Veröld

Veröld – Safn

true

„Við ætlum að fara alla leið“

Eins og allir Júróvisjónaðdáendur landsins vita er fyrra undankvöldið í Söngkeppni sjónvarpsins framundan næsta laugardag. Þar munu fimm lög berjast um hylli þjóðarinnar. Þeirra á meðal er lagið Klukkan tifar, en flytjendur þess eru hin vestlenska Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir og Ísold Wilberg Antonsdóttir. Skessuhorn hitti þær Helgu og Ísold á mánudag og ræddi við þær…Lesa meira

true

Undirfataherferð vorsins endurspeglar það sem Lindex stendur fyrir

KYNNING: Undirföt fyrir konur eins og mig og þig, eru skilaboð Lindex í undirfataherferð vorsins þar sem má sjá magnaðar konur á mismunandi stigum lífsins í hversdagslegu umhverfi. ,,Við viljum að hver kona geti verið hún sjálf og fundið fyrir innblæstri og sjálfsöryggi, óháð því hver hún er, hvernig hún lítur út eða hvaða leið…Lesa meira

true

Leiðbeiningar um hvernig megi forðast smit

Landspítalinn og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafa sett fram leiðbeiningar fyrir almenning til að forðast smit í þeim tilgangi að draga úr líkum á alvarlegum veikindum. Þar segir að Kórónaveiran hagi sér svipað og inflúensa og að einkennin séu svipuð og smitleiðirnar sömuleiðis. Því er fólk hvatt til að gæta vel að handþvotti og hreinlæti í kringum…Lesa meira

true

Litháísk listaverk í Hyrnutorgi

Í Hyrnutorgi í Borgarnesi hefur verið sett upp sýning á myndum sem gerðar voru af börnum í leikskólanum Panevezio Kastycio Ramanausko lopselis-darzelis í Panevezys Litháen. Guðrún Vala Elísdóttir var stödd í Litháen í lok október þar sem hún hitti Otiliju vinkonu sína, sem bjó ásamt Dariusi manni sínum í Borgarnesi um árabil. Þar hitti Guðrún…Lesa meira

true

Kiwanisklúbburinn Þyrill fimmtíu ára

Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi verður fimmtugur á sunnudaginn, 26. janúar. Af því tilefni verður haldinn opinn fundur á Gamla Kaupfélaginu á milli klukkan 15 og 17 á sjálfan afmælisdaginn. Þar verður í bland við hefðbundin fundarstörf afhentar viðurkenningar til stofnfélaga en enn eru sex stofnfélagar í klúbbnum. Þá verður einnig afhent vegleg gjöf til góðs…Lesa meira

true

Hægt að fylgjast með afreksíþróttafólki á Klefanum

Vefurinn Klefinn.is var opnaður nú í byrjun janúar. Að baki honum standa nokkrir afreksíþróttamenn, sem allir eru um þessar mundir að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Sumir hafa náð lágmarki inn á leikana en aðrir vinna að því hörðum höndum þessi misserin. Íþróttafólkið tekur höndum saman í að miðla þekkingu sinni og…Lesa meira

true

„Skiptir öllu að þekkja sjálfan sig“

Björgunarsveitin Berserkir hefur verið starfrækt í Stykkishólmi um áratuga skeið. Formaður Berserkja til fjölda ára er Einar Þór Strand. Hann lýsir sveitinni sem almennri björgunarsveit sem starfi mikið við sjóinn, en sé ekki ólík mörgum öðrum sveitum á landsbyggðinni. „Flestar björgunarsveitir úti á landi eru tiltölulega fámennar, kjarninn þetta tíu, tuttugu, kannski þrjátíu manns. Starf…Lesa meira

true

„Þegar svona útkall berst upplifir maður ákveðna skyldu“

Í Skessuhorni í liðinni viku birtust viðtöl við formenn allra starfandi björgunarsveita á Vesturlandi. Við grípum hér niður í eitt þeirra, en Jóhannes Berg er formaður björgunarsveitarinnar Oks í Borgarfirði. Sveitin hefur starfssvæði sitt á mörkum landshluta og þarf sveitin að vera vel búin til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni. Að sögn…Lesa meira

true

Með tækninni þarf fólk ekki lengur að velja búsetu út frá vinnu

Auður Kjartansdóttir er búsett í Ólafsvík ásamt Pétri Péturssyni og sonum þeirra, Pétri sem er fjögurra ára og Rúrik sem er eins og hálfs árs. Þau búa í fallegu einbýlishúsi við Ennishlíð. Útsýnið frá heimili fjölskyldunnar er gullfallegt. „Við förum ekkert héðan. Þegar ég kynntist Pétri átti hann þetta hús og við ákváðum að stækka…Lesa meira

true

Áhuginn var endurvakinn með stafrænu tækninni

Þórdís Björnsdóttir hefur alltaf haft gaman af ljósmyndun en segir þó áhugann hafa kviknað fyrir einhverri alvöru árið 2005 þegar hún eignaðist sína fyrstu stafrænu myndavél. „Ég gæti ekki sagt þér hvernig myndavél ég átti fyrst. Líklega var ég í kringum 16 ára aldurinn þegar ég eignaðist myndavél en ég er löngu búin að gleyma…Lesa meira