Íþróttir
Bjarki í sveiflu. Ljósm. kylfingur.is

Bjarki endaði í 23. sæti á sterku móti

Atvinnukylfingurinn Bjarki Pétursson keppti á On Tee Grand Prix í golfi um liðna helgi. Byrjað var að spila á Laholm golfvellinum, sem er rétt fyrir utan Malmö í Svíþjóð á fimmtudag. Bjarki lék fyrsta hring mótsins á 70 höggum, annan hring á 65 höggum en þann síðasta á 70 höggum. Hann endaði því samtals á 205 höggum en sigurvegari á mótinu fór samtals á 196 höggum.

Bjarki endaði í 23. sæti á sterku móti - Skessuhorn