Íþróttir

true

Skallagrímsmenn stóðu í toppliði Hattar – Snæfell með sigur

Það var sannkallaður spennuleikur þegar lið Skallagríms og Hattar mættust í Borgarnesi í 1. deild körfuknattleiksins í gær. Í stuttu máli má segja að leikurinn hafi verið jafn frá upphafi til enda. Eftir fyrsta leikhluta var jafnt 22-22. Í öðrum leikhluta náðu Hattarmenn örlitlu forskoti og leiddu í hálfleik 44-47. Í þriðja leikhluta náðu Skallagrímsmenn…Lesa meira

true

Syrtir í álinn hjá ÍA og mannabreytingar í kjölfarið

Eftir þokkalega byrjun nýliða ÍA í Bónus-deild karla í körfuknattleik hefur heldur sigið á ógæfuhliðina hjá liðinu eftir því sem liðið hefur á veturinn. Liðið tapaði fjórða leik sínum í röð þegar það mætti Þór í Þorlákshöfn á laugardaginn. Í upphafsleik mótsins unnu Skagamenn Þór á Vesturgötunni. Fyrir leikinn nú á laugardaginn var búist við…Lesa meira

true

Knattspyrnusystur buðu snæfellskum stúlkum á æfingu

Það var fríður hópur snæfellskra stúlkna sem mætti í íþróttahúsið í Ólafsvík í gær á knattspyrnuæfingu sem systurnar Erika Rún og Sædís Heiðarsdætur stóðu fyrir. Þær hafa báðar náð langt í íþróttinni, en byrjuðu báðar feril sinn með Víkingi Ólafsvík. Eftir það lá leið þeirra systra á stærri mið. Erika fór frá Víkingi til Aftureldingar…Lesa meira

true

Sextán tilnefnd til kjörs Íþróttamanneskju Akraness

Íþróttabandalag Akraness hefur birt lista með nöfnun 16 einstaklinga sem tilnefndir eru til kjörs á Íþróttamanneskju Akraness 2025. Kjörið fer fram á þrettándanum 6. janúar og verður í beinni útsendingu á ÍATV. Fljótlega opnar kosning fyrir íbúa inn í íbúagáttinni. Eftirfarandi eru tilnefnd og nefnd hér í stafrófsröð: Aníta Hauksdóttir – Vélhjólaíþróttafélag AkranesAníta tók þátt…Lesa meira

true

Vesturlandsliðin töpuðu bæði leikjum sínum í fyrstu deildinni

Elleftu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik lauk á föstudagskvöldið þegar Snæfellingar héldu í Hveragerði þar sem þeir mættu liði Hamars og Skallagrímur fékk lið Hauka í heimsókn. Fyrsti fjórðungur leiksins í Hveragerði endurspeglaði gengi liðanna fram að þessu í deildinni. Snæfellingar höfðu heldur frumkvæðið og leiddu 21-25. Heimamenn sóttu í sig veðrið og í…Lesa meira

true

Óvænt og sárgrætilegt tap ÍA gegn Ármanni

Þegar ellefta umferðin hófst í Bónus deild karla í körfuknattleik var lið Ármanns eitt og yfirgefið á botni deildarinnar með tvö stig. Lið ÍA var hins vegar í tíunda sæti með sex stig og hefur verið að styrkja sig að undanförnu. Skagamenn héldu því bjartsýnir til höfuðborgarinnar á föstudaginn þar sem þeir mættu einmitt liði…Lesa meira

true

Dagbjört Líf að gera það gott í ameríska háskólaboltanum

Knattspyrnukonan Dagbjört Líf Guðmundsdóttir frá Akranesi er að gera það gott í ameríska fótboltanum. Hún er fædd 2004 og spilaði í sumar með ÍA. Dagbjört Líf hefur náð einstökum árangri á sínu þriðja ári ytra. Hún stundar nám í sálfræði við University of Science and Arts of Oklahoma ásamt því að vera fyrirliði fótboltaliðs skólans.…Lesa meira

true

Öruggur sigur Þórs í Stykkishólmi

Snæfell tók á móti Þór Akureyri í gær í leik í fyrstu deild kvenna í körfunni. Fyrirfram var búist við erfiðum leik en Þór er langefst í deildinni með 18 stig, en Snæfell í sjötta sæti með 8 stig. Það var því í takti við stöðuna í deildinni að Þór sigraði næsta örugglega, með 97…Lesa meira

true

Snæfell mæti Tindastóli í bikarnum

Í hádeginu í dag var dregið í átta liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna í körfubolta. Átta liða úrslitin verða leikin dagana 10.-12. janúar nk. og dregið verður í fjögurra liða úrslit bikarkeppninnar 19. janúar. VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 3.-8. febrúar í Smáranum. Í átta liða úrslitunum mætir kvennalið Snæfells Tindastóli í…Lesa meira

true

Lið Snæfells féll úr leik í VÍS bikarnum

Lið Snæfells hélt til höfuðborgarinnar á sunnudaginn þar sem það mætti liði KR í sextán liða úrslitum VÍS bikarkeppni kvenna. Leikið var á Meistaravöllum. Fyrir leikinn voru þær röndóttu mun sigurstranglegri enda sem stendur í þriðja sæti Bónus-deildar á sama tíma og lið Snæfells situr í sjötta sæti 1. deildar. Það fór enda svo að…Lesa meira