Veröld

Veröld – Safn

true

Á leið til Bandaríkjanna í meðferð sem gæti bætt líf hennar svo um munar

Sólveig Sigurðardóttir, eða Sissa eins og flestir þekkja hana, fékk heilablóðfall í september 2006 sem umturnaði lífi hennar. Sissa lamaðist í vinstri hlið líkamans auk þess sem það blæddi yfir á sjónsviðið hjá henni svo hún getur ekkert séð vinstra megin við sig. Ef allt gengur eftir gæti líf Sissu enn á ný tekið nýja…Lesa meira

true

Læsisstefna fyrir leikskóla

Á fundi skóla- og frístundaráðs Akraneskaupstaðar þriðjudaginn 3. mars síðastliðinn var læsisstefna leikskóla bæjarfélagsins formlega kynnt en unnið hefur verið að stefnunni í rúm tvö ár. Það voru aðstoðarleikskólastjórar leikskólanna fjögurra á Akranesi sem mynduðu starfshóp sem setti saman læsisstefnuna; Guðrún Bragadóttir frá Akraseli, Ingunn Sveinsdóttir frá Garðaseli, Vilborg Valgeirsdóttir frá Vallarseli og frá Teigaseli…Lesa meira

true

Þótti brúna tunnan ekki heillandi og fann aðra lausn

Það fjölgar sífellt sveitarfélögunum sem taka upp brúnu tunnuna sem fólk setur í allan lífrænan úrgang frá heimilum. Einar Harðarson býr á Flúðum þar sem brúna tunnan er notuð. Honum fannst tunnan ekki góð lausn því þangað safnast mýsnar að sækja sér mat og svo þegar úrgangurinn brotnar niður fyllist tunnan af möðkum. „Það þrífur…Lesa meira

true

Vínlandssetur opnað fyrsta sumardag

Áætlað er að Vínlandssetur í Búðardal verði opnað á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl næstkomandi. Framkvæmdir við Vínlandssetur standa nú yfir, en setrið verður sem kunnugt er staðsett í Leifsbúð, við sjávarsíðuna í Búðardal. „Verið er að taka húsið í gegn, skipuleggja rýmið og gera það hæft fyrir rekstur,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri atvinnu-,…Lesa meira

true

Verðlaun veitt á aðalfundi Kúabændafélagsins Baulu

Aðalfundur hjá Kúabændafélaginu Baulu fór fram miðvikudaginn 19. febrúar og var þar nokkrum kúabúum veittar viðurkenningar fyrir ræktunarstörf. Kúabændafélagið Baula nær frá sunnanverðu Snæfellsnesi, um Mýrar og Borgarfjörð norðan Skaðsheiðar og var félagið stofnað árið 2011, en hlutverk félagsins er að vinna að sameiginlegum hagsmunum kúabænda á þessu svæði. Á fundinum fór Arnar Árnason formaður…Lesa meira

true

Stofnfundar svæðissamtaka foreldra grunnskólabarna

Síðastliðið þriðjudagskvöld var haldinn stofnfundar svæðissamtaka foreldra grunnskólabarna á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. „Vinnuheiti á nýju félagi er AK-HVA foreldrasamtökin. Það voru stjórnir foreldrafélaga grunnskólanna þriggja á svæðinu sem stóðu að stofnun þessara samtaka með stuðningi Heimilis og skóla. Hugmynd um stofnun félagsins kom upp á fulltrúafundi í stjórn Heimilis og skóla. Leitað var viðbragða…Lesa meira

true

Baski með sölusýningu í gamla iðnskólanum um helgina

„Það sem kemur innan úr listamanninum er það sem verður eftir á striganum“ Hann hefur búið og starfað í Hollandi frá árinu 1996 en þrátt fyrir það hafa heimahagarnir aldrei verið langt undan í listsköpun hans. Hann málar myndir og minningar frá heimabænum og reynir að draga fram fegurðina í hinu hversdagslega. Við það segist…Lesa meira

true

Frábær Auður og Auður á Söguloftinu

Sýningin Auður og Auður var frumsýnd á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi á laugardagskvöld. Þar talar Auður Jónsdóttir rithöfundur til ömmu sinnar, Auðar Laxness, um leið og hún segir söguna Ósjálfrátt, en nú á annan hátt en áður. Sýningin segir frá ýmsu í lífi Auðar; sambandi hennar við ömmu sína, skrifandi konur, skáldskapinn sjálfan og skáldskapinn…Lesa meira

true

„Gæti haft virkilega mikil áhrif á lífslíkur fólks og líðan eftir aðgerðir“

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru nýverið afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Halldór Bjarki Ólafsson, læknanemi frá Akranesi, hlaut verðlaunin fyrir verkefni sitt „Tengsl óeðlilegs blóðhags við bráða fylgikvilla og langtímaútkomu eftir skurðaðgerðir.“ Leiðbeinandi Halldórs var Martin Ingi Sigurðsson, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands. Halldór var að vonum ánægður…Lesa meira

true

Fimmtugir og eldri stefna á að skemmta sér í Borgarnesi

„Við viljum að sem flestir geti þátt í móti UMFÍ, ætlum að breikka aldursbilið og stefnum á fjölmennt Landsmót UMFÍ 50+ í júní,“ segir Bragi Þór Svavarsson, sambandsstjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar. Hann skrifaði nýverið undir samning um mótið í Borgarnesi ásamt þeim Hauki Valtýssyni, formanni UMFÍ, og Lilju Björg Ágústsdóttur, settum sveitarstjóra Borgarbyggðar. Landsmót UMFÍ 50+…Lesa meira