Veröld

Veröld – Safn

true

Ungir bændur á Kverná hafa mörg járn í eldinum

Þau Júlía Sgorsaly og Rúnar Þór Ragnarsson eru ungt par í Grundarfirði en þau búa á bænum Kverná. Júlía er frá bænum Grossenhausen í Þýskalandi en flutti til Íslands árið 2016 til að læra íslensku í Háskóla Íslands. Núna er hún orðin virðuleg bóndakona á Vesturlandi og líkar það vel. Fréttaritari Skessuhorns fékk að trufla…Lesa meira

true

Vonast til að opna Hamarsvöll snemma í maí

„Hamarsvöllur kemur þokkalega vel undan vetri. Reyndar eru frostlyftingar í norðurhlutanum, en það er bara eðlilegt miðað við hvernig veturinn hefur verið. En annars lítur hann bara mjög vel út,“ segir Jóhannes Ármannsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness, í samtali við Skessuhorn. Hann hefur staðið í ströngu við vorverkin á Hamarsvelli undanfarna daga og vikur, ásamt fleirum.…Lesa meira

true

„Veit að kylfingar verða duglegir að spila í sumar“

„Upphaflega var stefnt að því að opna fyrir almennri umferð kylfinga 5. maí næstkomandi. En í ljósi þess hvað Garðavöllur kemur rosalega vel undan vetri og hversu vel hefur gengið að undirbúa völlinn getum við vonandi flýtt opnun og opnað hann sem fyrst, en næstu dagar koma til með að varpa frekari ljósi á það,“…Lesa meira

true

Sagan rifjuð upp – 40 ár frá því fyrst var ekið yfir Borgarfjörð

„Brúargerð af þessu tagi var óþekkt hér á landi og jafnvel þó víðar væri leitað“ Fyrir réttum 40 árum var fyrsta bílnum ekið yfir Borgarfjarðarbrú, en brúin var hins vegar ekki vígð fyrr en hálfu öðru ári síðar við hátíðlega og fjölmenna athöfn 13. september 1981. Framkvæmdir höfðu þá staðið yfir í sex ár. Brúin…Lesa meira

true

Hélt myndlistarsýningu Heimþrá á netinu

Smári Jónsson, eða Smári kokkur eins og hann er oft kallaður, hélt myndlistarsýningu á netinu á föstudaginn, 3. apríl síðastiliðinn. Smári kemur frá Akranesi en hefur undanfarin ár búið í hafnarbænum Altea á Spáni ásamt Guðbjörgu Níelsdóttur Hansen, eiginkonu sinni. „Altea er mikill listamannabær á Costa Blanca ströndinni og er það ein af ástæðunum fyrir…Lesa meira

true

Lilja Björk ætlar að rannsaka eldgos úr Snæfellsjökli

Næsta haust ætlar Lilja Björk Pétursdóttir að hefja rannsókn á eldgosi úr Snæfellsjökli. Um er að ræða mastersverkefni í jarðfræði við Háskóla Íslands og ætlar hún að rannsaka gjósku úr eldgosi sem varð fyrir um 1700 árum, en eldgosin úr Snæfellsjökli hafa aldrei veirð rannsökuð áður. Lilja Björk er fædd og uppalin í Borgarnesi og…Lesa meira

true

Björgunarsveitarmaður biðlar til þjóðarinnar: „Hlýðiði Víði, veriði heima“

Bergsveinn Reynisson, björgunarsveitarmaður og bóndi á Gróustöðum í Gilsfirði, hvetur landsmenn til að halda sig heima um páskana. Ákall Bergsveins birtist í myndbandi sem hefur fengið mikla dreifingu á Facebook, en það var kötturinn Alexander Flumbri sem setti inn myndbandið af Bergsveini. Bergsveinn vekur athygli á því í myndbandinu að björgunarsveitarfólk hringinn í kringum landið…Lesa meira

true

Borg útfararþjónusta er nýtt fyrirtæki á Vesturlandi

Borg útfararþjónusta er nýstofnað þjónustufyrirtæki sem er í eigu Grétu Björgvinsdóttur og Guðnýjar Bjarnadóttur í Borgarnesi. Fyrsta útförin í umsjón þeirra fór fram í liðinni viku. Skessuhorn fékk að forvitnast nánar um Borg útfararþjónustu og heyrði hugmyndir þeirra Grétu og Guðnýjar um starfsemina. ,,Fátt er tilviljun í lífinu og margt virðist vera skrifað í handrit.…Lesa meira

true

Amlóði laumar út lögum

Huldutónlistarmaðurinn Amlóði Amlóðason reynir hvað hann getur að lífga upp á tilveruna á þessum síðustu og verstu tímum. Hann sendi nýlega frá sér nýtt lag, Shalalalalag og hefur sent frá sér fjögur lög á þessu ári. Enn er þó ýmislegt, raunar flest, á huldu um Amlóða. Hann hefur aldrei komið fram opinberlega og aldrei fests…Lesa meira

true

Níu sinnum taflan hefur aldrei verið jafn flókin

Ljóst er að þegar það fordæmalausa ástand sem nú ríkir í samfélaginu líður hjá þarf að eiga sér stað mikil uppbygging. Ekki þarf aðeins að byggja upp almenna starfsemi í samfélaginu og bregðast við klósettpappírsskorti í verslunum heldur munum við eflaust þurfa að ráðast í stórtæka uppbyggingu á sambandi barna og foreldra. Eftir sóttkví og…Lesa meira