Veröld

Veröld – Safn

true

Verkfræðistofan Verkís fagnar 90 ára afmæli

Á þessu ári eru liðin 90 ár síðan Sigurður Thoroddsen stofnaði fyrstu verkfræðistofu á Íslandi og miðast aldur Verkís verkfræðistofu við þann atburð. Þegar Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen (VST) var stofnuð árið 1932 var Ísland ekki orðið lýðveldi, hús hituð með olíu og kolum og örfáar sundlaugar voru á landinu. Fyrsta ár VST sinnti stofan þremur…Lesa meira

true

Eva Laufey til Hagkaupa

Skagakonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaupa. Eva Laufey er viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað sem dagskrárgerðarmaður á Stöð 2 undanfarin níu ár. Eva Laufey tekur við nýrri stöðu hjá Hagkaupum sem er liður í þeirri stefnu félagsins að bæta upplifun viðskiptavina og þróa stafræna þjónustu við viðskiptavini.Lesa meira

true

Skagamenn skora mörkin á Spotify

Geisladiskurinn Skagamenn skora mörkin var gefinn út árið 2007 til minningar um Sturlaug H. Böðvarsson en 90 ár voru þá liðin frá fæðingu hans. Diskurinn inniheldur alls konar tónlist tengd Akranesi og var framleiddur í tvö þúsund eintökum til styrktar ÍA. Á disknum má finna lög með flytjendum eins og Tíbrá, Dúmbó og Steina, Orra…Lesa meira

true

Leiðist ekki að segja fólki að vökva

Með hækkandi sól, hlýindum og árstíðarskiptum fara eflaust margir að skipuleggja vorverkin framundan og þá ekki síst í garðinum heima hjá sér. Suma hlakkar til að komast með puttana í beðin á meðan aðrir klóra sér í hausnum yfir því hvar og hvenær eigi að byrja, hvað skuli gera, hvenær og hvað megi – og…Lesa meira

true

Fer með ljósmyndara um landið í ljósmyndaferðir

Þórarinn Jónsson frá Akranesi hefur rekið ferðaþjónustufyrirtæki sitt Thor Photography frá árinu 2014. Hann er með dyggan hóp fylgjenda á samfélagsmiðlum eða yfir 30.000 samtals og eins og nafnið gefur til kynna þá sérhæfir hann sig í sérstökum ljósmyndaferðum eða workshops eins og slíkar ferðir eru gjarnan kallaðar á ensku. „Ljósmyndunin var alltaf áhugamál sem…Lesa meira

true

Bóna, bóna, bóna og bóna

Einar Árni Pálsson í Borgarensi vinnur stóran hluta af árinu á frystitogara, en vinnur einnig við að þrífa bíla þegar hann er í landi og hefur fengið mikið hrós fyrir sína vinnu, skilar bifreiðum eins og nýjum til eiganda. Skessuhorn setti sig í samband við Einar til að fá nokkur góð ráð; tips og trix,…Lesa meira

true

Tíu ár frá opnun Akranesvita

Fimmtudaginn 24. mars voru liðin tíu ár frá því Akranesviti var opnaður almenningi til skoðunar en að þeim tíma voru það einungis vitaverðir sem höfðu aðgang að vitanum. Hugsjónamaðurinn Hilmar Sigvaldason átti upphaflega þá hugmynd að opna vitann fyrir ferðafólki og hefur hann staðið þá vakt allar götur síðan. Breiðin og Akranesviti eru nú orðnir…Lesa meira

true

Einhverfa er allskonar

Samtökin Blár apríl – Styrktarfélag barna með einhverfu hafa ákveðið að leggja bláa litnum og taka upp nafnið Einstakur apríl. Nýja merki félagsins er í öllum regnbogans litum og undirstrikar það hversu fjölbreytt einhverfa er. En samtökin hafa í aprílmánuði undanfarin ár gert ýmislegt til að vekja athygli á málefnum barna á einhverfurófinu og er…Lesa meira

true

Fundu hvalbein í fjörunni við Búðardal

Bræðurnir Aron Ívar og Almar Þór Baldurssynir eru sex ára og búa í Borgarnesi. Þeir eru á leikskólanum Klettaborg en hafa mjög gaman af að safna steinum og að finna bein er alltaf sérstakur bónus. Þeir eiga ömmu og afa í Búðardal og bjuggu sjálfir þar til þriggja ára aldurs. Þeir fara oft í fjöruferðir…Lesa meira

true

Jaclyn setur upp sýningu á Vetrardögum á Akranesi

Núna um helgina 18.-20. mars heldur listakonan Jaclyn Poucel sýningu á málverkum sínum á Akranesi. Jaclyn er 28 ára listakona og fótboltakona frá Lancaster í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum. „Það er ekki langt frá Philadelphia,“ útskýrir hún. Jaclyn flutti fyrst til Íslands árið 2016 til að spila fótbolta með ÍA í Pepsi deildinni. Hún kynntist þá…Lesa meira