Fyrst og fremst að þjónusta Borgfirðinga

Farið á rúntinn með Eggerti Emil Ólafssyni á Borgarnes skutlunni Sendibílaþjónustan Borgarnes skutlan hóf rekstur í desember 2019 og var púlsinn tekin á Eggert á þeim tíma í blaði Skessuhorns. Eggert nefndi þá að viðtökurnar hafi farið fram úr sínum björtustu vonum og hann vonaðist til að geta farið að stækka við sig í náinni…Lesa meira

Andlát – Hjörtur Þórarinsson fv skólastjóri

Látinn er Hjörtur Þórarinsson fyrrum skólastjóri og fræðslustjóri, 97 ára að aldri. Hjörtur fæddist á Miðhúsum í Reykhólahreppi og ólst þar upp til 12 ára aldurs en flutti þá að Reykhólum. Áhugi hans á kennslu og skólamálum vaknaði snemma því hann lauk kennaraprófi 1948, íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni 1949 og tók reyndar öll kennarapróf sem til…Lesa meira

Mikið vatn og laxveiðin góð um vestanvert landið

Síðasta vika hefur verið viðburðarík í laxveiðinni. Eftir miklar sveiflur í veðurfari rofaði til eftir miklar rigningar um miðjan mánuðinn og laxinn naut góðs af því. Samkvæmt Landssambandi veiðifélaga á angling.is var staðan sú síðastliðinn miðvikudagur að Þverá og Kjarará tróna á toppi íslensku ánna með 847 laxa veiði. Norðurá fylgir fast á eftir í…Lesa meira

Skemmtilegt utanvegahlaup í Dölunum á laugardaginn

Pósthlaupið verður haldið á laugardaginn vestur í Dölum. Þetta er skemmtilegt utanvegahlaup um fáfarnar slóðir í stórbrotinni náttúru. Það verður vel tekið á móti hlaupurum þegar þeir koma í mark. Boðið verður upp á veitingar í Búðardal, útdráttarverðlaun, fjölskyldufjör, hoppukastala, þrautabraut og ís frá Erpsstöðum svo eitthvað sé nefnt. Hlauparar geta valið um þrjá vegalengdir;…Lesa meira

Telja eldgos líklegt á næstu tveimur vikum

Kvikusöfnun undir Svartsengi er stöðug ef horft er til síðustu vikna, segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. „Líkur eru á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu tveimur til þremur vikum. Landris heldur áfram og hefur kvikusöfnun undir Svartsengi verið nokkuð stöðug ef horft er til síðustu vikna. Talið er að á bilinu 13 til 19…Lesa meira

Fagurverk fær gatna- og stéttaviðhald

Alls bárust fjögur tilboð í viðhald gatna og stétta á Akranesi fyrir árið 2024 í kjölfar útboðs fyrr í sumar. Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum að taka tilboði lægstbjóðanda sem var Fagurverk ehf. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 156,7 milljónir króna en tilboð Fagurverks var upp á 142,8 milljónir sem er 91,13% af…Lesa meira

Tónleikar með heitinu „Ljóð úr hverjum steini“ meðal viðburða á Reykholtshátíð

Sextán tónverk Páls á Húsafelli sem samin eru við ljóð borgfirskra skálda Á Reykholtshátíð um næstu helgi verða alls fluttir fernir tónleikar og mega gestir búast við fjölbreytni. Reykholtshátíð er nú haldin í 28. skipti og er ætíð í lok júlí, sem næst vígsluafmæli kirkjunnar, en allir fara tónleikarnir fram í Reykholtskirkju. Þórunn Ósk Marinósdóttir…Lesa meira

Á annað hundrað húsasmiðir hafa lært hjá Akri

Frá því Trésmiðjan Akur á Akranesi var stofnuð í nóvember 1959, fyrir tæpum 65 árum síðan, hafa á annað hundrað nemar í húsa- og húsgagnasmíði lokið sveinsprófi hjá fyrirtækinu. Í júní síðastliðnum bættust tveir í hóp húsasmiða hjá Akri; þeir Vigfús Kristinn Vigfússon og Jóhann Snorri Marteinsson luku sveinsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þar…Lesa meira

Maðurinn með ljáinn var mættur í Árbæjarsafn

Á vef mbl.is var í gær birt bráðgóð myndskreytt frásögn af heyönnum á Árbæjarsafni í útjaðri Reykjavíkur síðastliðinn sunnudag. Í fréttinni er sagt frá því að ungir sem aldnir hafi fengið tækifæri til að taka þátt í heyönnum eins og þær tíðkuðust fyrir daga heyvinnuvéla. Fram kemur að ungviðið hafi virst taka vel í að…Lesa meira

Vegavinna víða í Dölunum

Víða er starfsfólk Vegagerðarinnar að finna í Dalabyggð um þessar mundir. Verið er að gera hið besta úr erfiðri stöðu en hluti vegarins frá Fellsenda og að Erpsstöðum í Miðdölum var tættur í spað snemma vors og malarvegurinn „endurheimtur.“ Því þurfa vegfarendur að sætta sig við lækkaðan hraða og aka þennan kafla á 30-50 km/klst…Lesa meira