AtvinnulífFréttir

Bílabæ lokað í Borgarnesi

Í tilkynningu frá bifreiðaverkstæðinu Bílabæ við Brákarbraut 5 í Borgarnesi kemur fram að frá og með þessum mánaðamótum verði verkstæðinu lokað að minnsta kosti um tíma. Eingöngu verði um þjónustu dráttarbíls og bifreiðaflutninga að ræða og þakkar Hálfdán Þórisson eigandi Bílabæjar viðskiptavinum sínum traustið undangengin 16 ár. Skessuhorn heyrði í Hálfdáni og segir hann að ástæðan fyrir lokuninni sé sú að hann sé að verða án mannskapar nú á vordögum og hann sé búinn að upplifa það áður að vera einn á verkstæðinu og það sé ekki hægt. „Ég hafði áætlað að vera með rekstur fram til sumarsins 2024 en svo breyttist það skyndilega núna fyrir stuttu síðan. Einn samstarfsmaður minn sem ég vonaði að yrði áfram hjá mér hætti við og ætlar að flytja erlendis. Þá féll þetta eiginlega um sjálft sig.“

Bílabæ lokað í Borgarnesi - Skessuhorn