Annað mótið í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum var í gærkvöldi í Faxaborg í Borgarnesi. Keppt var í fimmgangi. Þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks og var mikið um glæsisýningar. Sigurvegari kvöldsins varð Garðar Hólm á gæðingshryssunni Kná frá Korpu og keppti hann fyrir lið Hestalands. Efst í einstaklingskeppninni eftir fyrstu tvö mótin eru þau Anna Dóra…Lesa meira
Snæfell heimsótti Hamar í Hveragerði í gær í lokaumferð 1. deildar karla í körfubolta. Hamar var í harðri baráttu um heimaleikjarétt fyrir úrslitakeppnina á meðan Snæfell var öruggt inn í úrslitakeppnina. Liðin skiptust á forystu í fyrsta leikhluta en gestirnir úr Stykkishólmi náðu yfirhöndinni þegar Matt Treacy kom gestunum í 11-15 og var fín stemning…Lesa meira
Skallagrímur heimsótti Fjölni í Grafarvog í gær, í lokaumferð 1. deildar karla í körfubolta. Fyrir leikinn var Skallagrímur í harðri baráttu um sæti sitt í deildinni en liðið var í harðri baráttu við KFG um að halda sæti sínu í deildinni. Frábær hittni heimamanna í Fjölni á upphafsmínútum leiksins kom gestunum á óvart og náðu…Lesa meira
ÍA heimsótti Selfoss í síðustu umferð 1. deildar karla í körfubolta í gær. Skagamenn voru fyrir leikinn búnir að tryggja sér efsta sætið og þátttökurétt í Bónus deildinni á næsta tímabili. Selfoss var hins vegar í harðri baráttu um að komast inn í úrslitakeppni 1. deildar og því spennandi leikur framundan á Selfossi. Leikurinn var…Lesa meira
Keilufélag Akraness átti þrjá af átta í undanúrslitum Íslandsmóts einstaklinga í keilu sem fram fór um liðna helgi. Úrslit voru spiluð í gær og mættust þeir félagar, Íslandsmeistarar í tvímenningi, Mikael Aron Vilhelmsson og Ísak Birkir Sævarsson frá Keilufélagi Akraness. Heitasti keilari landsins, Mikael Aron, fór með sigur af hólmi eftir hnífjafnan leik en þetta…Lesa meira
Bandaríska háskólameistaramótið í frjálsum íþróttum innanhúss var haldið um helgina í Virginíu í Bandaríkjunum. Meðal keppenda var Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir, frjálsíþróttakona og Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2024. Guðrún gerði sér lítið fyrir og bætti árangur sinn tvisvar á mótinu; með því að kasta fyrst 22,83 metra og bætti þar með Íslandsmetið um 39 cm. Hún bætti um…Lesa meira
Skallgrímur tók á móti Hamri frá Hveragerði í næstsíðustu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik á föstudaginn. Skallagrímur sat fyrir leikinn á botni 1. deildar með 10 stig á meðan lið Hamars var í þriðja sæti með 28 stig. Heimamenn byrjuðu leikinn vel og var mikil stemning í varnarleik þeirra á upphafsmínútunum. Í stöðunni 8-8…Lesa meira
Snæfell tók á móti Breiðabliki í næstsíðustu umferð 1. deildar karla í körfubolta á föstudaginn. Fyrir leikinn voru liðin jöfn með 16 stig hvort, í 7.-8. sæti deildarinnar og því mikilvægur leikur um hvar liðin enda fyrir úrslitakeppnina. Bæði lið mættu áræðin en á sama tíma yfirveguð til leiks og skiptust á forystu í upphafi.…Lesa meira
Víkingur Ólafsvík tók á móti Árborg í Lengjubikarnum í B deild karla í knattspyrnu á laugardaginn en spilað var á Ólafsvíkurvelli. Heimamenn í Víkingi byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu að komast yfir þegar níu mínútur voru liðnar af leiknum. Brynjar Vilhjálmsson skoraði þá laglegt mark fyrir heimamenn og áhorfendur á Ólafsvíkurvelli voru kampakátir.…Lesa meira
Kári og Haukar tókust á í Lengjubikarnum í B deild karla í knattspyrnu á föstudaginn en leikið var á gervigrasvellinum Birtu í Hafnarfirði. Með sigri gat Kári tryggt sér efsta sæti riðilsins og þar með sæti í undanúrslitum Lengubikarsins. Hektor Bergmann Garðarsson kom gestunum frá Kára yfir á 17. mínútu en Magnús Ingi Halldórsson jafnaði…Lesa meira