Þreyttu Faxaflóasund

Sundfólk úr Sundfélagi Akraness synti sitt árlega Faxaflóasund í gær, fimmtudaginn 14. september en um áheitasund var að ræða til styrktar sundfélaginu. Synt var 21 km löng leið meðfram Langasandi í mikilli veðurblíðu. Alls þreyttu sundið tíu sundgarpar á aldrinum 15-18 ára en skiptu þau vegalengdinni á milli sín þangað til 21 km hafði verið…Lesa meira

Mikilvægir leikir hjá liðum ÍA um helgina

Ef allt fer vel gætu karla- og kvennalið ÍA bæði farið upp um deild um helgina. Skagakonur eiga leik í kvöld í 2. deild gegn Álftanesi syðra klukkan 18 og með sigri tryggja þær sig upp í Lengjudeildina á næsta tímabili. Eins og staðan er núna er ÍA í öðru sæti deildarinnar á eftir ÍR…Lesa meira

Vel heppnaður aðalfundur FKA Vesturlands

Aðalfundur Vesturlandsdeildar Félags kvenna í atvinnulífinu fór fram á Landnámssetri Íslands í Borgarnesi í gær, fimmtudag. Fundurinn var vel heppnaður og vel sóttur. Farið var m.a. yfir verkefni síðasta árs og kosið í nýja stjórn. Stjórnarkonur Vesturlandsdeildar FKA starfsárið 2023 til 2024 eru: Alexsandra Ýr, Aldís Arna Tryggvadóttir og Íris Gunnarsdóttir. Með þeim í stjórn…Lesa meira

Bækur lesnar út um allt í Brekkó

Alþjóðadagur læsis var föstudaginn 8. september síðastliðinn og var lestrarstundin Allir lesa haldin þennan dag eins og hefð er fyrir í Brekkubæjarskóla á Akranesi. Þá tóku sér allir starfsmenn og nemendur bók eða tímarit í hönd klukkan 8:20 og lásu í 20 mínútur, hvar sem fólk var statt. Að auki mættu fjölmargir aðstandendur nemenda til…Lesa meira

„Það er hlýtt andrúmsloft hér inni“

Heilsað upp á skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi Kristín Einarsdóttir er starfandi skólastjóri í Grunnskólanum í Borgarnesi í forföllum Júlíu Guðjónsdóttur skólastjóra, sem er í tímabundnu leyfi, en Kristín hefur undanfarin níu ár verið aðstoðarskólastjóri. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn í skólann á dögunum og hitti Kristínu að máli. Nemendur í skólanum eru alls 323 og…Lesa meira

Engin dvalarrými á Höfða í lok árs 2024

Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar síðasta þriðjudag var fundargerð stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis frá 139. fundi lögð fram til kynningar en fundurinn var haldinn 24. ágúst á Höfða.  Þar kom fram staðan á biðlistum þann 17. ágúst og var hún eftirfarandi: Hjúkrunarrými: 26 einstaklingar. Dvalarrými: 13 einstaklingar. Hvíldarinnlagnir: 35 einstaklingar. Lagt var fram samkomulag við…Lesa meira

Drífa komin í undanúrslit á HM öldunga

Skagakonan Drífa Harðardóttir tekur þessa dagana þátt í heimsmeistaramóti öldunga í badminton sem haldið er í Jeonjy í Kóreu. Mótið er haldið annað hvert ár en Drífa er tvöfaldur heimsmeistari frá síðasta móti í tvíliðaleik og tvenndarleik. Drífu er raðað númer eitt í styrkleikaflokki á mótinu í báðum greinum en hún tekur þátt í tvíliðaleik…Lesa meira

Gæludýr geta veitt mikla gleði á hjúkrunarheimilum

Hundarnir Baltasar og Þoka veita heimilisfólkinu á Höfða, dvalar- og hjúkrunarheimili á Akranesi, mikla gleði. Rannsóknir hafa sýnt gagnsemi þess að vera með gæludýr á dvalar- og hjúkrunarheimilum sem og í öðrum búsetuúrræðum hjá fullorðnu fólki. Dýrin eru þá ýmist íbúar á heimilunum en svo er einnig nokkuð algengt að starfsmenn komi með gæludýrin sín…Lesa meira

Kátt á hjalla hjá krökkum í kartöfluleit – Myndasyrpa

Það var spenna og eftirvænting í loftinu hjá nemendum fjórða bekkjar Brekkubæjarskóla á Akranesi í morgunsárið þegar þeir lögðu af stað á Byggðasafnið í Görðum. Í vor var kartöflugarður sem stendur við hliðina á húsinu Söndum á safnasvæðinu stunginn upp og fengu krakkarnir tvo fulla poka af útsæði til að setja niður. Í morgun voru…Lesa meira

Malbikunarframkvæmdir á Borgarbraut í dag

Malbikunarframkvæmdir hefjast á Borgarbraut í Borgarnesi kl.18 í dag, fimmtudag, fyrir neðan Húsasmiðjuna og munu standa yfir til klukkan þrjú í nótt. Umferð verður handstýrt á báðum endum en lokað verður við Hrafnaklett og Egilsholt. Vegfarendur eru hvattir til að sýna varúð og tillitssemi.Lesa meira