Fimmta tap Skallagríms í röð

Skallagrímur og Ármann mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi. Jafnt var á flestum tölum allan fyrsta leikhlutann sem var dæmigert fyrir leikinn því hann var spennandi frá byrjun til enda. Eftir fimm mínútna leik var staðan 11:10 fyrir Skallagrími en í stöðunni 16:13 settu…Lesa meira

Snæfell tapaði fyrir Þór Akureyri eftir átta leikja sigurhrinu

Þar kom að því. Eftir átta sigurleiki í röð í 1. deild kvenna í körfuknattleik þurftu Snæfellskonur að játa sig sigraða í gærkvöldi. Þær mættu fullar sjálfstraust norður yfir heiðar til að takast á við Þór Akureyri og útlit fyrir hörkuleik þar sem liðin sátu í 2. og 3. sæti deildarinnar en Snæfell þó með…Lesa meira

Íþróttaeldhugi ársins valinn í fyrsta sinn

Ný verðlaun, Íþróttaeldhugi ársins, verða veitt samhliða lýsingu á kjöri Íþróttamanns ársins 2022. ÍSÍ í samvinnu við Lottó standa að nýju verðlaununum til að heiðra sjálfboðaliða innan íþróttahreyfingarinnar og vekja meiri athygli á starfi þeirra. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, segir íþróttahreyfinguna standa í mikilli þakkarskuld við þá einstaklinga sem gefa af tíma sínum til…Lesa meira

Skagamenn með sigur gegn Skallagrími í spennuleik

Nágrannarnir ÍA og Skallagrímur áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í íþróttahúsinu á Vesturgötu. Vel yfir hundrað áhorfendur mættu á leikinn sem er góð mæting miðað við að leikurinn var sýndur í beinni á ÍATV. Stuðningsmenn liðanna létu vel í sér heyra og góð stemning var í…Lesa meira

Vesturlandsslagur í körfunni í kvöld

Í kvöld eigast við ÍA og Skallagrímur í 1. deild karla í körfuknattleik og fer Vesturlandsslagurinn fram á heimavelli Skagamanna í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Liðin eru jöfn í 7. til 8. sæti í deildinni eftir átta leiki en bæði lið hafa unnið þrjá leiki og tapað fimm. Það er því mikið undir í…Lesa meira

Skagamenn stóðu í Álftnesingum

Álftanes og ÍA mættust í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var viðureignin í Forsetahöllinni á Álftanesi. Í fyrsta leikhluta var nánast jafnt á öllum tölum og munurinn aldrei meiri en fjögur stig á milli liðanna. Dúi Þór Jónsson hitti úr tveimur vítum fyrir heimamenn undir lokin og sá til þess að staðan…Lesa meira

Skallagrímur með þriðja tapið í röð

Skallagrímur tók á móti liði Selfoss í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi. Jafnt var nánast á öllum tölum í fyrsta leikhluta og munurinn aldrei meiri en fjögur stig milli liðanna, staðan 31:32 gestunum í vil. Selfoss hóf leik af miklum krafti í öðrum leikhluta og…Lesa meira

Bjarki leikur í dag á lokaúrtökumóti

Kylfingurinn Bjarki Pétursson úr Borgarnesi, sem nú spilar með GKG, og Guðmundur Ágúst Kristjánsson GKG hefja í dag leik á lokaúrtökumótinu fyrir DP Evrópumótaröðina, sem er sterkasta atvinnumannamótaröðin í Evrópu. Þeir Bjarki og Guðmundur Ágúst voru báðir sáttir með frammistöðuna á 2. stigi úrtökumótanna fyrir DP Evrópumótaröðina. „Slátturinn var mjög stöðugur og góður og vinnan…Lesa meira

Snæfell vann sinn sjöunda sigur í röð

KR og Snæfell áttust við í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram á Meistaravöllum í Vesturbænum. Fyrir leik voru liðin jöfn með tólf stig í deildinni ásamt Þór Akureyri í 2. til 4. sæti og því um toppslag að ræða. Það skildi lítið á milli liðanna í fyrsta leikhluta, eftir…Lesa meira

Skallagrímur með tap gegn Álftanesi

Álftanes og Skallagrímur áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn á slóðum forseta vors. Jafnt var á flestum tölum fyrstu mínútur leiksins en síðan tóku Skallagrímsmenn kipp og voru komnir með tíu stiga forystu eftir tæpar fimm mínútur í fyrsta leikhluta. Heimamenn náðu síðan að koma til baka og…Lesa meira