Gary Martin gengur til liðs við Víking Ólafsvík

Knattspyrnudeild Víkings Ó., Knattspyrnudeild Selfoss og knattspyrnumaðurinn Gary Martin hafa gert með sér samkomulag um að Gary gangi til liðs við Víking Ó. á láni og spili með liðinu í sumar. Þetta kemur fram á FB síðu Víkings. „Gary þarf ekki að kynna fyrir áhugamönnum um íslenska knattspyrnu. Hann hefur leikið með ÍA, KR, Val,…Lesa meira

Skagakonur unnu ótrúlegan sigur í Mjólkurbikarnum

Það var boðið upp á spennu, dramatík og markaveislu í Akraneshöllinni þegar ÍA og Selfoss mættust í 1. umferð Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Gestirnir byrjuðu betur í leiknum og skoruðu fyrsta mark leiksins á 4. mínútu. Selfoss fékk þá hornspyrnu og skallaði fyrirliðinn Unnur Dóra Bergsdóttir sem var á auðum sjó í teignum…Lesa meira

Skallagrímur úr leik eftir tap gegn Þór

Þór Akureyri og Skallagrímur tókust á í fimmtu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppni fyrstu deildar karla í körfuknattleik á laugardagskvöldið. Leikið var í Höllinni fyrir norðan og voru yfir þrjú hundruð manns mætt til að horfa á leikinn og þriðjungurinn kom frá Borgarnesi. Skallarnir náðu að jafna metin í 2-2 í einvíginu síðasta miðvikudag…Lesa meira

Stefán Bjarki Akranesmeistari í pílu 2024

Akranesmeistaramótið í 501 í pílu var haldið um helgina í aðstöðu Pílufélags Akraness í gamla Sementinu við Mánabraut. 18 keppendur voru skráðir til leiks sem var ansi góð þátttaka. Spilað var í tveimur riðlum og síðan var 16 manna útsláttarkeppni eftir það. Margir voru að spila á sínu fyrsta meistaramóti hjá Pílufélagi Akraness og má…Lesa meira

Fengu gull á vorbikarmótaröð í hnefaleikum

Hnefaleikafélag Akraness sendi tvo keppendur á vorbikarmótaröð Hnefaleikasambands Íslands í vetur en það voru þeir Viktor Orri Pétursson sem keppti í -57 kg flokki í U19 og Björn Jónatan Björnsson sem keppti í -60 kg í U17. Þeir sigruðu báðir í sínum flokkum og fengu glæsilega bikara í verðlaun. Bikarmótaröðin er með því sniði að…Lesa meira

Skagamenn í öðru sæti eftir stórsigur á Fylki

ÍA tók á móti Fylki í þriðju umferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu að viðstöddum yfir sex hundruð áhorfendum í Akraneshöllinni í gær og var frekar þröngt á þingi. Leikurinn byrjaði fjörlega og Skagamenn komust yfir strax á 11. mínútu þegar Hinrik Harðarson fékk boltann vinstra megin, hann tók á rás og skaut föstu skoti niðri…Lesa meira

Akranesmótið í pílu um helgina

Sá skemmtilegi atburður átti sér stað í vikunni að öll þrjú liðin frá Pílufélagi Akraness (PFA) sem taka þátt í deildarkeppni Pílukastfélags Reykjavíkur (PFR) voru saman komin í aðstöðu PFR á Tangarhöfða í Reykjavík. Liðið Flóridaskaginn er i baráttu um verðlaunasæti í A deildinni, Skaginn er búinn að tryggja sér sigur í B deildinni og…Lesa meira

Snæfell tapaði eftir framlengingu og féll í fyrstu deild

Fjórði leikur Tindastóls og Snæfells í undanúrslitum fyrstu deildar kvenna í körfuknattleik fór fram í gærkvöldi og var leikurinn á Sauðárkróki. Með sigri í leiknum gátu Tindastólskonur tryggt sér sæti í úrslitum á móti Aþenu eða KR en Snæfell fengið oddaleik á heimavelli færu þær með sigur af hólmi. Það var því ansi mikið undir…Lesa meira

Kvennatölt hestamannafélagsins Borgfirðings

Hið árlega Kvennatölt hestamannafélagsins Borgfirðings var haldið í gærkvöldi í Faxaborg. Þema var blátt og var mikið af glæskvendum og hrossum á ferðinni þetta kvöld. Keppt var í 3 flokkum; T8 (óvanir), T7 (fyrir meira vana) og T3 (fyrir vanar). Einnig voru veitt verðlaun fyrir glæsilegasta parið og var það Björg María Þórsdóttir og Styggð…Lesa meira

Snæfellsnes sigraði ÍBV í Akraneshöllinni

Sunnudaginn 14. apríl mættust stelpurnar í fimmta flokki Snæfellsness og ÍBV í Faxaflóamótinu. Leikurinn var heimaleikur Snæfellsness en var spilaður í Akraneshöllinni þar sem Ólafsvíkurvöllur var ekki orðinn leikfær vegna snjóþyngsla. Snæfellsnes hafði mikla yfirburði í leiknum og leiddu 2-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik tóku þær svo öll völd á vellinum og leiknum lauk…Lesa meira