„Mjög spennt að vera komin með aðstöðu í heimabyggð“

Efla er þekkingarfyrirtæki með 50 ára sögu sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Markaðssvið fyrirtækisins eru fjögur; byggingar, iðnaður, orka og samfélag og stoðsvið Eflu eru þrjú; mannauður, rekstur og þróun. Á Vesturlandi er Efla með starfsstöðvar á Hvanneyri, í Grundarfirði og um síðustu mánaðamót bættist við starfsstöð…Lesa meira

Ragnar endurkjörinn formaður VR

Ragnar Þór Ingólfsson var í dag endurkjörinn formaður VR til tveggja ára og ný stjórn kjörin. Ragnar Þór hlaut 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu Hrannar Hjartardóttur. Kosningaþátttaka var rétt rúmlega 30 prósent og hefur aldrei verið meiri í sögu félagsins. Þetta er í þriðja sinn sem Ragnar ber sigur úr býtum í formannskjöri…Lesa meira

„Ég var ekki eins ein og mér hafði fundist áður“

Listakonan Michelle Bird fluttist í Borgarnes árið 2014 og hefur komið sér þar vel fyrir í snotru einbýlishúsi með útsýni yfir Borgarfjörðinn og Hafnarfjallið. Michelle leggur fyrir sig myndlist og hefur lífgað upp á vestlenskt samfélag með verkum sýnum, sýningum, viðburðum og gjörningum. Hún er með mörg járn í eldinum og framundan eru ýmsir viðburðir…Lesa meira

Viðamikil skýrsla um kornrækt kynnt

Undir hádegi í dag var kynningarfundur á Hilton Reykjavík Nordica um nýja skýrslu um eflingu kornræktar í landinu. Matvælaráðuneytið stóð fyrir fundinum. Ráðherra setti fundinn en Helgi Eyleifur Þorvaldsson, aðjúnkt og brautastjóri búfræðibrautar við LbhÍ kynnti skýrsluna og sat fyrir svörum ásamt þeim Agli Gautasyni lektor við deild ræktunar og fæðu hjá LbhÍ og Hrannari…Lesa meira

Geirabakarí í Borgarnesi – Eigendaskipti eftir 35 ára rekstur

Geirabakarí í Borgarnesi er eitt þekktasta bakarí landsins enda úrvals staður og kaffihús sem margir ferðalangar kjósa sem áfangastað auk fastra viðskiptavina úr nærumhverfinu. Næstkomandi föstudag verða tímamót þegar eigendaskipti verða á fyrirtækinu eftir 35 ára rekstur. Sigurgeir Erlendsson og Annabella Albertsdóttir kveðja og Sigurþór Kristjánsson og eiginkona hans Þórdís Arnardóttir taka við fyrirtækinu. Formlega…Lesa meira

Mikil uppbygging í Melahverfi

Mikið er verið að byggja í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit þessa dagana og er þetta hverfi í hraðri uppbyggingu. Við Lyngmel er parhús ágætlega komið á veg, grunnur er kominn að raðhúsi aðeins ofar í sömu götu og þá er fjögurra íbúða raðhúsalengja við Háamel í smíðum. Þar fyrir innan er verið að ljúka við tvö…Lesa meira

„Gaman að vera hluti af fjölbreyttum hópi skapandi einstaklinga“

Unnur Jónsdóttir er grafískur hönnuður með starfsaðstöðu í Nýsköpunarsetrinu á Breið á Akranesi. Hún var ein af frumkvöðlunum sem fluttu starfsemi sína þangað í nóvember 2021. Þá var hún að að vinna verkefni með fyrirtækinu Arttré en þau fluttu snemma starfsemi sína í húsið. „Áður var ég að vinna heima frá 2015 og munurinn er…Lesa meira

Keyrði löturhægt og fékk bifreið aftan á sig

Rétt fyrir miðnætti á þriðjudag í liðinni viku var tilkynnt um umferðaróhapp við Hvalfjarðargöng. Tildrögin voru þau að ökumaður á rafmagnsbíl var á leið upp úr göngunum norðan megin og átti aðeins fimm prósent eftir af rafhlöðu bifreiðarinnar. Var hann á sjö kílómetra hraða á klukkustund vegna þessa og kom þá annar ökumaður aðvífandi á…Lesa meira

Áfram um skólamál í Eyja- og Miklaholtshreppi

Sveitarstjórn í Eyja- og Miklaholtshreppi ákvað á fundi sínum fimmtudaginn 9. mars að boða til íbúafundar til þess að kynna forsendur ákvörðunar sveitarfélagsins um að loka Laugargerðisskóla í vor, náist samningar við annað sveitarfélag um skólaþjónustu. Sigurbjörg Ottesen, oddviti í Eyja- og Miklaholtshreppi, segir í samtali við Skessuhorn að fundurinn verði auglýstur á næstu dögum…Lesa meira

Kvenfélagið Fjóla nærir nærsamfélagið

Kvenfélagið Fjóla í Dölunum er býsna öflugt í fjáröflunarverkefnum. Helstu fjáröflunarleiðir félagsins eru bingó, spilakvöld, sauðburðarbakkelsi, erfidrykkjur og pönnukökubakstur fyrir fyrirtæki í héraði síðasta vetrardag. Þrátt fyrir að vera tiltölulega fámennt félag hefur það styrkt ýmis samtök og verkefni um einhver hundruð þúsunda ár hvert. Kvenfélagið var stofnað 31. júlí 1927. Í því eru nú…Lesa meira