Ungar konur prjóna saman í Borgarnesi – Myndband

Prjónamenning virðist lifa góðu lífi milli kynslóða á Íslandi en nýverið hófust prjónakvöld fyrir ungar konur í Borgarnesi. Þær Dagbjört Birgisdóttir, Kolbrún Tara Arnar­dóttir og Erla Katrín Kjartans­dóttir stofnuðu prjónahóp á Face­book en þær segja mikinn prjóna­áhuga ríkja hjá sinni kynslóð. ,,Við sendum út tilkynningu því okkur langaði í prjónaklúbb en við vorum búnar að heyra úr svo mörgum áttum að það væri áhugi fyrir því. Við stofn­uðum bara hóp á Facebook og hittumst núna öll mánudagskvöld á Kaffi Kyrrð. Við sáum fyrir okkur að skiptast á að halda þetta í heimahúsi en svo sprakk hópur­inn svolítið og nú erum við komnar með rúmlega 40 stelpur í hópinn. Við erum svo heppnar að fá þessa aðstöðu en Kaffi Kyrrð er með opið lengur fyrir okkur þessa mánudaga og stefnum við á að halda því áfram í vetur. Fyrsta kvöldið sem við hitt­umst vorum við að kenna einni að fitja upp svo það eru bæði stelpur að koma til að læra að prjóna en líka lengra komnir prjónarar. Þetta er engin keppni, bara afsökun til að hittast og eiga notalegt kvöld, fá sér kaffi og köku og spjalla saman,“ segja þær Erla Katrín og Kolbrún Tara í samtali við Skessuhorn.

Sjá viðtal við Erlu Katrínu og Kolbrúnu Töru hér fyrir neðan.