Veröld

Veröld – Safn

true

Vill fá tilfinningu fyrir því hvernig hjartað slær á hverjum stað

Helgina 23.-25. apríl fór fram forval hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Norðvesturkjördæmi. Þar var valið í fimm efstu sæti á framboðslista fyrir alþingiskosningarnar næsta haust. Bjarni Jónsson sigraði í forvalinu og mun því leiða lista VG í Norðvesturkjördæmi. Í öðru sæti hafnaði Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingiskona, og þriðja sætið tók Sigríður Gísladóttir. Bjarni Jónsson…Lesa meira

true

Skessuhorn þátttakandi í norrænum viðskiptahraðli á vegum Facebook

Samfélagsmiðillinn Facebook auglýsti síðastliðinn vetur eftir svæðisbundnum fjölmiðlum á Norðurlöndunum til þátttöku í nýjum viðskiptahraðli. Nú um helgina greindi fyrirtækið svo formlega frá verkefninu sem raunar hófst í mars. Í viðskiptahraðlinum voru samþykktar umsóknir frá sextán fjölmiðlafyrirtækjum víða af Norðurlöndunum sem valin voru úr hópi hundruða umsækjenda. Þeirra á meðal er Skessuhorn sem einn íslenskra…Lesa meira

true

„Ég finn að hjartað mitt á heima í Norðvesturkjördæmi“

Í lok síðasta mánaðar var kynntur til leiks oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi en það er Guðmundur Gunnarsson sem mun leiða listann í kjördæminu í kosningunum næsta haust. En uppstillingarnefnd Viðreisnar á enn eftir að kynna listann í heild sinni. Guðmundur þekkir kjördæmið vel, hann ólst upp í Bolungarvík en faðir hans er Siglfirðingur og mamma…Lesa meira

true

Sveinbjörn Reyr tekst á við nýjan veruleika eftir vélhjólaslys

Sumardagurinn fyrsti fyrir rúmu ári hverfur Sveinbirni Reyr Hjaltasyni á Akranesi seint úr minni. Þann dag lenti hann í óhappi á motocrossbrautinni við rætur Akrafjalls, hendist á hjóli sínu út fyrir braut og liggur þar um tíma eða þar til félagi hans finnur hann eftir nokkra leit. Sveinbjörn Reyr brotnar við 6. hryggjarlið og er…Lesa meira

true

Sýnir brot úr stóru verki um líf ungrar konu á landsbyggðinni

Ljósmyndarinn Hjördís Halla Eyþórsdóttir hefur sett upp sýningu í Norska húsinu í Stykkishólmi þar sem hún sýnir hluta af nýju langtímaverki sem ber heitið Silfurbúrið. „Þetta er ekki fullklárað verk en það sýnir part af heildarverkinu sem enn er í vinnslu,“ segir Hjördís en fullklárað verður Silfurbúrið að bókverki. Silfurbúrið er verk sem sýnir frá…Lesa meira

true

„Byggðamál eru mannréttindamál“

Í lok marsmánaðar fór fram prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi. Reglur flokksins í Norðvesturkjördæmi eru að yfir 100 manns þurfi að taka þátt svo niðurstaðan verði bindandi. Því lágmarki var ekki náð og var því öllum félagsmönnum Pírata á landsvísu boðið að taka þátt. Sigurvegari í kosningunni varð Magnús Davíð Norðdahl með 325 atkvæði. Gunnar Ingiberg…Lesa meira

true

Alltaf haft áhuga á pólitík

Nýlega hélt Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi kjördæmisþing. Á dagskrá þingsins var kosning um þrjú efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Sigurvegari kosninganna er Valgarður Lyngdal Jónsson, grunnskólakennari og oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi og forseti bæjarstjórnar. Hann hlaut 51 atkvæði af 94, en Gunnar Tryggvason varð næstur með 26 atkvæði. Jónína Björg Magnúsdóttir á Akranesi…Lesa meira

true

Fékk ung brennandi áhuga á pólitík

Nýverið lá ljóst fyrir hvernig röðun efstu manna yrði á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar í haust. Framsóknarflokkurinn reið á vaðið og stóð fyrstur stjórnmálaflokkanna fyrir póstkosningu þar sem tæplega 1200 félagsmenn greiddu atkvæði. Síðan hafa línur tekist að skýrast, meðal annars hjá Samfylkingunni og Pírötum hér í Norðvesturkjördæmi. Í fyrsta sæti á lista…Lesa meira

true

Voru sannarlega tilbúin í líf með barni með auka litning

Í dag er alþjóðlegur dagur einstaklinga með Downs-heilkenni „Hann er mikil félagsvera, glaðlyndur, glettinn, jákvæður og mjög harður af sér,“ segir Inga Guðrún Kristjánsdóttir um Styrkár Gauta Hallgrímsson son sinn. Styrkár er fæddur haustið 2017 og vissu þau Inga Guðrún og Hallgrímur Halldórsson, foreldrar Styrkárs, ekki að hann væri með Downs-heilkenni fyrir fæðingu. Í dag,…Lesa meira

true

Keilufélag Akraness hefur tekið í notkun nýjan búnað

Síðasta haust tók Keilufélag Akraness í notkun nýjar brautir og búnað og er aðstaðan þeirra í dag með besta móti í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu. „Þetta er allt annað fyrir okkur. Gömlu vélarnar voru alveg búnar, þær voru alltaf að stoppa eða bila og þá þurfti að fara bakvið og laga. Það var bæði erfitt…Lesa meira