
Framleiðir ilmvötn og leggings í Kristý
Oddný Þórunn Bragadóttir er eigandi verslunarinnar Kristý í Hyrnutorgi í Borgarnesi. Verslunin hóf starfsemi sína að Skúlagötu 13, þar sem Kaffi Kyrrð er staðsett í dag. Kristý fagnar 30 ára afmæli á þessu ári en Oddný hefur í gegnum tíðina verið eljusöm við framleiðslu og innflutning á vörumerkjum. Hún var m.a. fyrst til að selja vörumerkið Victoria‘s Secret á Íslandi og selur hluta af þeim vörum enn í dag. Hún framleiðir einnig sín eigin ilmvötn og hóf nýverið að hanna og framleiða leggingsbuxur.
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "\r\n\r", "innerBlocks": [] }
,,Ég framleiði sjálf tvö vörumerki, TOKENS of ICELAND og Donna Nord. TOKENS of ICELAND inniheldur hálsmen, ilmvötn, silkislæður og blásna kertastjaka úr gleri, þetta eru allt ólíkir hlutir sem er bara skemmtilegt. Ilmvötnin eru t.d. framleidd á Ítalíu sérstaklega fyrir mig og eftir mínu höfði. Svo hef ég átt þetta merki Donna Nord, eða Kona norðursins, síðan fyrir hrun en ég var á tímabili að sauma mínar eigin buxur undir þessu merki en hætti því svo. Nú er ég byrjuð aftur og er að fikra mig áfram með þetta merki. Buxurnar eru framleiddar í Brasilíu núna og eru frekar þykkar, ég er með tvö efni og fjórar útfærslur af þeim. Svo er ég að bæta smám saman við en ég er t.d. að prufa að láta framleiða fyrir mig peysur. Þetta er kannski hugsað meira hversdags en einnig hægt að nota buxurnar í íþróttum.
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "\r\n\r", "innerBlocks": [] }

{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "\r\n\r", "innerBlocks": [] }
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "\r\n\r", "innerBlocks": [] }
Ég er orðin vön að vinna með fyrirtækjum út um allan heim og er alltaf að prufa eitthvað. Það er mikil vinna á bak við þetta og mjög margt sem aldrei gengur upp. Það er t.d. stórt verkefni að finna framleiðendur sem gott er að vinna með. Maður sendir hugmyndir og teikningar og fær margar prufur áður en maður samþykkir það sem fer svo á endanum í framleiðslu. Aðalatriðið er að gefast ekki upp en það er margt hægt ef viljinn er fyrir hendi,“ segir Oddný þegar blaðamaður Skessuhorns kíkti til hennar í Kristý.