Íþróttir

true

Tómas spilaði fullkominn leik í keilunni

Í gær fór fram deildarleikur í annarri deild í keilu. Spilað var í keilusalnum við Vesturgötu á Akranesi. Ellefu lið spila í deildinni og þar af koma þrjú af Akranesi. Í gær kepptu ÍA-B og ÍA-C. Það fyrrnefnda bar sigur úr býtum, en það skipa þau Jóhanna Nína Karlsdóttir, Anton Kristjánsson og Tómas Freyr Garðarsson.…Lesa meira

true

Alexandra Björg er Íþróttamaður Grundarfjarðar 2025

Á gamlársdag var val á íþróttamanni Grundarfjarðar gert opinbert. Þar var Alexandra Björg Andradóttir blakari valin annað árið í röð en hún hlaut þessa nafnbót einnig fyrir ári síðan. Alexandra var ekki heima þegar athöfnin var en tók við verðlaununum fimmtudaginn 8. janúar síðastliðinn en þá hafði hún nokkra daga í Grundarfirði áður en hún…Lesa meira

true

Svekkjandi tap ÍA gegn Grindavík

Það var ekki að sjá hvort liðið var á toppnum og hvort liðið var við botninn þegar lið ÍA og Grindavíkur mættust í Bónus-deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Leikið var í AvAir höllinni á Akranesi. Lið ÍA hafði fyrir leikinn tapað fjórum leikjum í röð en Grindvík hefur leitt deildina. Leikurinn var afar spennandi…Lesa meira

true

Snæfell tapaði gegn Selfossi

Snæfell og Selfoss mættust í tólftu umferð 1. deildar körfuknattleiks karla í Stykkishólmi í gærkvöldi. Leikurinn var nokkuð jafn en sveiflukenndur og liðin skiptust á að leiða hann. Að loknum fyrsta leikhluta leiddu gestirnir með tveimur stigum 20-22. Í hálfleik leiddu hins vegar heimamenn 43-41. Í þriðja leikhluta náðu gestirnir að snúa leiknum sér í…Lesa meira

true

Góður sigur Snæfells á KV

Hann varð aldrei spennandi leikurinn í 1. deild kvenna í körfuknattleik þegar Snæfell mætti liði KV úr vesturbæ höfuðborgarinnar í Stykkishólmi í gærkvöldi.  Til þess voru yfirburðir Snæfells of miklir strax í upphafi. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 19-6 og í hálfleik var staðan 36-26. Í þriðja leikhluta jókst forskot Snæfells en í þeim…Lesa meira

true

Skallagrímsmenn stóðu í toppliði Hattar – Snæfell með sigur

Það var sannkallaður spennuleikur þegar lið Skallagríms og Hattar mættust í Borgarnesi í 1. deild körfuknattleiksins í gær. Í stuttu máli má segja að leikurinn hafi verið jafn frá upphafi til enda. Eftir fyrsta leikhluta var jafnt 22-22. Í öðrum leikhluta náðu Hattarmenn örlitlu forskoti og leiddu í hálfleik 44-47. Í þriðja leikhluta náðu Skallagrímsmenn…Lesa meira

true

Syrtir í álinn hjá ÍA og mannabreytingar í kjölfarið

Eftir þokkalega byrjun nýliða ÍA í Bónus-deild karla í körfuknattleik hefur heldur sigið á ógæfuhliðina hjá liðinu eftir því sem liðið hefur á veturinn. Liðið tapaði fjórða leik sínum í röð þegar það mætti Þór í Þorlákshöfn á laugardaginn. Í upphafsleik mótsins unnu Skagamenn Þór á Vesturgötunni. Fyrir leikinn nú á laugardaginn var búist við…Lesa meira

true

Knattspyrnusystur buðu snæfellskum stúlkum á æfingu

Það var fríður hópur snæfellskra stúlkna sem mætti í íþróttahúsið í Ólafsvík í gær á knattspyrnuæfingu sem systurnar Erika Rún og Sædís Heiðarsdætur stóðu fyrir. Þær hafa báðar náð langt í íþróttinni, en byrjuðu báðar feril sinn með Víkingi Ólafsvík. Eftir það lá leið þeirra systra á stærri mið. Erika fór frá Víkingi til Aftureldingar…Lesa meira

true

Sextán tilnefnd til kjörs Íþróttamanneskju Akraness

Íþróttabandalag Akraness hefur birt lista með nöfnun 16 einstaklinga sem tilnefndir eru til kjörs á Íþróttamanneskju Akraness 2025. Kjörið fer fram á þrettándanum 6. janúar og verður í beinni útsendingu á ÍATV. Fljótlega opnar kosning fyrir íbúa inn í íbúagáttinni. Eftirfarandi eru tilnefnd og nefnd hér í stafrófsröð: Aníta Hauksdóttir – Vélhjólaíþróttafélag AkranesAníta tók þátt…Lesa meira

true

Vesturlandsliðin töpuðu bæði leikjum sínum í fyrstu deildinni

Elleftu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik lauk á föstudagskvöldið þegar Snæfellingar héldu í Hveragerði þar sem þeir mættu liði Hamars og Skallagrímur fékk lið Hauka í heimsókn. Fyrsti fjórðungur leiksins í Hveragerði endurspeglaði gengi liðanna fram að þessu í deildinni. Snæfellingar höfðu heldur frumkvæðið og leiddu 21-25. Heimamenn sóttu í sig veðrið og í…Lesa meira