður í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Leikmenn úr 9. – 10. flokki karla hafa skorað á svokallað Stjörnulið til að keppa í körfuboltaleik og tók Stjörnuliðið þeirri áskorun. Í liði Stjörnuliðsins má finna kempur á borð við Óðin Guðmundsson, Pálma Þór Sævarsson og Pétur…Lesa meira

Af þjálfun og keppni í RINGÓ

Undanfarin nokkur ár hefur vaskur hópur Borgfirðinga stundað RINGÓ – afbrigði af blaki – en með gúmmíhringjum. Hópurinn hefur mætt til æfinga í Borgarnesi klukkan 9 á sunnudögum og æft í um klukkustund. Fjórum til fimm sinnum á ári höfum við tekið þátt í mótum og ætíð keppt undir merkjum UMSB, þó svo að sambandið…Lesa meira

Fimmti sigurinn í röð hjá ÍA

ÍA og KFG áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var viðureignin í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Heimamenn byrjuðu af krafti og komust í 10:2 í byrjun leiks en síðan náðu gestirnir úr Garðabæ að koma til baka og minnka muninn í tvö stig eftir tæpan þriggja mínútna leik, staðan 15:13. Þá…Lesa meira

Naumt tap hjá Skallagrími gegn Selfossi

Selfoss og Skallagrímur mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn spilaður í Vallaskóla á Selfossi. Fyrir leik voru liðin í neðri hlutanum, Skallarnir með sex stig og Selfoss með fjögur og gestirnir með fimm töp í röð á bakinu. Aðeins voru átta leikmenn á skýrslu Skallagríms í leiknum og skýringin…Lesa meira

Snæfell tapaði í hörkuleik í Höllinni

Snæfell í Stykkishólmi heimsótti Ármann í 1. deild karla í körfubolta í gær. Snæfell frumsýndi nýjan leikmann í leiknum en Matt Treacy var mættur í treyju númer 33. Ármann var fyrir leik í efsta sæti deildarinnar með 20 stig en Snæfell var í því ellefta með sex stig. Mikil ákefð og barátta var í liði…Lesa meira

Arnar Gunnlaugsson tekur við íslenska landsliðinu

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að ráða Arnar Gunnlaugsson sem þjálfara A landsliðs karla. Fram kemur á vef KSÍ að Arnar, sem er Skagamaður að upplagi og verður 52 ára á árinu, hefur verið þjálfari meistaraflokks karla hjá Víkingi við góðan orðstír síðustu ár og unnið bæði Íslands- og bikarmeistaratitla. Hann…Lesa meira

Íþróttaannáll ársins 2024

Samantekt af því helsta sem gerðist í íþróttum á Vesturlandi árið 2024 og fjallað var um á íþróttasíðum Skessuhorns á árinu. Boltaíþróttum hefur áður verið gerð skil á þessum vettvangi. Íþróttamenn ársins valdir Í byrjun ársins voru valdir þeir íþróttamenn sem höfðu skarað fram úr á Vesturlandi á árinu 2023. Anna María Reynisdóttir sem stundar…Lesa meira

Snæfell styrkir sitt lið

Snæfell frá Stykkishólmi hefur styrk lið sitt í 1. deild karla í körfubolta en liðið hefur samið við írska leikmanninn Matt Treacy. Matt er hávaxinn framherji sem mun koma til með að hjálpa liðinu í frákasta baráttunni en hann spilaði fyrir áramót með liði Tarragona á Spáni og hefur einnig spilað í Danmörku, á Írlandi…Lesa meira

Adda Sigríður færir sig til Akureyrar

Unglingalandsliðskonan í körfubolta, Adda Sigríður Ásmundsdóttir, er gengin til liðs við Þór á Akureyri og fer því frá Snæfelli í Stykkishólmi. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Adda verið ein af burðarásum liðsins en hún hefur leikið í efstu deild og í 1. deild kvenna ásamt því að hafa leikið…Lesa meira

Hafnarfjall Ultra hlaup í sumar

Ræst verður í fyrsta sinn í Borgarnesi í sumar, utanvegahlaupið Hafnarfjall Ultra. Hlaupið verður laugardaginn 28. júní en Hlaupahópurinn Flandri í Borgarnesi stendur að hlaupinu og skipulagningu þess. Hópurinn hefur um árabil staðið fyrir Flandrasprettum, sem eru 5 km götuhlauparöð sem haldin er mánaðarlega yfir vetrarmánuðina. Skessuhorn hafði samband við Stefán Gíslason, einn skipuleggjenda hlaupsins…Lesa meira