Atvinnulíf
Nýja virkjunin í Akhalkalaki í Georgíu. Ljósm. Landsvirkjun Power.

Landsvirkjun flytur út þekkingu við gerð vatnsaflsvirkjana

Vatnsaflsstöðin Akhalkalaki í Georgíu, sem Landsvirkjun á hlut í og hefur tekið þátt í að reisa, verður vígð við hátíðlega athöfn á morgun. Uppsett afl stöðvarinnar er tæplega 10 MW og mun hún vinna um 50 GWst af endurnýjanlegri raforku árlega. Hluti af verkefninu var einnig uppbygging á tengdum innviðum í nærsamfélagi stöðvarinnar, svo sem áveitukerfi og veitukerfi drykkjarvatns.

Landsvirkjun flytur út þekkingu við gerð vatnsaflsvirkjana - Skessuhorn