Þorsteinn vann úrtökumót í hjólreiðum

Hjólreiðakappinn Þorsteinn Bárðarson frá Rifi keppti á úrtökumóti fyrir HM í Skotlandi í Gravel keppni í hjólreiðum á laugardaginn. Þorsteinn, sem keppti í flokki 45-49 ára, varð í 1. sæti og fer því á Heimsmeistaramótið í Belgíu sem verður haldið í október á þessu ári. Í Gravel hjólreiðakeppni er hjólað á malarvegi og utan vegar…Lesa meira

Reynir tapaði stórt gegn Herði

Hörður Ísafirði og Reynir Hellissandi mættust í B riðli 5. deildar karla í knattspyrnu á sunnudaginn og var leikurinn á Kerecisvellinum á Ísafirði. Það blés ekki byrlega fyrir gestunum í leiknum því eftir rúmlega hálftíma leik voru leikmenn Harðar búnir að skora fjögur mörk og staðan í hálfleik 4-0 fyrir Herði. Fimmta mark heimamanna kom…Lesa meira

Markasúpa í Akraneshöllinni

Kári og Vængir Júpiters mættust á föstudagskvöldið í 3. deild karla í knattspyrnu í Akraneshöllinni þar sem boðið var upp á alvöru markaveislu og almenna skemmtun. Fjörið hófst á 17. mínútu þegar Axel Freyr Ívarsson kom Kára yfir en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Rafael Máni Þrastarson metin fyrir gestina. Hann var síðan aftur á…Lesa meira

Skagamenn úr leik í Mjólkurbikarnum

Keflavík og ÍA áttust við í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á HS Orku vellinum í Keflavík. Lengjudeildarlið Keflavíkur hafði slegið út lið Víkings Ólafsvíkur og Breiðabliks á leið sinni í 16-liða úrslitin á meðan ÍA hafði unnið sigur á Tindastól í 32-liða úrslitunum. Skagamenn byrjuðu betur í leiknum…Lesa meira

Tap hjá Skallagrími í fyrsta leik

Skallagrímur lék sinn fyrsta leik í sumar í 4. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi þegar þeir mættu liði KÁ á Birtuvellinum á Ásvöllum í Hafnarfirði. Kristján Ómar Björnsson, sem verður 44 ára seint á árinu, skoraði fyrsta mark leiksins á 37. mínútu fyrir heimamenn og sex mínútum síðar bætti Ágúst Jens Birgisson við öðru…Lesa meira

Jóhannes Karl hættur sem aðstoðar landsliðsþjálfari

Knattspyrnusambandið greindi frá því í hádeginu í dag að Jóhannes Karl Guðjónsson hefur óskað eftir því að láta af störfum sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla. Þetta kemur á óvart einkum í ljósi þess að mánuður er síðan hann samdi um framlengingu samnings hans við KSÍ til ársloka 2025. Mun Jóhannes Karl taka við þjálfun liðs…Lesa meira

Körfuknattleiksfólk Snæfells verðlaunað

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Snæfells fór fram í síðustu viku og voru viðurkenningar veittar fyrir tímabilið. Mikilvægasti leikmaður karla var Jaeden King, besti varnarmaður karla var Snjólfur Björnsson, besti ungi leikmaður karla var Sturla Böðvarsson og mestu framfarir voru hjá Magna Blæ Hafþórssyni. Hjá meistaraflokki kvenna var mikilvægasti leikmaður valin Shawnta Shaw, besti varnarmaður kvenna var Jasmina…Lesa meira

Hvannir hirtu bronsið í blaki

Öldungamót Blaksambands Íslands var haldið að Varmá í Mosfellsbæ um síðustu helgi og voru þar yfir 1300 þátttakendur af öllu landinu. Leikið var í deildum; 15 kvennadeildir og sjö karladeildir, en mótið hófst á fimmtudagsmorgun og lauk því á laugardagskveldi með veglegu lokahófi. Það voru þrjú kvennalið og eitt karlalið sem fóru úr Borgarfirði. Keppendur…Lesa meira

Bekkpressumót til minningar um Héðin Magnússon – myndasyrpa

Síðastliðinn laugardag hélt líkamsræktarstöðin Sólarsport bekkpressumót í íþróttahúsinu í Ólafsvík. Mótið var haldið til minningar um Héðin Magnússon sjómann og kraftlyftingamann sem fórst í sjóslysi á Svanborgu SH 7. desember 2001. Alls voru 17 keppendur sem tóku þátt í mótinu sem verður haldið árlega hér eftir. Keppt var í þremur flokkum; kvennaflokki, karlaflokki undir 100…Lesa meira

Jafntefli hjá Reyni og Smára í fyrsta leik

Reynir Hellissandi tók á móti Smára í fyrstu umferð í B riðli 5. deildar karla í knattspyrnu í gær og var leikurinn á Ólafsvíkurvelli. Lítið markvert gerðist fyrsta hálftímann í leiknum en þá gerðu Reynismenn tvær skiptingar með þriggja mínútna millibili. Út af fóru þeir Kári Viðarsson sem verður fertugur seint á árinu og Dominik…Lesa meira