Íþróttir

true

Langstærsta pílumót sem haldið hefur verið á Akranesi

Irish Open mótið í 501 tvímenningi í pílukasti fór fram í Íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum fimmtudaginn 4. júlí. Alls mættu 37 lið til leiks sem er næstum tvöföldun frá síðasta ári. Margir af bestu pílukösturum landsins tóku þátt sem og fólk sem hefur aldrei tekið þátt í pílumóti áður. Mótið tókst vel en því stýrði Ingibjörg…Lesa meira

true

Skallagrímspiltar léku sér í veðrinu á Akureyri

Fimmti flokkur Skallagríms tók þátt á N1 mótinu á Akureyri um síðustu helgi. Skallagrímur var með tvö lið á mótinu og stóðu drengirnir sig með stakri prýði. Skallagrímur – 1 endaði í 3. sæti í sínum riðli og Skallagrímur – 2 endaði í 9. sæti af 16 liðum í sínum styrkleika. Veðrið á Akureyri hefur…Lesa meira

true

Vestlendingar á Norðurlandamóti

Norðurlandamót U-16 hjá stúlkum og drengjum í körfubolta hófst miðvikudaginn 3. júlí í Kisakallio í Finnlandi og lauk nú á mánudaginn. Í U16 stúlknaliði Íslands voru m.a. Adda Sigríður Ásmundsdóttir úr Snæfelli en í U16 drengja liði Íslands voru tveir vestlenskir drengir, þeir Sturla Böðvarsson úr Snæfelli og Jón Árni Gylfason úr Skallagrími. U16 stúlknaliðið…Lesa meira

true

Kári tryggir stöðu sína á toppi þriðju deildar

Káramenn frá Akranesi unnu öruggan sigur gegn Árbæingum 3:0 í Akraneshöllinni í gær. Með sigrinum styrktu þeir stöðu sína á toppi 3. deildar og eru nú sex stigum frá liðinu í 3. sæti, sem er Árbær. Káramenn byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu fyrsta markið strax á þriðju mínútu leiksins og var þar að verki…Lesa meira

true

Klúbbmeistarar Golfklúbbs Borgarness krýndir

Um liðna helgi fór meistaramót Golfklúbbs Borgarness fram. Alls voru 67 keppendur skráðir til leiks en keppendum var skipt niður í 12 flokka. Keppni hófst miðvikudaginn 3. júlí og lauk með lokahófi og verðlaunaafhendingu á Hótel Hamri á laugardaginn. Klúbbmeistarar Golfklúbbs Borgarness 2024 eru Hlynur Þór Stefánsson og Margrét Katrín Guðnadóttir.Lesa meira

true

Bjarki endaði í 23. sæti á sterku móti

Atvinnukylfingurinn Bjarki Pétursson keppti á On Tee Grand Prix í golfi um liðna helgi. Byrjað var að spila á Laholm golfvellinum, sem er rétt fyrir utan Malmö í Svíþjóð á fimmtudag. Bjarki lék fyrsta hring mótsins á 70 höggum, annan hring á 65 höggum en þann síðasta á 70 höggum. Hann endaði því samtals á…Lesa meira

true

Tapleikur Reynis í Kópavogi

Reynir frá Hellissandi mætti Smára í B riðli 5. deildar karla í knattspyrnu í gær. Leikurinn fór fram í Fagralundi í Kópavogi. Smári var fyrir leikinn í þriðja sæti deildarinnar á meðan Reynir sat í áttunda sætinu. Liðin mættust í byrjun móts en sá leikur endaði með1-1 jafntefli. Fyrri hálfleikur bauð upp á mikla markasúpu.…Lesa meira

true

Þrenna Ingvars Freys tryggði Víkingum öruggan sigur

Víkingur Ólafsvík er enn án taps í 2. deild karla í knattspyrnu eftir öruggan 3:1 sigur gegn Ægi frá Þorlákshöfn á Ólafsvíkurvelli í gær. Það var Ingvar Freyr Þorsteinsson sem sá um Ægi með því að skora öll mörk Víkings í leiknum. Ingvar Freyr skoraði fyrsta markið strax á 15. mínútu og þannig var staðan…Lesa meira

true

Bætti Norðurlandamet sitt í bogfimi

Patrek Hall Einarsson úr Borgarnesi, sem keppir fyrir Bogann, tók um helgina þátt á Norðurlandamótinu í bogfimi utandyra sem fram fór í Óðinsvéum í Danmörku. Hann gerði sér lítið fyrir og vann Norðurlandameistaratitil í flokki U-18 á langboga. Um leið sló hann eigið met sem hann setti á sambærilegu móti á síðasta ári.Lesa meira

true

Stórsigur Skagamanna gegn HK

Skagamenn unnu sannkallaðan stórsigur 8:0 í Bestu deild karla þegar liðið tók á móti HK á Elkem vellinum á laugardaginn. Viktor Jónsson skoraði fjögur markanna í leiknum og er nú markahæstur í Bestu deildinni með 12 mörk. Skagamenn hafa verið á góðu skriði í deildinni að undanförnu og gáfu ekkert eftir gegn HK og tónninn…Lesa meira