Björgunarsveitarmaður lét lífið við æfingu

Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar sendir meðfylgjandi tilkynningu: „Það er mér afar þungbært að þurfa að tilkynna um að góður félagi okkar, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, lést í slysi sem varð á æfingu í straumvatnsbjörgun í og við Tungufljót síðdegis á sunnudag,“ skrifar Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Landsbjargar. „Hugur minn og allra…Lesa meira

Fjölmenni sótti Þjóðahátíð Vesturlands

Í gær stóð Félag nýrra Íslendinga fyrir Þjóðahátíð Vesturlands í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka á Akranesi. Hátíðin fangaði sem fyrr fjölbreytileika menningar á Íslandi og bauð upp á líflega dagskrá með fjölhæfum listamönnum sem komu frá ýmsum löndum. Meðal annars má nefna tónlistarflutning söngvaranna Guilherme Azevedo og Junior Sánchez frá Portúgal og Venesúela, hefðbundinn tælenskan dans…Lesa meira

Harmonikuball á Akranesi næstkomandi föstudag

Föstudaginn 8. nóvember nk. kl. 20:00-22:00 mun Félag harmonikuvina á Vesturlandi, í samvinnu við FEBAN, endurtaka leikinn frá í fyrra vetur og boða til harmonikudansleiks að Dalbraut 4 á Akranesi. Aðgangseyrir kr. 2.000. „Á liðnum vetri var haldið harmonikuball sem tókst ljómandi vel – enda gömlu dansarnir fyrir alla aldurshópa. Á dansleiknum mun „Stórsveit FHVV“…Lesa meira

Sementsblandað vatn í flæðilæk

Meðfylgjandi mynd var tekin í síðustu viku af læk sem rennur frá iðnaðarhverfinu við Höfðasel á Akranesi. Vatnið er blandað sementsefnum eins og sjá má á litnum. Spjótin beindust í fyrstu að starfsemi BM Vallár sem rekur einingaverksmiðju sína ofan við þjóðveginn. Þorsteinn Narfason hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands fór á stúfana og kannaði orsök þessarar mengunar.…Lesa meira

Mikið fjör á hrekkjavökunni

Það var kalt og stillt veður á fimmtudagskvöldið þegar krakkarnir í Grundarfirði gengu í hús og buðu uppá grikk eða gott. Það voru ákveðin hús sem buðu upp á heimsóknir og voru þau hús með útilukt logandi við útihurðina.Lesa meira

Nýjar höfuðstöðvar Náttúrufræðistofnunar verða á Akranesi og starfsstöð sett upp á Hvanneyri

Nýjar höfuðstöðvar Náttúrufræðistofnunar verða á Akranesi samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Ráðherra undirritaði í gær viljayfirlýsingu við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) um að styðja við uppbyggingu starfsstöðva Náttúrufræðistofnunar og fleiri opinberra stofnana ráðuneytisins á Vesturlandi. Í byrjun júlí á þessu ári sameinuðust Náttúrufræðistofnun Íslands, Landmælingar Ísland og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn…Lesa meira

„Ekki má líta á fólk á landsbyggðinni sem vinnuafl fyrir fjármagnseigendur“

Rætt við Uglu Stefaníu oddvita Pírata í Norðvesturkjördæmi Oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar er Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir. Hún kveðst aðspurð hafa valið að bjóða fram krafta sína þar sem hún er alin upp í kjördæminu og þekki því vel til. Hún er fyrst spurð um bakgrunninn, helstu störf, áhugamál og slíkt. „Ég…Lesa meira

45 fyrirtæki framúrskarandi á Vesturlandi samkvæmt Creditinfo

Hraðfrystihús Hellissands stendur best vestlenskra fyrirtækja Alls eru 45 fyrirtæki á Vesturlandi á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki árið 2024, en það er nánast sami fjöldi og á síðasta ári. Nokkur bætast á þennan eftirsótta lista en önnur hafa fallið af honum af ýmsum ástæðum. Alls eru það 1.133 fyrirtæki á öllu landinu sem komast…Lesa meira

Vegur um Uxahryggi skal sæta umhverfismati

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur úrskurðað að fyrirhugaðar framkvæmdir Vegagerðarinnar við Uxahryggjaveg, á milli Brautartungu og Kaldadalsvegar, skulu fara í umhverfismat. Morgunblaðið greindi fyrst frá úrskurðinum sem féll sl. fimmtudag. Nefndin hafnaði kröfu Vegagerðarinnar um að felld verði úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í sumar, um að verkefnið væri háð mati á umhverfisáhrifum. Til…Lesa meira

Mæðrastyrksnefnd vantar húsnæði

Mæðrastyrksnefnd Akraness stefnir á að verða með úthlutun fyrir jólin. Þrátt fyrir auglýsingar fyrr í haust vantar nefndinni enn aðstöðu til að hægt verði að úthluta matvælum. Æskilegt er að keyrsludyr séu á húsnæðinu. Hægt er að hafa samband við Maríu Ólafsdóttur í síma 898-1231 ef húsnæði er í boði.Lesa meira