Íþróttamaður vikunnar – Leiðinlegast er að fara yfir kerfin fyrir leiki

Í þessum lið leggjum við fyrir tíu spurningar til íþróttamanna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vikunnar að þessu sinni er Styrmir Jónasson sem spilar körfubolta í fyrstu deildinni með ÍA á Akranesi. Nafn: Styrmir Jónasson Fjölskylduhagir? Ég bý hjá mömmu og pabba. Hver eru þín helstu áhugamál? Það sem kemur…Lesa meira

Sigruðu aðaltvímenning Bridgefélags Borgarfjarðar

Í gærkveldi lauk keppni í aðaltvímenningi Bridgefélags Borgarfjarðar í Logalandi. Um fjögurra kvölda spilakeppni var að ræða en árangur þriggja bestu kvölda gilti til úrslita. Leikar fóru þannig að Heiðar Árni Baldursson og Logi Sigurðsson sigruðu giska örugglega með 184 stigum. Í öðru sæti urðu Ingimundur Jónsson og Anna Heiða Baldursdóttir með 176 stig. Þriðju…Lesa meira

Skagamenn enn ósigraðir á heimavelli

ÍA og Fjölnir áttust við á föstudagskvöldið í níundu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik og var viðureignin í íþróttahúsinu á Vesturgötu. Skagamenn byrjuðu af krafti og skoruðu fyrstu tíu stig leiksins og þegar rúmar fjórar mínútur voru liðnar var sami munur, staðan 18:8 ÍA í vil. Gestirnir náðu að halda í við heimamenn síðustu…Lesa meira

Afleitur þriðji leikhluti banabiti Skallagríms

Skallagrímur tók á móti Breiðabliki í níundu umferð 1. deildar karla í körfubolta á föstudaginn. Heimamenn í Skallagrími voru vel stemmdir í byrjun leiks og var hittni þeirra til fyrirmyndar. En varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og náðu gestirnir í Breiðabliki að koma sér betur inn í leikinn og náðu undirtökum…Lesa meira

Stór skellur hjá Snæfelli gegn KR

KR og Snæfell mættust í 1. deild kvenna í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn á Meistaravöllum. Það varð strax ljóst að þetta yrði mjög erfitt kvöld fyrir Snæfell því í stöðunni 7:2 fyrir KR skoruðu heimakonur næstu 15 stig og breyttu stöðunni í 22:2 þegar næstum fimm mínútur voru liðnar. Snæfell náði aðeins að…Lesa meira

Ísland vann frábæran liðssigur gegn Ítalíu

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frækinn sigur gegn Ítalíu á útivelli í gær. Með sigrinum tók Ísland stórt skref í átt að lokakeppni EM, Eurobasket 2025. Fyrrverandi leikmenn Skallagríms, þeir Bjarni Guðmann Jónsson og Sigrtyggur Arnar Björnsson, léku vel í leiknum. Bjarni skilaði 5 stigum og 2 fráköstum á þeim fjórum mínútum sem hann spilaði…Lesa meira

Héldu jólamót í boccia

Félög eldri borgara á Akranesi og í Borgarfirði stóðu fyrir boccíamóti laugardaginn 23. nóvember í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Mótið var auglýst til sjö félaga, en aðeins 14 sveitir frá þremur félögum mættu til leiks; eitt frá FaMos/Mosfellsbæ, þrjú frá FEBBN/FAB Borgarbyggð og tíu frá FEBAN Akranesi. Samt sem áður var vel tekist á…Lesa meira

Skallagrímur tapaði á Meistaravöllum

Áttunda umferð 1. deild karla var spiluð í gær vegna landsleiks Íslands gegn Ítalíu í kvöld. Skallagrímur heimsótti KV í Vesturbænum en fyrir leikinn voru Skallagrímsmenn með sex stig eftir sjö leiki en KV var með átta stig eftir sjö leiki. Skallagrímur byrjaði leikinn af miklum krafti og náðu forystu snemma í leiknum sem liðið…Lesa meira

Hamar vann sigur á ÍA eftir framlengingu

Lið Hamars og ÍA mættust í 8. umferð fyrstu deildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Hveragerði. Liðin voru bæði í efri hluta deildarinnar, Skagamenn voru í þriðja sæti með 10 stig og Hamar þar á eftir ásamt KV og Breiðabliki með 8 stig. Skagamenn voru sterkari á fyrstu mínútunum og…Lesa meira

Blakmaraþon hjá yngri flokkum í Grundarfirði

Miðvikudaginn 13. nóvember nýttu ungir blakiðkendur í Grundarfirði tækifærið á milli gulra viðvarana og gengu í hús og söfnuðu áheitum. Tilefnið var blakmaraþon sem var svo haldið sunnudaginn 17. nóvember þar sem krakkarnir létu ljós sitt skína. Byrjað var klukkan tíu um morguninn með æfingum fyrir U12 liðin. Svo tóku U14 liðin við og svo…Lesa meira