
Var ungur byrjaður að hanna hús fyrir huldufólk
Sigursteinn Sigurðsson starfar í dag sem arkitekt og er menningar- og velferðarfulltrúi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Hann er fæddur á Akranesi en ólst upp í Borgarnesi. Uppeldisárunum eyddi hann þó að mestu á ættaróðalinu að Álftártungu á Mýrum. ,,Ég bjó aldrei á Mýrunum en segist alltaf vera Mýramaður,“ segir Sigursteinn í Skinkuhorni vikunnar. ,,Matthildur frænka sagði alltaf; ,,heima er þar sem maður skýtur rótum“ og það er Álftártunga fyrir mér. Afi og amma bjuggu þar og mamma og pabbi byggðu bústað á landinu svo við eyddum miklum tíma þar,“ segir Sigursteinn.