Í dag klukkan 14 fer fram afar þýðingarmikill leikur fyrir karlalið ÍA í fótbolta. Spilað verður við Njarðvík á Rafholtsvellinum syðra. Eins og staðan er núna í deildinni eru Skagamenn líklegastir til að fara beint upp og lið Aftureldingar, Fjölnis, Vestra og Leiknis R. á leið í umspil um hitt sætið sem gefur þátttökurétt í…Lesa meira
ÍA tók á móti liði Smára í 2. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn í Akraneshöllinni. Leikurinn var styrktarleikur fyrir fjölskyldu Violetu Mitul leikmanns Einherja sem lést af slysförum um síðustu helgi. Leikmenn beggja liða, dómarar og flestir hinna 192 áhorfenda á leiknum, lögðu sitt af mörkum og komu 398 þúsund krónur…Lesa meira
Kvennalið ÍA í knattspyrnu leikur í kvöld sinn síðasta heimaleik á tímabilinu þegar ÍA og Smári eigast við í Akraneshöllinni klukkan 19.15 og er um afar mikilvægan leik að ræða því lið ÍA er í hörku baráttu um að komast upp í Lengjudeildina á næsta tímabili. Í yfirlýsingu frá Knattspyrnufélagi ÍA kemur fram að leikurinn…Lesa meira
Opið íþróttamót Dreyra og Íslandsbanka fór fram helgina 18.-20. ágúst á Æðarodda á Akranesi. Keppt var í tölti, fjórgangi og fimmgangi í öllum aldursflokkum. Góð skráning var á mótið en þær voru alls 130. Á mótið mættu fulltrúar frá öllum hestamannafélögum á Vesturlandi auk keppenda frá nokkrum hestamannafélögum á höfuðborgarsvæðinu.Lesa meira
Víkingur Ólafsvík tók á móti liði KF úr Fjallabyggð í 2. deild karla í knattspyrnu í gær og var leikurinn á gervigrasvellinum í Ólafsvík. Björn Axel Guðjónsson skoraði fyrsta mark leiksins og sitt ellefta mark í sumar fyrir Víking á 24. mínútu og staðan 1-0 Víkingi í vil í hálfleik. Luke Williams kom Víkingi í…Lesa meira
Það var nokkuð ljóst snemma leiks í leik ÍA og KH í 2. deild kvenna í knattspyrnu, sem fram fór í Akraneshöllinni á laugardaginn, að heimakonur ætluðu sér sigur því þær fengu strax nokkur færi án þess þó að ná að nýta þau. ÍA varð fyrir áfalli á 21. mínútu þegar hin leikreynda Unnur Ýr…Lesa meira
Kári og Reynir Sandgerði áttust við í 3. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikurinn í Akraneshöllinni í skjóli fyrir óveðrinu sem geisaði úti. Gestirnir komust yfir strax á þriðju mínútu með marki frá Julio Cesar Fernandes en Hektor Bergmann Garðarsson jafnaði metin fyrir Kára um miðjan hálfeikinn þegar hann fékk boltann eftir…Lesa meira
Síðasta púttkeppni sumarsins hjá eldri borgurum á Akranesi og í Borgarbyggð fór fram að Hamri í Borgarnesi fimmtudaginn 31. ágúst. Keppnin átti upphaflega að fara fram 10. ágúst en var frestuð vegna fráfalls Þorvaldar Valgarðssonar, formanns íþróttanefndar Feban. Veður var mjög gott á úrslitadaginn þegar 55 keppendur mættu til leiks. Fyrir mótið voru Akurnesingar með…Lesa meira
Eftir að hafa tapað fyrir Fjölni í byrjun júní á heimavelli hafa Skagamenn unnið sigur í tólf leikjum af síðustu fimmtán í Lengjudeild karla í knattspyrnu, gert tvö jafntefli og aðeins tapað einum leik. Á tímabili virtist lið Aftureldingar á leið beint upp í Bestu deildina og eftir 9-0 sigur liðsins á liði Selfoss 21.…Lesa meira
Það var aðeins eitt mark skorað í leik Skallagríms og Árborgar í 4. deild karla í knattspyrnu sem fram fór í Borgarnesi í gærkvöldi og voru það gestirnir sem fóru heim með öll þrjú stigin í farteskinu. Það var lítið um færi og nánast engin í fyrri hálfleiknum þar sem liðin spiluðu mjög skipulagðan varnarleik.…Lesa meira