Veröld

Veröld – Safn

true

Skrifa um menningu, nýsköpun og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni

Vefritið ÚR VÖR er rólegur fjölmiðill sem fjallar um listir, menningu, nýsköpun og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni. Vefritinu var ýtt úr vör 15. mars 2019 og hafa síðan birst yfir 180 greinar og viðtökurnar verið mjög góðar. Tíu lausapennar skrifa fyrir vefritið auk ritstjóra og er meirihluti efnisins á íslensku en nýlega bættust tveir erlendir lausapennar…Lesa meira

true

Ungir frumkvöðlar hanna og smíða sófaborð

Vinirnir Sigurður Grétar Gunnarsson og Ólafur Ingi Ásgeirsson hafa verið að hanna og smíða smekkleg sófaborð. Þeir hafa báðir alist upp á Akranesi og verið miklir vinir eins lengi og þeir muna eftir sér. Sigurður Grétar lauk námi í vélvirkjun fyrir tveimur árum og hefur síðastliðið ár unnið hjá Skaganum 3X. Ólafur útskrifaðist úr vélvirkjun…Lesa meira

true

Elín er fyrsti kvenformaður Brákar

Á aðalfundi björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi miðvikudaginn 27. maí lét Einar Örn Einarsson af starfi formanns eftir fjögur ár. Nýr formaður sveitarinnar var kosin Elín Matthildur Kristinsdóttir en hún hefur verið varaformaður sveitarinnar síðustu þrjú ár. Elín er fyrsti kvenformaður Brákar en það er einnig kona sem tekur við af Elínu sem varaformaður, Vigdís Ósk…Lesa meira

true

Í fyrirheitna landinu – ný sýning Einars Kárasonar

Fyrirheitna landið er áttunda sýningin sem Einar Kárason kemur á á sögulofti Landnámsseturs í Borgarnesi. Frumsýningin var fyrsta sýningin eftir tilslökun á samkomubanni og því ærið tilefni til að fagna. Það þýddi að gestir voru færri en venjulega enda ekki hægt að pakka áhorfendum þétt í salinn en fyrir vikið var andrúmsloftið afslappað og heimilislegt.…Lesa meira

true

Myndasyrpa frá strandveiðilöndun á Arnarstapa

Það var rjómablíða mánudaginn 18. maí á Arnarstapa þegar ljósmyndari Skessuhorns kíkti á lífið hjá sjómönnum sem ýmist gera þaðan út á strandveiðar eða eru að veiða upp í kvóta. Þá voru réttar tvær vikur liðnar af strandveiðitímabili sumarsins og vel á fjórða tug báta komnir til veiða. Það er því þétt raðað í höfninni.…Lesa meira

true

Sýndi börnum í Borgarnesi djúpsjávarfiska

Nemendur í Grunnskólanum í Borgarnesi fengu nýverið skemmtilega heimsókn frá Einari Árna Pálssyni, en hann starfar stóran hluta af árinu á frystitogara, mánuð í senn. Einar kom með fjölbreytt úrval af djúpsjávarfiskum, skelfiski og krabbadýrum fyrir krakkana að skoða. Þarna voru m.a. krossfiskar, rottufiskur, sæköngulær og lúsífer ásamt fleiri fiskum sem koma í veiðarfæri togarans…Lesa meira

true

„Markmiðið að hafa kjör félagsmanna eins góð og hægt er“

Örn Pálsson hefur verið framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda frá árinu 1987 og man tímana tvenna í smábátaútgerð. Skessuhorn hitti framkvæmdastjórann að máli og ræddi við hann um það sem er efst á baugi í smábátaútgerðinni. Ekki þarf að koma á óvart að þar voru umræður um strandveiðar og stöðvun grásleppuveiða áberandi, enda hvort tveggja í brennidepli…Lesa meira

true

Rím á Refsstöðum verður opnað í sumar

Í júní á síðasta ári var stórt og mikið eldra hús tekið af stalli sínum á Akureyri og flutt í tveimur hlutum að Refsstöðum í Hálsasveit. Hús þetta var byggt árið 1938 og hýsti lengst af bátasmiðju á Eyrinni. Hjónin Anna Lísa Hilmarsdóttir og Brynjar Bergsson keyptu húsið og fluttu á melinn vestan við stórt…Lesa meira

true

Einar í heiminum á Snæfellsnesi

Eitt af markmiðum mínum í sumar er að skoða fallega landið okkar. Markmið sem eflaust margir Íslendingar hafa sett sér. Æskuvinkona mín, Maja, og ég vorum búnar að ræða þetta lauslega, að fara og skoða eitt og annað á landinu í sumar en engin föst plön komin. Eftir stutt símtal á mánudag í síðustu viku,…Lesa meira

true

Jósefína Meulengracht Dietrich, skáld og mannfræðingur, er öll

Í gær barst sú harmafregn að látin væri á Akranesi skáldlæðan Jósefína Meulengracht Dietrich, en hún var búsett hjá Atla Harðarsyni og Hörpu Hreinsdóttur. Jósefína var engri læðu lík. Hún var vísnaunnendum að góðu kunn og ritaði meðal annars bók og bloggaði auk þess reglulega. Margir minnast hennar því að góðu fyrir smellnar tækifærisvísur og…Lesa meira