„Meirihlutinn á alltaf að ráða för“ segir bæjarstjóri Snæfellsbæjar

Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis ákvað í morgun að beita ákæði 71.greinar þingskaparlaga og lagði til að annari umræðu um Veiðgjöld skyldi lokið þegar í stað. Þessu ákvæði hefur ekki verið beitt á þingi síðan 1959. Frumvarpið hefur víða mætt mikilli andstöðu ekki síst við sjávarsíðuna. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa beitt sér í málinu á undanförnum vikum…Lesa meira

Hljómsveitin Brek spilar í Hallgrímkirkju á sunnudaginn

Næstu sumartónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ verða sunnudaginn 13. júlí kl. 16. Þá mun hljómsveitin Brek flytja fjölbreytta tónlist; frumsamda og þjóðlög, jazz og popp. Þau leggja mikla áherslu á texta á íslensku og vilja skapa sérstaka stemningu með flutningi sínum. Hljómsveitina skipa: Harpa Þorvaldsdóttir söngur og píanó, Jóhann Ingi Benediktsson gítar og söngur, Guðmundur…Lesa meira

Næturlokun Hvalfjarðarganga í næstu viku

Loka þarf Hvalfjarðargöngum tvær nætur í næstu viku vegna malbikunarframkvæmda. Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni á að malbika á hringtorgi við Akrafjallsveg norðan megin við göngin og um 500 kafla niður að göngunum í báðar áttir. Framvæmdir munu standa frá klukkan 20:00 mánudaginn 14.júlí til klukkan 07:00 að morgni þriðjudagsins 15.júlí. Aftur verður svo göngunum lokað…Lesa meira

Kjarnorkukafbáturinn USS Newport News í Hvalfirði

Í fyrradag kom til hafnar í Grundartangahöfn bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Newport News. Nú er þetta ekki fyrsta skipið sem tengist hernaði sem siglir um Hvalfjörð. Hins vegar er þetta í fyrsta skiptið í sögunni sem kafbátur knúinn kjarnorku og hefur möguleika á því að bera kjarnavopn kemur til hafnar á Íslandi. Heimsóknin nú er svokölluð…Lesa meira

Framkvæmdir hafnar við þjónustustöð N1 á Akranesi

Framkvæmdir eru nú hafnar á lóðinni Elínarvegi 3 á Akranesi hvar N1 reisir nýja þjónustustöð. Festi móðurfélag N1 og Akraneskaupstaður undirrituðu í vetur samning um kaup bæjarins á fasteignum N1 á Akranesi við Þjóðbraut og Dalbraut. Jafnframt var N1 úthlutað lóðinni Elínarhöfða 3,  sem er austan við Hausthúsatorg.   Á lóðinni verður reist þjónustustöð og…Lesa meira

Samkomulag um bætur Borgarbyggðar til Fornbílafjelags

Borgarbyggð og Fornbílafjelag Borgarfjarðar hafa náð samkomulagi um uppgjör á leigusamningi sín á milli. Borgarbyggð greiðir fornbílafélaginu 14 milljónir króna og úthlutar félaginu tveimur lóðum. Upphaf málsins má rekja til leigusamnings milli sveitarfélagsins og fornbílafélagsins frá árinu 2011 sem síðar tók breytingum á árunum 2015 og 2018. Samningurinn fól í sér leigu fornbílafélagsins á gærukjallara…Lesa meira

Barnó – Best Mest Vest haldin í október

Barnamenningarhátíð Vesturlands verður haldin um allan landshlutann í október. Í vor var blásið til samkeppni meðal barna í landshlutanum og bárust 167 tillögur um nafn á hátíðina. Dómnefnd skipuð krökkum alls staðar af af Vesturlandi hittist nýverið á Akranesi og valdi sigurtillöguna. Dómnefndin gerði gott betur því slagorð hátíðarnnar var einnig valið úr tillögunum. Samkeppnin…Lesa meira

Óskar svara um öryggismál í Hvalfjarðargöngum

Ólafur Adolfsson fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra um öryggismál og umferðraþunga í Hvalfjarðargöngum. Þingmaðurinn vill vita hvaða reglur gilda um hámarksumferð í göngum undir sjó, svo sem Hvalfjarðargöngum, þar sem engar flóttaleiðir eru og akstursstefnur eru akki aðsklildar. Þá vill hann vita hvort íslenska ríkið uppfylli skilmála…Lesa meira

Endurnýjun dreifikerfis hitaveitu í Dalabyggð að hefjast

Rarik undirbýr nú talsverða endurnýjun dreifikerfis hitaveitu sinnar í Dalabyggð. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir deilist á 3-4 ár og kostnaður verði á fjórða hundrað milljónir króna. Í kjölfarið má búast við breytingu á gjaldskrá hitaveitunnar. Rekstur hitaveitu í Dölum má rekja allt til ársins 1982 þegar gerður var kaup- og leigusamningur milli Laxárdalshrepps,…Lesa meira

Kostar á annan tug milljóna að koma upp farnetssendum

Undanfarið hefur fjarskiptafélagið Míla hf. unnið að áfangaskiptri niðurlagningu á einu umfangsmesta fjarskiptakerfi landsins; koparheimtaugakerfi félagsins. Kerfið hefur þjónað Íslendingum í yfir heila öld, upphaflega sem burðarás talsímaþjónustu og síðar sem grunnur fyrir háhraðagagnaflutning með VDSL tækni. Við þessa yfirfærslu á undirliggjandi tækni er gert ráð fyrir að í flestum tilvikum að notendur hafi áfram…Lesa meira