Álftanes komið í Subway deildina eftir sigur á Skallagrími

Álftanes og Skallagrímur áttust við á Álftanesi í gærkvöldi og með sigri gátu heimamenn tryggt sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins. Heimamenn virtust yfirspenntir og smá taugaveiklaðir í byrjun leiks því Skallagrímur komst í 4:9 eftir tæpan tveggja mínútna leik. Álftanes náði þó fljótlega áttum og staðan 15:15 um miðbik…Lesa meira

Fimm Akranesmet hjá sundmönnum ÍA um helgina

Tólf sundmenn frá Sundfélagi Akraness tóku þátt á Ásvallamóti Sundfélags Hafnarfjarðar um helgina. Mótinu lauk á sunnudag en alls tóku 240 keppendur frá 15 félögum þátt. Sundfólk ÍA stóð sig mjög vel. Eitt gull, átta silfur og fjögur brons var niðurstaðan hjá sundfólkinu. Akranesmet var sett í 4×50 metra fjórsundi, blandaðri sveit en hana skipuðu…Lesa meira

Skallagrímur tapaði fyrir SR í Lengjubikarnum

Skallagrímur tók á móti Skautafélagi Reykjavíkur í riðli 4 í C deild Lengjubikars karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn í Akraneshöllinni. Gestirnir komust yfir með marki frá Luis Cabambe á 41. mínútu og þannig var staðan í hálfleik, 0-1 fyrir SR. Það var aldeilis fjör í seinni hálfleik og alls voru skoruð sex…Lesa meira

Magnús Sigurjón valinn í landsliðið í keilu

Karlalandslið Íslands í keilu, sem tekur þátt í EMC-2023, hefur verið valið. Mótið verður haldið í Wittelsheim í Frakklandi í byrjun júní og er úrtökumót fyrir HM í Kuwait síðar á árinu en tólf stigahæstu Evrópuþjóðirnar komast á HM. Meðal þátttakenda eru Skagamennirnir Magnús Sigurjón Guðmundsson úr Keilufélagi ÍA og Skúli Freyr Sigurðsson sem spilar…Lesa meira

Úrslit eftir annað kvöldið í Vesturlandsdeildinni

Það reyndist villikötturinn sem bar sigur úr býtum á öðru móti Vesturlandsdeildarinnar í hestaíþróttum sem haldið var síðastliðið fimmtudagskvöld í Faxaborg í Borgarnesi. Keppt var í slaktaumatölti. Til að útskýra villiköttinn er það svo að öll lið máttu nota einu sinni svokallaðan villikött sem telur þá til stiga í liðakeppninni. Var það lið Uppsteypu sem…Lesa meira

Skagamenn töpuðu á móti KR í Lengjubikarnum

KR og ÍA áttust við í riðli 1 í A deild í Lengjubikar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á KR velli í Frostaskjóli. Viktor Jónsson kom Skagamönnum yfir í leiknum strax á þriðju mínútu en heimamenn náðu að jafna eftir rúmar tuttugu mínútur. Þar var að verki hinn efnilegi Jóhannes Kristinn Bjarnason…Lesa meira

Snæfell með öruggan sigur á Aþenu

Snæfell gerði sér ferð í Austurberg í Breiðholti í gærkvöldi og sótti heim sameiginlegt lið Aþenu/Leiknis/UMFK í 1. deild kvenna í körfuknattleik.  Fyrir leik var Aþena í 7. sæti deildarinnar með 14 stig en Snæfell í þriðja með 32 stig. Það má segja og skrifa að Snæfell hafi gert út um leikinn strax í fyrsta…Lesa meira

Þriðji sigur Snæfells í röð

Snæfell mætti liði Hamars/Þór í 1. deild kvenna á laugardaginn og fór viðureignin fram í Stykkishólmi. Það var hart barist frá fyrstu mínútu í leiknum og allt til enda. Í fyrsta leikhluta voru Snæfellskonur sterkari og voru með átta stiga forskot, 30:22, þegar honum lauk. Gestirnir komu til baka í öðrum leikhluta og náðu fimm…Lesa meira

ÍA tapaði fyrir Fjölni

ÍA gerði sér ferð í Grafarvoginn í gærkvöldi og lék gegn liði Fjölnis í 1. deild karla í körfuknattleik. Fjölnir er í harðri baráttu við Selfoss og Ármann um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni á meðan ÍA er í neðri hlutanum. Það var ljóst fljótlega í leiknum að heimamenn voru mættir til að ná…Lesa meira

Sigurganga Skallagríms á enda

Skallagrímur og Hamar mættust í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í Fjósinu í Borgarnesi. Fyrir leik hafði Skallagrímur unnið sjö leiki í röð í deildinni á meðan Hamar var á góðum stað í öðru sæti deildarinnar. Jafnt var á með liðunum fyrri hluta fyrsta leikhluta og staðan 13:14 eftir rúman…Lesa meira