AtvinnulífFréttir
Oddný Þórunn Bragadóttir, eigandi Kristý, með buxur úr vörumerkinu Donna Nord sem hún hóf nýlega að framleiða. Ljósm. sþ

Framleiðir ilmvötn og leggings í Kristý

Oddný Þórunn Bragadóttir er eigandi verslunarinnar Kristý í Hyrnutorgi í Borgarnesi. Verslunin hóf starfsemi sína að Skúlagötu 13, þar sem Kaffi Kyrrð er staðsett í dag. Kristý fagnar 30 ára afmæli á þessu ári en Oddný hefur í gegnum tíðina verið eljusöm við framleiðslu og innflutning á vörumerkjum. Hún var m.a. fyrst til að selja vörumerkið Victoria‘s Secret á Íslandi og selur hluta af þeim vörum enn í dag. Hún framleiðir einnig sín eigin ilmvötn og hóf nýverið að hanna og framleiða leggingsbuxur.

Framleiðir ilmvötn og leggings í Kristý - Skessuhorn