Sigurvegarar í Jólapúttinu. Ljósm. Sigurjón Guðmundsson

Héldu Jólamót í pútti

Pútthópur eldri borgara í Borgarbyggð hélt jólamót í pútti í morgun í aðstöðu sinni í kjallara Menntaskóla Borgarfjarðar, sem kölluð er Púttheimar. Til leiks mættu 12 konur og 13 karlar. Keppnin var jöfn og spennandi. Í kvennaflokki varð Guðrún Helga Andrésdóttir hlutskörpust á 58 höggum. Önnur varð Rannveig Finnsdóttir á 59 höggum og þriðja Ásdís Baldvinsdóttir á 63 höggum.