Íþróttir

true

Héldu Jólamót í pútti

Pútthópur eldri borgara í Borgarbyggð hélt jólamót í pútti í morgun í aðstöðu sinni í kjallara Menntaskóla Borgarfjarðar, sem kölluð er Púttheimar. Til leiks mættu 12 konur og 13 karlar. Keppnin var jöfn og spennandi. Í kvennaflokki varð Guðrún Helga Andrésdóttir hlutskörpust á 58 höggum. Önnur varð Rannveig Finnsdóttir á 59 höggum og þriðja Ásdís…Lesa meira

true

Greiðslur úr Ferðasjóði íþróttafélaga halda ekki í við verðlag

Greiðslur úr Ferðasjóði íþróttafélaga halda ekki í við aukinn ferðaskostnað á árunum 2018-2024. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Mennta- og barnamálaráðuneytið lét vinna og hefur kynnt. Ferðasjóðurinn hefur frá árinu 2007 veitt styrki til íþrótta- og ungmennafélaga í landinu vegna keppnisferða innanlands. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hafa…Lesa meira

true

Snæfell beið lægri hlut gegn ÍR

Lið Snæfells í 1. deild körfuknattleiks kvenna mætti ÍR í Skógarseli í Breiðholti á laugardaginn. Leikurinn var nokkuð jafn á köflum en frumkvæðið var oftar í höndum leikmanna ÍR. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 16-11 og í hálfleik var staðan 28-21 og leiknum lauk með sigri ÍR sem skoraði 64 stig gegn 57 stigum…Lesa meira

true

Fyrsta kvennamót Pílufélags Akraness

Fyrsta 501 kvennamót Pílufélags Akraness fór fram í gær í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu. Sautján konur tóku þátt en spilað var í fjórum riðlum og útsláttarkeppni. „Viktoría stóð uppi sem sigurvegari og hlaut ekki bara glæsilegan verðlaunagrip heldur einnig gjafabréf í Kallabakaríi. Dísa tók annað sætið, ásamt silfurpening og gjafabréfi í Kallabakaríi. Það var svo…Lesa meira

true

Búið er að setja upp golfhermi í Grundarfirði

Grundfirskir golfiðkendur geta glaðst yfir framtakssemi eigenda flutningafyrirtækisins Ragnars og Ásgeirs ehf en þeir hafa nýverið sett upp glæsilegan golfhermi á athafnasvæði fyrirtækisins. Nú er hægt að æfa sveifluna við frábærar aðstæður yfir vetrartímann og þegar ekki viðrar til æfinga utan dyra. Golfhermirinn var opnaður föstudaginn 5. desember en þá var áhugasömum boðið að koma…Lesa meira

true

Skagamenn réðu ekki við Stólana

Eftir stutt landsleikjahlé hélt ÍA norður fyrir heiðar á föstudaginn og mætti Tindastóli á Sauðárkróki í Bónusdeild karla í körfunni. Heimamenn fóru heldur betur af stað og komust í 9-3 eftir rúmar tvær mínútur. Skagamenn svöruðu þá fyrir sig og fengu nokkur góð færi meðal annars úr þriggja stiga körfunum sem sumar rötuðu niður. Varnarleikur…Lesa meira

true

Skallagrímur vann Vesturlandsslaginn stórt

Skallagrímur og Snæfell mættust í sannkölluðum Vesturlandsslag í 1. deild körfuknattleiks karla í Borgarnesi í gærkvöldi. Heimamenn sýndu gestunum úr Stykkishólmi enga miskunn og voru mun sterkari stærstan hluta leiksins. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 34-20 og í hálfleik leiddu heimamenn með 56 stigum gegn 37 stigum gestanna. Forskot heimamanna jókst enn frekar í…Lesa meira

true

Keila fyrir alla

Hvatasjóður styrkir Keilufélag Akraness til að kynna íþróttina fyrir fötluðum Meðal styrkþega í síðustu úthlutun Hvatasjóðs ÍSÍ og UMFÍ er Keilufélag Akraness. Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar er nýr sjóður sem úthlutað hefur verið úr í þrígang. „Sjóðurinn styrkir verkefni sem miða að útbreiðslu íþrótta og aukinni þátttöku barna í íþróttum með áherslu á þátttöku barna með fötlun,…Lesa meira

true

Guðjón á verðlaunapalli í ólympískum lyftingum

Guðjón Gauti Vignisson, nemandi í Fjölbrautaskóla Vesturlands, keppti í ólympískum lyftingum á Norðurlandameistaramóti u17 og u23 sem haldið var í Svíþjóð um helgina. Guðjón gerði gott á mótinu og hafnaði í þriðja sæti í sínum þyngdarflokki í U17 flokknum. Alls voru tíu íslenskir keppendur sem kepptu á mótinu. Með þeim í för voru tveir þjálfarar…Lesa meira

true

Snæfell tapaði stórt gegn Fjölni

Snæfell fékk lið Fjölnis í heimsókn í Stykkishólm á laugardaginn þar sem liðin öttu kappi í 1. deild körfuknattleiks kvenna. Lið Fjölnis hefur verið í efri hluta deildarinnar það sem af er leiktíðarinnar og var því óneitanlega talið sigurstranglegra þegar liðin gengu inn á völlinn. Það reynist svo líka raunin. Strax í upphafi leiks voru…Lesa meira