Þýðingarmikill leikur í Njarðvík í dag

Í dag klukkan 14 fer fram afar þýðingarmikill leikur fyrir karlalið ÍA í fótbolta. Spilað verður við Njarðvík á Rafholtsvellinum syðra. Eins og staðan er núna í deildinni eru Skagamenn líklegastir til að fara beint upp og lið Aftureldingar, Fjölnis, Vestra og Leiknis R. á leið í umspil um hitt sætið sem gefur þátttökurétt í…Lesa meira

Skagakonur með stórsigur á Smára í styrktarleik

ÍA tók á móti liði Smára í 2. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn í Akraneshöllinni. Leikurinn var styrktarleikur fyrir fjölskyldu Violetu Mitul leikmanns Einherja sem lést af slysförum um síðustu helgi. Leikmenn beggja liða, dómarar og flestir hinna 192 áhorfenda á leiknum, lögðu sitt af mörkum og komu 398 þúsund krónur…Lesa meira

Skagakonur með styrktarleik fyrir lið Einherja

Kvennalið ÍA í knattspyrnu leikur í kvöld sinn síðasta heimaleik á tímabilinu þegar ÍA og Smári eigast við í Akraneshöllinni klukkan 19.15 og er um afar mikilvægan leik að ræða því lið ÍA er í hörku baráttu um að komast upp í Lengjudeildina á næsta tímabili. Í yfirlýsingu frá Knattspyrnufélagi ÍA kemur fram að leikurinn…Lesa meira

Góð skráning á opið íþróttamót Dreyra

Opið íþróttamót Dreyra og Íslandsbanka fór fram helgina 18.-20. ágúst á Æðarodda á Akranesi. Keppt var í tölti, fjórgangi og fimmgangi í öllum aldursflokkum. Góð skráning var á mótið en þær voru alls 130. Á mótið mættu fulltrúar frá öllum hestamannafélögum á Vesturlandi auk keppenda frá nokkrum hestamannafélögum á höfuðborgarsvæðinu.Lesa meira

Víkingur Ó. vann góðan sigur á KF og á enn möguleika

Víkingur Ólafsvík tók á móti liði KF úr Fjallabyggð í 2. deild karla í knattspyrnu í gær og var leikurinn á gervigrasvellinum í Ólafsvík. Björn Axel Guðjónsson skoraði fyrsta mark leiksins og sitt ellefta mark í sumar fyrir Víking á 24. mínútu og staðan 1-0 Víkingi í vil í hálfleik. Luke Williams kom Víkingi í…Lesa meira

Skagakonur komnar í góða stöðu eftir sigur á KH

Það var nokkuð ljóst snemma leiks í leik ÍA og KH í 2. deild kvenna í knattspyrnu, sem fram fór í Akraneshöllinni á laugardaginn, að heimakonur ætluðu sér sigur því þær fengu strax nokkur færi án þess þó að ná að nýta þau. ÍA varð fyrir áfalli á 21. mínútu þegar hin leikreynda Unnur Ýr…Lesa meira

Kári með frábæran sigur á toppliði Reynis í markaleik

Kári og Reynir Sandgerði áttust við í 3. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikurinn í Akraneshöllinni í skjóli fyrir óveðrinu sem geisaði úti. Gestirnir komust yfir strax á þriðju mínútu með marki frá Julio Cesar Fernandes en Hektor Bergmann Garðarsson jafnaði metin fyrir Kára um miðjan hálfeikinn þegar hann fékk boltann eftir…Lesa meira

Borgfirðingar höfðu betur í lokaviðureign púttkeppni sumarsins

Síðasta púttkeppni sumarsins hjá eldri borgurum á Akranesi og í Borgarbyggð fór fram að Hamri í Borgarnesi fimmtudaginn 31. ágúst. Keppnin átti upphaflega að fara fram 10. ágúst en var frestuð vegna fráfalls Þorvaldar Valgarðssonar, formanns íþróttanefndar Feban. Veður var mjög gott á úrslitadaginn þegar 55 keppendur mættu til leiks. Fyrir mótið voru Akurnesingar með…Lesa meira

Skagamenn einir á toppnum eftir sigur á Þór

Eftir að hafa tapað fyrir Fjölni í byrjun júní á heimavelli hafa Skagamenn unnið sigur í tólf leikjum af síðustu fimmtán í Lengjudeild karla í knattspyrnu, gert tvö jafntefli og aðeins tapað einum leik. Á tímabili virtist lið Aftureldingar á leið beint upp í Bestu deildina og eftir 9-0 sigur liðsins á liði Selfoss 21.…Lesa meira

Skallagrímur tapaði fyrir Árborg í síðasta heimaleik sumarsins

Það var aðeins eitt mark skorað í leik Skallagríms og Árborgar í 4. deild karla í knattspyrnu sem fram fór í Borgarnesi í gærkvöldi og voru það gestirnir sem fóru heim með öll þrjú stigin í farteskinu. Það var lítið um færi og nánast engin í fyrri hálfleiknum þar sem liðin spiluðu mjög skipulagðan varnarleik.…Lesa meira