Einar sýnir hér nemendum rækju. Ljósm. glh.

Sýndi börnum í Borgarnesi djúpsjávarfiska

Nemendur í Grunnskólanum í Borgarnesi fengu nýverið skemmtilega heimsókn frá Einari Árna Pálssyni, en hann starfar stóran hluta af árinu á frystitogara, mánuð í senn. Einar kom með fjölbreytt úrval af djúpsjávarfiskum, skelfiski og krabbadýrum fyrir krakkana að skoða. Þarna voru m.a. krossfiskar, rottufiskur, sæköngulær og lúsífer ásamt fleiri fiskum sem koma í veiðarfæri togarans sem meðafli.

Flestum þótti þetta afar áhugavert og stóðust ekki freistinguna að pota í slímugt yfirborðið á sumum furðufiskunum. Aðrir létu sér nægja að skoða úr fjarlægð og sumir tóku fyrir nefið svo að örugglega engin fiskifýla kæmist þar í gegn.