Veröld

Veröld – Safn

true

Hvaðan kemur Regnbogafáninn?

Árið 1978 hannaði og saumaði San Francisco-búinn Gilbert Baker fána með röndum regnbogans. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra. Á þrjátíu árum hefur fáninn orðið þekktari sem tákn þeirra en bleiki þríhyrningurinn sem um langt skeið var helsta auðkenni réttindabaráttunnar. Fyrir þetta framtak sitt hefur Gilbert Baker stundum verið kallaður Betsy Ross samkynhneigðra en hún…Lesa meira

true

Vestlendingar í stjórn Atvinnurekendadeildar Félags kvenna í atvinnulífinu

Ný stjórn Atvinnurekendadeildar Félags kvenna í atvinnulífinu, AFKA, tók til starfa á aðalfundi deildarinnar fyrr í mánuðinum. Í nýrri stjórn sitja tvær konur í atvinnurekstri á Vesturlandi, þær Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður og skartgripahönnuður, og Ingibjörg Valdimarsdóttir, eigandi Ritara og Stay West. Auk þess er Margrét Rósa Einarsdóttir á Hótel Glym og Englendingavík í varastjórn deildarinnar.…Lesa meira

true

Kassabílarallý skipulagt á Akranesi í ágúst

Sagt er frá því á fésbókarsíðu hópsins Kassabílasmíði á Akranesi að í ágúst verði keppt í kassabílarallýi á Akranesi í fyrsta skipti. Þessi dagur verður tileinkaður kassabílum og kassabílasmíði þar sem keppt verður í nokkrum þrautum og verða veitt verðlaun fyrir frumlegasta og flottasta kassabílinn. Akraneskaupstaður styrkir framtakið og er ætlunin að þetta verði ógleymanleg…Lesa meira

true

Íbúar á Vesturlandi hvattir til þátttöku á mótinu

Landsmót Ungmennafélags Íslands fyrir 50 ára og eldri fer fram í Borgarnesi helgina 27.-29. ágúst í sumar. Þetta verður í tíunda skipti sem mótið er haldið. Flemming Jessen er formaður framkvæmdarnefndar Landsmótsins. Hann segir að fyrsta Landsmótið hafi verið haldið á Hvammstanga árið 2011 með um 200 keppendum en þátttaka hafi aukist jafnt og þétt…Lesa meira

true

Reynir Hauksson fer um landið með flamenco tónleika

Reynir Hauksson flamenco gítarleikari frá Hvanneyri hélt af stað í tónleikaferðalag um landið á fimmtudaginn, ásamt hljómsveit. Reynir hefur undanfarin ár búið á Granada á Spáni þar sem hann spilar flamenco gítarleik. Undanfarin ár hefur hann komið reglulega til Íslands þar sem hann hefur kynnt Íslendinga fyrir flamenco tónlistinni. Árið 2019 gaf hann út sína…Lesa meira

true

Nýtt útibú ADHD samtakanna opnað á Vesturlandi í ágúst

ADHD samtökin eru í mikilli uppsveiflu þessi misserin. Aðalskrifstofa samtakanna er að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík en jafnframt hafa verið sett á stofn útibú á Norður-, Austur- og Suðurlandi auk Vestmannaeyja. Nú er verið að undirbúa stofnun útibús á Vesturlandi og síðan verður hringnum lokað með Vestfjörðum. Fyrirhugað er að stofnfundur ADHD Vesturlands verði í…Lesa meira

true

Búið að opna Blue Water Kayaks á Akranesi

Blue Water Kayaks er nýtt fyrirtæki á Akranesi sem er með leigu og sölu á kajökum, róðrabrettum, blautgöllum og öðrum aukahlutum eins og árum, vatnsheldum símapokum og björgunarvestum. Opnað var síðastliðinn þriðjudag fyrir sölu og bókanir á kajökunum á síðunni https://bw-kayak.com og þar er að finna allar helstu upplýsingar. Svo verður opnunarhátíð 5.-6. júní næstkomandi…Lesa meira

true

„Netið, sjónvarpið og betra fæði hefur bætt aðbúnað okkar“

Sigurður Ólafur Þorvarðarson er uppalinn Grundfirðingur og ólst upp í miklu návígi við sjóinn og sjávarútveginn. Faðir hans var Þorvarður Lárusson útgerðarmaður og skipstjóri. Allir bræður Óla Sigga fóru ungir til sjós og fjórir af fimm bræðrum hans fóru í Stýrimannaskólann. „Ég var 15 ára þegar ég byrjaði á skaki á Lunda SH-1 sem faðir…Lesa meira

true

Sumarið í sveitinni er tilvalin bók í fjölskylduferðalagið

Sumarið í sveitinni er ný bók eftir þau Guðjón Ragnar Jónasson og Hörpu Rún Kristjánsdóttur. Í bókinni eru fjölmargar spurningar og svör sem tengjast lífinu í sveitum landsins. Veit fólk til dæmis hvaða starfi kúarektorar gegna? Eða hver er metfjöldi fæddra grísa í einu goti í Húsdýragarðinum? Eða hvað það þýðir eiginlega að marka lömbin?…Lesa meira

true

112 tilbrigði íslenskrar tungu um vind

Listakonan Sólrún Halldórsdóttir er fædd og uppalin í Grundarfirði en býr í Kópavogi í dag. Ræturnar til Grundarfjarðar eru sterkar og kom ekkert annað til greina en að setja listaverkið með 112 tilbrigðum af íslenskum veðurorðum upp þar. Verkið var fyrst sett upp í Grundarfirði sumarið 2019 í tengslum við sýninguna Umhverfing sem samanstóð af…Lesa meira