Skagamenn töpuðu fyrir Sindra

Sindri og ÍA áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik síðasta föstudagskvöld og fór viðureignin fram á Höfn í Hornafirði. Ferðaþreytan virtist ekki vera mikið að hrjá Skagamenn í fyrsta leikhluta þó heimamenn væru alltaf aðeins skrefinu á undan. Um miðjan leikhlutann var Sindri sex stigum yfir, 17:11, og við lok hans var þetta…Lesa meira

Séra Hildur Björk sett í embætti

Í gærkvöldi var hátíðarmessa í Reykholtskirkju í Borgarfirði þar sem sr. Hildur Björk Hörpudóttir var formlega sett í embætti sóknarprests. Fram kom að formleg innsetning sóknarprests hefur ekki verið í Reykholti í um fimmtíu ár. Innsetningu séra Hildar Bjarkar hefur í tvígang verið frestað vegna Covid-19. Nú heitir prestakallið Reykholtsprestakall og falla sex sóknir í…Lesa meira

Runólfur SH dreginn til Reykjavíkurhafnar

Á laugardagsmorgninum barst Landhelgisgæslunni beiðni frá skipstjóra Runólfs SH frá Grundarfirði um aðstoð. Vélarbilun hafði orðið í framdrifsgír skipsins þar sem það var statt um 16 sjómílur vestur af Látrabjargi. Nokkru síðar hafði skipstjórinn aftur samband við Landhelgisgæsluna en þá var lítils háttar leki kominn að skipinu sem dælur um borð réðu þó við. Varðskipið…Lesa meira

Skoða leigu og jafnvel sölu félagsheimila

Á fundi í byggðarráði Borgarbyggðar síðastliðinn fimmtudag var lagt fram yfirlit yfir fasteignir sveitarfélagsins og yfirlit um viðhaldsþörf eigna. Fram kemur í fundargerð að þetta hafi verið gert til upplýsingar og stefnumótunar vegna nýtingar fasteigna sveitarfélagsins til framtíðar. Hjá sveitarfélaginu fer nú fram greining og umræða um hvernig efnahagsreikningur og fjárbinding sveitarfélagsins styður við kjarnastarfsemi…Lesa meira

Arnarlax fær 120 milljóna króna stjórnvaldssekt

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. „Við slátrun úr sjókví 11 við Haganes í Arnarfirði í október síðastliðnum varð ljóst að fyrirtækið gat ekki gert grein fyrir afdrifum 81.564…Lesa meira

Kynnti nýja ábendingagátt

Á fund byggðarráðs Borgarbyggðar í síðustu viku mætti samskiptastjóri sveitarfélagsins og kynnti nýja ábendingagátt sem hefur verið í þróun frá því í upphafi sumars. Um er að ræða tæki til framþróunar á stafrænni þjónustu til að bæta samskiptaleiðir íbúa við stjórnsýsluna. Hver ábending eða kvörtun til sveitarfélagsins mun fá sérstakt málsnúmer og verður erindum sjálfkrafa…Lesa meira

Guðmundur og Hallgrímur sigruðu á Þorsteinsmótinu

Þorsteinsmótið í bridds var haldið í gær í Logalandi í Borgarfirði. Mótið er eins og kunnugt er tileinkað minningu um Þorstein Pétursson kennara frá Hömrum sem um árabil beitti sér fyrir framgangi briddsíþróttarinnar í héraði og var auk þess landsliðsmaður eldri spilara. Þorsteinsmót er að venju langstærsta briddsmót í landshlutanum og mögulega einnig utan höfuðborgarsvæðisins.…Lesa meira

Prestur á hjólabretti þjónar brauði á Borg

Rætt við séra Heiðrúnu Helgu sem nýlega tók við Borgarprestakalli Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back á viðburðaríkt ár að baki. Hún hefur stýrt verkefni úkraínskra flóttamanna á Bifröst, verið vígð til prests í Dómkirkjunni, hún varð fertug síðastliðið haust og var í sömu viku sett í embætti í Borgarneskirkju. Hún er því nýráðin prestur Borgarprestakalls. Heiðrún…Lesa meira

Gunnar Tryggvason ráðinn hafnarstjóri Faxaflóahafna

Gunnar Tryggvason er nýr hafnarstjóri Faxaflóahafna. Stjórn Faxaflóahafnar samþykkti ráðningu hans á fundi sínum í gær, 25. nóvember en Gunnar hefur verið starfandi hafnarstjóri frá maí síðastliðnum. Í tilkynningu á vef Faxaflóahafna segir að stjórnin hafi byggt ákvörðun sína á tillögu ráðgefandi hæfnisnefndar sem hafi mælt einróma með ráðningu Gunnars í stöðuna.Lesa meira

Hyggjast kaupa leiktæki fyrir börn á Akranesi

Á fundi Menningar- og safnanefndar Akraneskaupstaðar síðasta miðvikudag var rædd staða verkefnis er varðaði 80 ára afmæli Akraneskaupstaðar, kostnaðaráætlun og næstu skref. Þar þakkaði nefndin þeim Erni Smára Gíslasyni hönnuði og Ólafi Páli Gunnarssyni ráðgjafa fyrir þeirra vinnu vegna fyrirliggjandi hugmyndar að leturvirki á Breið. Menningar- og safnanefnd segir í fundargerð að hugmyndin samræmist ekki…Lesa meira