Veröld

Veröld – Safn

true

Laufey Lín tók við Grammy verðlaunum

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hlaut í gær Grammy-verðlaun fyrir plötu sína Bewitched. Platan hafði verið tilnefnd í flokki hefðbundinna söng-poppplatna. Meðal þeirra sem tilnefndir voru til þessara verðlauna var stjarna á borð við Bruce Springsteen. Við verðlaunaafhendinguna þakkaði Laufey meðal annars fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn, einkum systur sinni sem hún sagði hafa verið sinn helsta…Lesa meira

true

Eftir mikla messugerð – má svo hleypa út vindi

„Það er lítilfjörlegt starf fyrir 22 fullhrausta karlmenn að hlaupa á eftir vindblöðru,“ var haft eftir gömlum manni á Akranesi fyrir margt löngu en þessi starfsemi hefur þó notið töluverðra vinsælda bæði hérlendis og erlendis á undanförnum árum. Vafalaust hafa líka margir þeirra blöðrufylgjenda sem þekktastir eru aflað nokkuð margfaldra ævitekna þessa gamla manns en…Lesa meira

true

Dregur til tíðinda

Stór hluti kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum er við það að losna. Næstkomandi föstudag renna fjölmargir þeirra út og ef ekki tekst að semja á næstu dögum má búast við átökum. Það sem einkennt hefur undirbúning nýrra samninga á liðnum vikum er sterkur vilji fulltrúa launþega að ná fram mjög hófstilltum hækkunum kauptaxta gegn því að…Lesa meira

true

Björgvin Þór og Jóna Margrét komust áfram í Idol

Annar þáttur útsláttarkeppni Idol söngkeppninnar fór fram á föstudagskvöldið í Idolhöllinni að Fossaleyni og var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2. Uppselt var í sal á annað úrslitakvöldið eins og það fyrsta en um 500 manns komast að í salnum. Þema kvöldsins í þættinum var 80’s lög eða lög frá níunda áratugnum. Sex keppendur…Lesa meira

true

Rímspillir gleymdist

Það er misjafnt mannanna lánið. Frá því í haust hefur dagsetning næsta bóndadags verið talsvert á reiki og hefur vafist fyrir þorrablótsnefndum víðsvegar um landið, þar á meðal hér á Vesturlandi. Eldgömul hefð er fyrir að halda þorrablót alltaf fyrsta, annan, þriðja eða fjórða laugardag í Þorra, menn reikna með því. Nú hefur sú regla…Lesa meira

true

Að fresta þeirri dáð í dag – sem drýgja mætti síðar

Flestir reyna að gera þokkalega við sig í mat og drykk um hátíðarnar og svo taka þorrablótin við með öllum sínum kræsingum. Varla við öðru að búast en almenningur ávaxti sín pund í bókstaflegri merkingu þeirra orða sem hefur að vísu ekki góð áhrif á yfirstandandi megrunarkúra né heldur á kortagreiðslurnar ef út í það…Lesa meira

true

Dagur í lífi stöðvarstjóra N1 í Ólafsvík

Nafn: Aría Jóhannesdóttir Fjölskylduhagir/búseta: Fædd og uppalin í Ólafsvík. Starfsheiti/fyrirtæki: Stöðvarstjóri hjá N1 í Ólafsvík. Áhugamál: Baka kökur. Dagurinn: Miðvikudagurinn 10. janúar 2024 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir?  Vaknaði klukkan 7 og byrjaði á því að vekja dóttur mína. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Hleðslu. Hvenær fórstu til vinnu og…Lesa meira

true

Eyða þarf óvissunni

Margir vöknuðu illa á sunnudagsmorgun þegar fréttir fóru að berast af því að eldgos væri hafið nærri byggð í Grindavík. Fyrri sprungan sem opnaðist þá um morguninn var eina 450 metra frá næstu húsum og strax voru vonir bundnar við að nýir varnargarðar myndu gera gagn. Sú varð og raunin. En í hádeginu sama dag…Lesa meira