Haukar og ÍA áttust við í B deild kvenna í Lengjubikarnum í gærkvöldi og var viðureignin í nýju glæsilegu knatthúsi Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði. Fyrir leik var grasið vökvað í um hálftíma þannig að boltinn rúllaði mjög hratt á vellinum en skoppaði ekki neitt sem var frekar einkennilegt. Þá var að sögn sjónarvotta alltof…Lesa meira
ÍA og Grindavík mættust í gærkvöldi í A deild deild karla í Lengjubikarnum í riðli 1 og var leikurinn í Akraneshöllinni. Skagamenn gerðu jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum í Lengjubikarnum en Grindvíkingar voru með þrjú stig eftir tvo leiki. Í byrjunarliði gestanna voru þrír fyrrum leikmenn ÍA sem eru allir á láni en það voru…Lesa meira
Síðastliðinn sunnudag hófst úrvalsdeildin í keilu sem sett er upp í samvinnu við Stöð 2 Sport en tólf keppendur hafa unnið sér inn réttinn til þátttöku í deildinni. Leikið er með þeim hætti að allir spila tvo leiki við alla og sá aðili sem er með hærra heildarskor úr þessum tveimur leikjum fær tvö stig…Lesa meira
Fyrsta mótið í KB mótaröðinni í hestaíþróttum fór fram á laugardaginn í Faxaborg. Keppt var í fjórgangi í öllum flokkum. Mótið er bæði einstaklings- og liðakeppni og telja öll þrjú mótin til stiga. Eftir fyrsta kvöldið er lið Devold efst, en mjótt er á munum og verður spennandi að sjá hvað gerist 15. mars þegar…Lesa meira
Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum, 15-22 ára, og var keppt í Laugardalshöllinni. Sindri Karl Sigurjónsson frá UMSB bætti mótsmetið í 3000 m hlaupi pilta 16-17 ára þegar hann hljóp á 9:10,74, sem er bæting hjá Sindra Karli en hans fyrri besti tími var 9:22,36. Sindri hljóp einnig í 1500 metra hlaupi…Lesa meira
Snæfell í Stykkishólmi heimsótti Þór frá Akureyri á föstudaginn en Snæfell sat þá í 8. sæti fyrstu deilar karla í körfuknattleik með 12 stig en Þór var í 5. sæti með 16 stig og því mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Leikmenn Snæfells komu grimmir til leiks og höfðu undirtökin í leiknum til að byrja með.…Lesa meira
Fyrsta umferðin í Lengjubikarnum í B deild karla í knattspyrnu hófst um helgina og voru Vesturlandsliðin Kári og Víkingur Ólafsvík í eldlínunni. Næsta sumar spila þau bæði í 2. deild á Íslandsmótinu og þau léku um helgina við lið sem spila í þriðju deild í sumar. Káramenn tóku á móti Árbæ á föstudagskvöldið í riðli…Lesa meira
ÍA og Valur mættust í 2. umferð A deildar karla, í riðli 1 í Lengjubikarnum í hádeginu á laugardaginn og var leikurinn í Akraneshöllinni. Heimamenn voru betri í fyrri hálfleik og fyrsta færið fékk Hinrik Harðarson á 18. mínútu en markvörður Vals, Stefán Þór Ágústsson, varði vel skot Hinriks. Eftir um hálftíma leik skoraði Ómar…Lesa meira
Skallagrímur tók á móti KFG á föstudaginn í 18. umferð fyrstu deildar karla í körfuknattleik. Fyrir leikinn var Skallagrímur í neðsta sæti deildarinnar með 6 stig en KFG í tíunda sæti með 10 stig. Leikurinn hófst með látum, þar sem sóknarleikur var fyrirferðamikill og lítið um varnarleik hjá báðum liðum. KFG var með undirtökin framan…Lesa meira
A landslið karla í körfuknattleik leikur tvo leiki nú í vikunni í undankeppni fyrir Eurobasket 2025. Sem stendur er Ísland í þriðja sæti síns riðils, en þrjú efstu sætin gefa þátttökurétt á lokamótinu sem fram fer í lok ágúst á þessu ári. Sigur í öðrum hvorum leiknum, eða fjögurra stiga tap eða minna gegn Ungverjalandi…Lesa meira