Veröld

Veröld – Safn

true

Fornleifauppgrefti í Ólafsdal lokið í bili

Sumarið 2018 hófst uppgröftur á minjum frá 9. eða 10. öld í Ólafsdal í Gilsfirði. Nú fjórum árum seinna er staðan sú að búið er að grafa upp öll mannvistarlög innan úr skálanum en veggirnir fá að standa enn. Hópur fornleifafræðinga frá Fornleifastofnun Íslands lauk við gröftinn síðastliðinn föstudag. „Það eru margar tóftir á þessu…Lesa meira

true

„Kirkjan stendur hjarta mínu mjög nærri“

Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir býr ásamt fjölskyldu sinni í Böðvarsholti í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hún er gift Þorkeli Marvini Halldórssyni sem er menntaður bakari og vinnur sem matráður í Grunnskóla Snæfellsbæjar, Lýsudeild, þar sem dætur þeirra tvær ganga einnig í leik- og grunnskóla, þær Árelía Ósk og Viðja Margrét. Árið 2018 kláraði Dagbjört B.Ed. gráðu í…Lesa meira

true

Tóku upp sýndarveruleikamyndband í baðstofunni

Baðstofan frá Úlfsstöðum í Hálsasveit er mikil gersemi í Safnahúsi Borgarfjarðar, en hún er miðpunktur sýningarinnar Börn í 100 ár. Þangað komu prúðbúnir gestir í síðustu viku, þær Anna Dröfn Sigurjónsdóttir og Sigrún Elíasdóttir. Erindið þeirra var að taka upp myndband í baðstofunni. Þær stöllur vinna sem fyrr að ýmsum verkefnum í sameiningu, gjarnan á…Lesa meira

true

Örninn varðveitti baukinn í áratugi

Byggðasafn Borgarfjarðar er eitt safnanna í Safnahúsinu í Borgarnesi. Söfnun muna hófst fyrir margt löngu og einn fyrstu gripa sem safnið eignaðist var tóbaksbaukur sem hafði verið í eigu Jóns Jónssonar bónda í Knarrarnesi. Saga bauksins er áhugaverð. Jón var fæddur árið 1809 og varð einungis 37 ára gamall. Einhvern tímann á árunum 1830 til…Lesa meira

true

Heimir Fannar ráðinn framkvæmdastjóri hjá Advania

Skagamaðurinn Heimir Fannar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania. Frá 2013 hefur hann starfað hjá Microsoft, lengst af sem forstjóri. Heimir hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr upplýsingatæknigeiranum. Undanfarin tvö ár hefur hann aðstoðað alþjóðleg fyrirtæki við að nýta viðskiptalausnir Microsoft. Þar á undan stýrði hann skrifstofu Microsoft á Íslandi í sex ár. Advania hefur um…Lesa meira

true

Freyja kjörin nýr formaður SÍNE

Freyja Ingadóttir er nýr formaður SÍNE, Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Freyja var kjörin á sumarráðstefnu SÍNE sem fram fór laugardaginn 14. ágúst. Hún tekur við formennskunni af Hauki Loga Karlssyni sem gengt hefur hlutverkinu síðastliðið ár. Freyja starfar sem verkefnisstjóri hjá ferðaþjónustufyrirtæki en útskrifaðist með meistarapróf í alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Edinborg í fyrra. Síðastliðið…Lesa meira

true

„Ég þakka fyrir þessa ofurhetju á hverjum degi“

Martin Kristó er alltaf brosandi þrátt fyrir margar aðgerðir á stuttri ævi Á Akranesi býr þriggja ára strákur, Martin Kristó Þórðarson, sem á sér afar áhugaverða sögu þrátt fyrir ungan aldur. Hann fæddist með nokkra fæðingargalla og líf hans hefur einkennst af baráttu við þá og fleira. Það sem er einkennandi fyrir þennan strák er…Lesa meira

true

Höskuldur á stall með verkum eftir fremstu listamenn sögunnar

Nýverið var breskur listaverkasafnari á ferð hér á landi. Í fórum þessa manns eru verk eftir marga af fremstu listamenn sögunnar, meðal annarra Pabló Picasso, Henri Matisse og Paul Cézanne. Breski safnarinn átti erindi hingað. Hann vildi kaupa verk eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli. Aðspurður segir Páll í samtali við Skessuhorn að safnarinn hafi skoðað…Lesa meira

true

Dagsstund með Borgarfjarðardætrum

Það var hrein unun að fylgjast með dömunum, Önnu Þórhildi frá Brekku, Ástu Marý frá Skipanesi, Birnu Kristínu frá Ásbjarnarstöðum, Steinunni frá Hjarðarholti og Þorgerði frá Sámsstöðum leika og syngja í Reykholtskirkju 4. júlí síðastliðinn. Á dagskránni voru píanóverk, einsöngur, tvísöngur. Það er ekki miklu að kvíða fyrir tónlistarlífið hér um slóðir. Listamenn á hljóðfæri…Lesa meira

true

Bland í poka pokinn tæmdur

Myndlistarkonan Tinna Rós Þorsteinsdóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Tinna Royal var bæjarlistamaður Akraness árið 2020. Hún var að ljúka sýningu sinni Bland í poka – Skúlptúrasýningu, sem hefur staðið yfir í Bókasafni Akraness frá 11. júní í sumar. Sumarið 2016 hélt Tinna myndlistarsýningu á Bókasafni Akraness og hefur starfað þar við íhlaupavinnu síðan. Þá hefur…Lesa meira