Veröld

Veröld – Safn

true

Jóhann Lind Ringsted giftir Japani í hjáverkum

Borgnesingurinn Jóhann Lind Ringsted hefur búið í landi hinna rísandi sólar, Japan, í ein tíu ár. Hann býr þar ásamt eiginkonu sinni Ayaka og dótturinni Hönnu í hafnarborginni Sendai í norðurhluta Japan og starfar þar sem kennari. Kennarastarfið er þó ekki að eina sem hann sinnir en hann nýtir helgarnar til þess meðal annars að…Lesa meira

true

Hefur skoðað hátt í fjögur þúsund jarðir

Fáir, ef nokkrir, hafa jafn mikla þekkingu á jörðum á Íslandi og Magnús Leópoldsson löggiltur fasteignasali. Meðfram almennri sölu fasteigna í fyrirtæki sínu, Fasteignamiðstöðinni, hefur hann sérhæft sig í jarðasölu og skoðað meirihluta bújarða á landinu. Við það nýtur hann þekkingar sinnar og reynslu en hann var áður bóndi í Kjós og er nú með…Lesa meira

true

Geðrækt er lykillinn að góðri geðheilsu

G-vítamín dagatalið fyrir þorrann er komið í sölu hjá Geðhjálp en í því eru 30 skammtar af G-vítamíni fyrir alla. „Í dagatalinu eru lítil og einföld geðræktandi ráð sem hjálpar fólki að bæta geðheilsu sína. Við þurfum öll að glíma við eitthvað í gegnum lífið og stundum blæs hressilega á móti. En ef maður stundar…Lesa meira

true

Skinkuhorn hlaðvarp – Hlynur Bæringsson

Körfuboltaleikmaðurinn Hlynur Bæringsson er fæddur í Stykkishólmi. Hann bjó í Grundarfirði til þrettán ára aldurs en flutti þaðan til Borgarness þar sem hann bjó í sex ár. Leið hans lá svo aftur til Stykkishólms næstu átta árin eftir það þar sem ferill hans í körfuboltanum tók af stað. Hlynur hefur síðan þá m.a. starfað sem körfuboltamaður…Lesa meira

true

Flytja útvarpsþætti um jólin um litríka sögu Sonju de Zorrilla

Sonja de Zorrilla varð þjóðþekkt eftir að ævisaga hennar, rituð af Reyni Traustasyni, kom út árið 2002. Sonja lifði ævi sem var lyginni líkust. Hún bjó í Þýskalandi fyrir seinni heimsstyrjöldina, bjó heilt ár á Ritz hótelinu í London, sótti boð fína og fræga fólksins í París og fylgdist með tískusýningum Coco Chanel. Þegar hún…Lesa meira

true

Viðburðaríkt ár hjá Hollvinasamtökum Borgarness

Hollvinasamtök Borgarness hafa verið með ýmis verkefni á sinni könnu á árinu sem er að líða en markmið samtakanna er að vinna að bættum lífsgæðum í Borgarnesi, bæði hvað varðar umhverfi, framboð menningar og afþreyingar fyrir bæjarbúa og gesti Borgarness. Í samstarfi við þjónustuaðila í Borgarnesi, Elín Elísabetu Einarsdóttur teiknara, Borgarbyggð og Borgarverk ehf. var…Lesa meira

true

Best að yfirfara slökkvitækin að lágmarki þriðja hvert ár

Slökkvilið Borgarbyggðar rekur slökkvitækjaþjónustu í slökkvistöðinni við Sólbakka í Borgarnesi. Að sögn Bjarna Kristins Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra er starfsemin með öllu aðskilin rekstri sjálfs slökkviliðsins, en er í boði í ljósi þess að einkaaðilar eru ekki að sinna þessari þjónustu í heimabyggð. Töluvert mismunandi er milli sveitarfélaga hvernig þessari þjónustu er háttað. Í slökkvistöðinni í Borgarnesi…Lesa meira

true

Að afloknu Útvarpi Akraness

Nú er enn ein útvarpshelgin liðin. En okkur finnst eins og við séum rétt að leggja af stað! Það er sagt að tíminn fljúgi þegar það er gaman og það á svo sannarlega við núna. Þetta hefur verið frábær helgi. Skemmtilegir þættir og fjölmargir viðmælendur. Mér telst til að 21 þætti hafi verið útvarpað beint…Lesa meira

true

Hljómsveitin E.C gefur út sína fyrstu skífu

Hljómsveitin E.C gaf nýlega út sína fyrstu skífu, Man of Mystery. Á plötunni eru fimm lög, hvert öðru betra. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Skagastrákarnir Ari Jónsson, Trausti Már Ísaksen og Hörður Gunnar Geirsson. Ari og Trausti eru söngvarar hljómsveitarinnar en Trausti „rappar“ meðal annars í laginu Impulses. Skífan kom út 6. nóvember og er nú fáanleg…Lesa meira

true

Fjölskylda hefur fengið sterk viðbrögð eftir hreinskipta færslu um einelti

Samfélagið þarf að viðurkenna vandamálið svo hægt sé að bregðast við Á alþjóðlegum degi gegn einelti, 8. nóvember síðastliðinn, voru ýmsir sem drápu niður penna og skrifuðu um það alþjóðlega vandamál, og þar af leiðandi einnig þjóðfélagsmein, sem einelti er. Grípum fyrst niður í skilgreiningu á hvað einelti er. Á Vísindavefnum segir m.a: Einelti er…Lesa meira