Byggðaráð Borgarbyggðar hefur samþykkt fyrir sitt leyti tillögur fræðslunefndar að breyttu skipulagi leikskólamála og gjaldskrá sem felur í sér að leikskólinn verður gjaldfrjáls til klukkan 14 hvern dag. Tillagan verður tekin til afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar á morgun, fimmtudag. Forsaga málsins er sú að á sínum tíma voru undirritaðir kjarasamningar við flestar stéttir um styttingu…Lesa meira
Í Miðskógi í Dölum rís þessa dagana 860 fermetra bygging sem hýsa mun eldi kjúklinga. Þetta er annað húsið af þessari gerð sem rís á jörðinni á tveimur árum. Það eru hjónin Skúli Hreinn Guðbjörnsson og Guðrún Esther Jónsdóttir sem standa fyrir þessum framkvæmdum en þau hafa búið í Miðskógi í rétt tíu ár. Fyrra…Lesa meira
Hollvinasamtök Borgarness hafa á liðnum misserum unnið að gerð vandaðs götukorts af Borgarnesi sem sýnir einnig nágrenni bæjarins; uppsveitirnar, fjöll og nokkur kennileiti í landslaginu. Er kortið nú komið í prentun og væntanlegt síðar í þessum mánuði. Á götukorti gátu þjónustufyrirtæki merkt inn staðsetningu sína og kosta þau útgáfuna. Það er Ó.Smári sem hannaði kortið…Lesa meira
Fyrir nokkrum árum stóð sveitarfélagið Dalabyggð frammi fyrir áskorunum sem íbúar margra dreifbýlla svæða þekkja; fólksfækkun og erfiðleika því samhliða. En í dag státar héraðið af því að hafa tekist á við þessar aðstæður af festu, íbúum er aftur tekið að fjölga og íbúðarhúsnæði fullsetið. „Við höfum unnið markvisst að því að endurreisa ímynd Dalabyggðar…Lesa meira
Ýmis óhöpp voru skráð í dagbók lögreglu í vikunni sem leið. Einstaklingur sem hugðist ganga á Hafnarfjall á föstudagskvöldið féll við og er talinn hafa rotast. Viðkomandi var fluttur á brott með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar á Landspítalanum í Fossvogi. Aftanákeyrsla var við umferðarljósin á Akranesi, en án meiðsla. Ekið var aftan á bifreið á…Lesa meira
Byggingafyrirtækið Bestla er nú á lokametrunum í byggingu fjölbýlishússins við Garðabraut 1 á Akranesi. Húsið er byggt á stöllum, sambyggð hús sem skiptist í A og B hluta, en í því er alls 50 íbúðir frá 62 og upp í 170 fermetrar að flatarmáli, allar með geymslu í kjallara. Húsið er byggt á tveimur stöllum…Lesa meira
Veiðin hófst í Þverá í Borgarfirði í morgun en mun hefjast í Kjarará 15. júní. Fyrstu laxarnir eru komnir á land og var verið að landa öðrum laxinum í Ármótakvörn nú skömmu fyrir hádegi þegar við heyrðum í tíðindamanni okkar á bakkanum. Áin hafði gefið sex laxa fyrir hádegi en það var allavega búið að…Lesa meira
Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af um 90 ökumönnum vegna of hraðs aksturs um liðna hvítasunnuhelgi. Auk þess voru meint hraðabrot hjá tæplega 800 ökumönnum til viðbótar mynduð með hraðamyndavélabifreið embættisins. Þrír ökumenn eru grunaðir um ölvun við akstur í vikunni sem leið og einn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í gærkvöldi…Lesa meira
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuráðherra hefur ákveðið með reglugerð að banna endurvigtunarheimild sem útgerðir smábáta hafa fram að þessu haft. Auk þessa stendur til með frumvarpi að refsa strandveiðisjómönnum landi þeir í þrígang umfram leyfilegan hámarksafla. Um það segir í frumvarpinu að landi menn þrisvar sinnum fimm prósent meira en leyfilegum hámarksafla, þ.e. 774 kílóum, skuli…Lesa meira
Tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Orri Harðarson lést 7. júní síðastliðinn, 52 ára að aldri. Frá andláti hans greina dætur hans, foreldrar, bróðir og fjölskylda í Morgunblaðinu í dag. Orri fæddist á Akranesi í desember 1972. Þar ólst hann upp og bjó svo síðar með hléum. Ungur að árum starfaði hann við ýmislegt í heimabæ sínum en…Lesa meira