Veröld

Veröld – Safn

true

Gömlu dansa ball í Tónbergi

Í síðustu viku var kennsla í Tónlistarskóla Akraness með óhefðbundnum hætti og nemendum boðið upp á ýmis námskeið í stað hefðbundinna tónlistartíma. Sum námskeiðanna voru einnig opin utan skólans. Var þetta fjörleg dagskrá og ýmsar áskoranir. Meðal annars var haldið opið gömlu dansa ball í Tónbergi, þar sem nemendur komu saman og léku á ýmis…Lesa meira

true

Hlaðvarpið Skinkuhorn – Kynningarþáttur

Þetta er fyrsti þáttur Skinkuhornsins, sem er hlaðvarp úr smiðju Skessuhorns. Þáttastjórnendur eru Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir og Steinunn Þorvaldsdóttir. Skinkuhorn eru viðtalsþættir þar sem þáttastjórnendur leitast við að taka viðtöl við Vestlendinga, sem hafa frá einhverju skemmtilegu og/eða áhugaverðu að segja. Í þessum þætti kynna þáttastjórnendur sjálfa sig og þær breytingar sem verða munu á…Lesa meira

true

Matland segir söguna á bak við framleiðsluna

Matland er nýr vefmiðill þar sem fjallað er um mat og matvælaframleiðslu út frá ýmsum sjónarhornum. Útgefandi Matlands rekur vefverslun samhliða miðlinum þar sem lögð er áhersla á að segja frá uppruna matvælanna og fólkinu sem framleiðir matinn. Á Matlandi er meðal annars hægt að kaupa ferskt grænmeti, nauta- og hreindýrakjöt, aðalbláber úr Svarfaðardal, lambakjöt…Lesa meira

true

„Að spila fyrir fólk er lífsnauðsynlegt fyrir mig“

Tónlistarmaðurinn Mugison hefur verið á ferðinni á tónleikaferð um landið undanfarið og var með alls níu tónleika í septembermánuði fyrir austan og norðan. Blaðamaður Skessuhorns hringdi í Mugison um síðustu helgi til að heyra hvernig gengi. Mugison heldur tónleika í Borgarnesi og á Akranesi í vikunni og segir hann að hingað til hafi verið uppselt…Lesa meira

true

Var með rangt netfang og símanúmer skráð

Íslensk getspá þurfti að hafa dálítið fyrir því að finna heppinn lottóspilara sem vann fimmfalda pottinn 10. september síðastliðinn. „Vinningshafinn hafði keypt lukkutölurnar í Lottó-appinu og var einn með þær allar réttar. Hins vegar hafði viðkomandi láðst að uppfæra upplýsingar um nýtt símanúmer og netfang í appinu. Þess vegna var ekki unnt að hafa samband,…Lesa meira

true

Ungar konur prjóna saman í Borgarnesi – Myndband

Prjónamenning virðist lifa góðu lífi milli kynslóða á Íslandi en nýverið hófust prjónakvöld fyrir ungar konur í Borgarnesi. Þær Dagbjört Birgisdóttir, Kolbrún Tara Arnar­dóttir og Erla Katrín Kjartans­dóttir stofnuðu prjónahóp á Face­book en þær segja mikinn prjóna­áhuga ríkja hjá sinni kynslóð. ,,Við sendum út tilkynningu því okkur langaði í prjónaklúbb en við vorum búnar að…Lesa meira

true

Nesmelsrétt í Hvítársíðu var fyrsta rétt haustsins – myndband og myndir

Það viðraði vel fyrir bændur og búsmala þegar Síðufjallið var smalað á laugardaginn og fé rekið til réttar á Nesmel í Hvítársíðu. Þægileg gola og sextán stiga hiti gerði daginn fallegan í alla staði. Síðufjallið er einkum smalað til að létta á þeim fjárfjölda sem annars væri rekinn til Þverárréttar um næstu helgi. Féð í…Lesa meira

true

„Móri var hinn fegursti hrútur sem settur var á” – söngur

Dalakonan Íris Björg Guðbjartsdóttir er sauðfjárbóndi á bænum Klúku á Ströndum. Um síðastliðna helgi, 19-21. ágúst fór fram Íslandsmeistaramót í hrútadómum á Sauðfjársetrinu á Ströndum. Af því tilefni gerði Íris sér til gamans texta um hrútinn sinn, hann Móra. Hér syngur hún textann og spilar undir lagið Frank Mills, úr söngleiknum Hárið.Lesa meira

true

Fór á hjóli 41 ferð upp og niður Akrafjall

Um síðustu áramót setti Guðgeir Guðmundsson á Akranesi sér það takmark að fara 41 sinni niður á hjóli frá öðrum hvorum toppnum á Akrafjalli, áður en hann yrði fertugur. Í allan vetur er hann búinn að hjóla upp og niður fjallið í sól, snjó, myrkri, þoku, rigningu, logni og hvassviðri enda allra veðra von á…Lesa meira

true

FISK Seafood gefur Háskólanum á Hólum húsnæði sitt í Hjaltadal

Gengið hefur verið frá samkomulagi á milli Háskólans á Hólum og FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki um nýtt húsnæði fyrir Fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans. Starfsemin hefur um langt árabil verið rekin með stuðningi FISK Seafood í húsnæði félagsins á Sauðárkróki en mun á næsta ári færast í tæplega tvö þúsund fermetra í nágrenni skólans í…Lesa meira