Bílabæ lokað í Borgarnesi

Í tilkynningu frá bifreiðaverkstæðinu Bílabæ við Brákarbraut 5 í Borgarnesi kemur fram að frá og með þessum mánaðamótum verði verkstæðinu lokað að minnsta kosti um tíma. Eingöngu verði um þjónustu dráttarbíls og bifreiðaflutninga að ræða og þakkar Hálfdán Þórisson eigandi Bílabæjar viðskiptavinum sínum traustið undangengin 16 ár. Skessuhorn heyrði í Hálfdáni og segir hann að…Lesa meira

Sonja Lind ráðin verkefnastjóri Framsóknar

Borgnesingurinn Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri fyrir þingflokk Framsóknar en hún hefur starfað fyrir þingflokkinn síðan árið 2020. Sonja mun útskrifast með ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík nú í lok janúar 2023 en lauk hún grunnnámi í lögfræði frá sama skóla árið 2020 og fékk þá verðlaun Viðskiptaráðs Íslands…Lesa meira

Framleiðir ilmvötn og leggings í Kristý

Oddný Þórunn Bragadóttir er eigandi verslunarinnar Kristý í Hyrnutorgi í Borgarnesi. Verslunin hóf starfsemi sína að Skúlagötu 13, þar sem Kaffi Kyrrð er staðsett í dag. Kristý fagnar 30 ára afmæli á þessu ári en Oddný hefur í gegnum tíðina verið eljusöm við framleiðslu og innflutning á vörumerkjum. Hún var m.a. fyrst til að selja…Lesa meira

Landsvirkjun flytur út þekkingu við gerð vatnsaflsvirkjana

Vatnsaflsstöðin Akhalkalaki í Georgíu, sem Landsvirkjun á hlut í og hefur tekið þátt í að reisa, verður vígð við hátíðlega athöfn á morgun. Uppsett afl stöðvarinnar er tæplega 10 MW og mun hún vinna um 50 GWst af endurnýjanlegri raforku árlega. Hluti af verkefninu var einnig uppbygging á tengdum innviðum í nærsamfélagi stöðvarinnar, svo sem…Lesa meira

Heimilt að stofna hlutafélag um rekstur Carbfix

Eigendur Orkuveitu Reykjavíkur hafa einróma samþykkt að stofna hlutafélag um rekstur Carbfix, sem er dótturfélag OR. Tilgangurinn er að gera Carbfix mögulegt að beita tækni sinni í innlendum og alþjóðlegum verkefnum, sem stuðla að því að minnka losun CO2 út í andrúmsloftið og styðja þannig við loftslagsmarkmið Íslands og heimsins. Carbfix vinnur nú að nokkrum…Lesa meira

Hárgreiðslustofan Silfur opnuð á ný

Guðrún Hrönn Hjartardóttir hefur opnað hárgreiðslustofuna Silfur á ný eftir árs hlé. Guðrún lokaði á síðasta ári er hún fór í fæðingarorlof en nú hefur hún opnað aftur á nýjum stað en stofan er til húsa á Nesvegi 7 þar sem rafeindaverkstæðið Mareind er til húsa. Engin hárgreiðslustofa var í bæjarfélaginu síðastliðið ár og því…Lesa meira

Níutíu prósent fylgjandi nýjum samningi

Starfsmenn Norðuráls samþykktu nýjan kjarasamning við fyrirtækið með afgerandi meirihluta, eða 89,2% greiddra atkvæða. Alls voru 8% andvíg en 2,8% tóku ekki afstöðu til samningsins, að því er fram kemur á vef Verkalýðsfélags Akraness. Þátttaka í kosningunni um kjarasamningin var afar góð. Alls greiddu 399 manns atkvæði, eða 88,% þeirra sem voru á kjörskrá. Vilhjálmur…Lesa meira

Starfsleyfi komið og vinnsla hafin í Grímsstaðakjeti

Nýtt kjötvinnslufyrirtæki, Grímsstaðakjet ehf., fékk starfsleyfi sitt afhent í síðasta mánuði og er starfsemi hafin í húsinu. Það eru bændurnir Hörður Guðmundsson og Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir á Grímsstöðum í Reykholtsdal sem hafa undanfarin tvö ár undirbúið stofnun fyrirtækisins og reka það. Þau eru sauðfjárbændur á Grímsstöðum og hafa átt þann draum að geta aukið verðmæti…Lesa meira

„Var alltaf áhugasamur um um fréttir og þjóðmál almennt“

-segir Hörður Ægisson blaðamaður og ritstjóri Markaðarins Vegna áhrifa kórónuveirunnar blasir nú við ein mesta efnahagslægð síðan í kreppunni miklu og mun verri en alþjóðlega fjármálakreppan fyrir um tíu árum. Til skemmri tíma eru afleiðingarnar hrun í ferðaþjónustu og samdráttur í einkaneyslu sem hefur víðtæk áhrif á fjölda atvinnugreina og þar er alvarlegasta afleiðingin atvinnuleysi.…Lesa meira

Sláturtíðin gengið vel

„Er þér sama þó ég vakúmpakki kjöti á meðan við tölum saman,“ spyr Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, gæðastýra Sláturhúss Vesturlands, eftir að síminn hringir hjá henni um kaffileytið á mánudaginn. Sá er þetta ritar er hinum megin á línunni og svarar vitaskuld játandi. Hann spyr fregna frá haustslátruninni í litla sláturhúsinu í Brákarey í Borgarnesi, sem…Lesa meira